Heitir hin nýja Katrín Kristrún? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2024 11:01 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar varpaði svo sannarlega bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu í vikunni sem leið í spjalli á einhverju hlaðvarpi. Þar hagaði hún orðum sínum með þeim hætti að auðveldlega mátti halda að flokkurinn væri að kúvenda í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Meðal annars gaf hún hugmyndum núverandi dómsmálaráðherra um fangabúðir fyrir ákveðinn hóp hælisleitenda undir fótinn. Ég segi og skrifa fangabúðir því ef það gengur eins og önd, gaggar eins og önd og flýgur eins og önd þá er það önd en ekki lóa. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Allstór hópur hennar eigin flokksmanna brást hart við og leist greinilega ekki á blikuna. Á hægri vængnum túlkuðu svo allnokkrir pótentátar úr Sjálfstæðis- og Miðflokki orð formannsins með þeim hætti að hún væri að senda út þreifara til þeirra með hundablístri. Viðbrögðin urðu síðan til þess að nokkrir úr náhirð formannsins, með fyrrum blaðamanninn Jóhann Pál í broddi fylkingar, hlupu upp til handa og fóta formanninum til varnar. Kváðu þau formanninn einungis vera að benda á nýjan veruleika í þessum málaflokki og því þurfi að ræða þessa stöðu í samræmi við það og bregðast við. Þetta síðastnefnda er auðvitað alveg hárrétt svo langt sem það nær. Staðan í málefnum innflytjenda hefur gjörbreyst á undanförnum misserum og þessa stöðu og viðbrögðin við henni þarf að ræða. Staðreyndin er sú að margt fólk óttast aukinn straum innflytjenda og undir þennan ótta hafa ósvífnir stjórnmálamenn og lýðskrumarar kynnt. Það breytir því hins vegar ekki að óttinn er raunverulegur og við honum þarf að bregðast jafnvel þótt forsendurnar séu rangar og byggðar á hálfsannleik, lygum og blekkingum. Ábyrgir stjórnmálamenn bregðast hins vegar ekki við þessari stöðu með því að haga orðum sínum með þeim hætti að jafnvel fólk úr forystusveit þeirra eigin flokks veit ekki sitt rjúkandi ráð og óttast að viðkomandi sé að stökkva á skítadreifarann sem helstu lýðskrumara Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins þeysa um á þessi misserin. Það var því full ástæða fyrir flokksmenn Samfylkingarinnar að hrökkva illilega við. Ekki bætti viðtal við formanninn í Ríkisútvarpinu úr skák, það var jafn hulduhrútslegt og spjallið í hlaðvarpinu. Ef formaðurinn skýrir ekki rækilegar á næstu dögum hvað hún nákvæmlega á við er ekki nokkur leið að túlka málflutning hennar öðru vísi en sem hundablístur til Sjálfstæðisflokksins um að hér sé kominn heppilegur samstarfsaðili eftir næstu kosningar þegar Vinstri græn verða væntanlega horfin af sjónarsviðinu. Áhugamenn um stjórnmál geta því farið að velta fyrir sér hvenær á næsta kjörtímabili Samfylkingin fari að nálgast sex prósentin og þannig er titill greinarinnar til orðinn. Höfundur er á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Innflytjendamál Vinstri græn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar varpaði svo sannarlega bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu í vikunni sem leið í spjalli á einhverju hlaðvarpi. Þar hagaði hún orðum sínum með þeim hætti að auðveldlega mátti halda að flokkurinn væri að kúvenda í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Meðal annars gaf hún hugmyndum núverandi dómsmálaráðherra um fangabúðir fyrir ákveðinn hóp hælisleitenda undir fótinn. Ég segi og skrifa fangabúðir því ef það gengur eins og önd, gaggar eins og önd og flýgur eins og önd þá er það önd en ekki lóa. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Allstór hópur hennar eigin flokksmanna brást hart við og leist greinilega ekki á blikuna. Á hægri vængnum túlkuðu svo allnokkrir pótentátar úr Sjálfstæðis- og Miðflokki orð formannsins með þeim hætti að hún væri að senda út þreifara til þeirra með hundablístri. Viðbrögðin urðu síðan til þess að nokkrir úr náhirð formannsins, með fyrrum blaðamanninn Jóhann Pál í broddi fylkingar, hlupu upp til handa og fóta formanninum til varnar. Kváðu þau formanninn einungis vera að benda á nýjan veruleika í þessum málaflokki og því þurfi að ræða þessa stöðu í samræmi við það og bregðast við. Þetta síðastnefnda er auðvitað alveg hárrétt svo langt sem það nær. Staðan í málefnum innflytjenda hefur gjörbreyst á undanförnum misserum og þessa stöðu og viðbrögðin við henni þarf að ræða. Staðreyndin er sú að margt fólk óttast aukinn straum innflytjenda og undir þennan ótta hafa ósvífnir stjórnmálamenn og lýðskrumarar kynnt. Það breytir því hins vegar ekki að óttinn er raunverulegur og við honum þarf að bregðast jafnvel þótt forsendurnar séu rangar og byggðar á hálfsannleik, lygum og blekkingum. Ábyrgir stjórnmálamenn bregðast hins vegar ekki við þessari stöðu með því að haga orðum sínum með þeim hætti að jafnvel fólk úr forystusveit þeirra eigin flokks veit ekki sitt rjúkandi ráð og óttast að viðkomandi sé að stökkva á skítadreifarann sem helstu lýðskrumara Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins þeysa um á þessi misserin. Það var því full ástæða fyrir flokksmenn Samfylkingarinnar að hrökkva illilega við. Ekki bætti viðtal við formanninn í Ríkisútvarpinu úr skák, það var jafn hulduhrútslegt og spjallið í hlaðvarpinu. Ef formaðurinn skýrir ekki rækilegar á næstu dögum hvað hún nákvæmlega á við er ekki nokkur leið að túlka málflutning hennar öðru vísi en sem hundablístur til Sjálfstæðisflokksins um að hér sé kominn heppilegur samstarfsaðili eftir næstu kosningar þegar Vinstri græn verða væntanlega horfin af sjónarsviðinu. Áhugamenn um stjórnmál geta því farið að velta fyrir sér hvenær á næsta kjörtímabili Samfylkingin fari að nálgast sex prósentin og þannig er titill greinarinnar til orðinn. Höfundur er á eftirlaunum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun