Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 21:47 Niðurstaðan er töluvert fjárhagslegt högg fyrir Trump. Getty/Steven Hirsch Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. Greint var frá dauða Alexei Navalní, sem haldið var í fanganýlendu, um helgina. Stjórnvöld í Moskvu hafa neitað því að bera ábyrgð á dauða Navalní, sem var sagður hafa látist eftir göngutúr í fangelsinu þar sem honum var haldið. Pólitíkusar víðsvegar úr heiminum hafa minnst Navalnís og ekkja hans, Yulia Navalnaya, hefur heitið því að berjast fyrir frjálsu Rússlandi. Nú hefur Donald Trump tjáð sig um dauða hans, eins og áður segir. Þó alveg án þess að minnast á Pútín ólíkt kollegum hans. „Skyndilegur dauði Navalnís hefur gert mig meðvitaðari um það sem er í gangi í okkar landi,“ skrifar Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. „Við erum, hægt og rólega, með spilltum, öfga-vinstrisinnuðum pólitíkusum, saksóknurum og dómurum, á leið til tortímingar.“ Trump birti færsluna degi eftir að Nikki Haley, sem er sú eina sem enn stendur í kosningabaráttu við forsetann fyrrverandi, gagnrýndi Trump fyrir að hafa enn ekki minnst á dauða Navalnís. „Annað hvort er hann í liði með Pútín og finnst flott að Pútín hafi myrt pólitískan andstæðing - eða að honum finnst þetta bara ekkert stórmál,“ sagði Nikki Haley í samtali við ABC á sunnudag. „Hvort tveggja er áhyggjuefni. Hvort tveggja er vandamál,“ bætti hún við. Bandaríkin Rússland Donald Trump Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands minnast Navalní Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi lögðu báðir blóm að minnisvarða um andófsmanninn Alexei Navalní nú um helgina. Talið er að um 400 manns hafi verið handteknir á fjöldafundum í kjölfar dauða Navalní í síðustu viku. 19. febrúar 2024 08:15 Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send. 18. febrúar 2024 14:32 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Fleiri fréttir Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Sjá meira
Greint var frá dauða Alexei Navalní, sem haldið var í fanganýlendu, um helgina. Stjórnvöld í Moskvu hafa neitað því að bera ábyrgð á dauða Navalní, sem var sagður hafa látist eftir göngutúr í fangelsinu þar sem honum var haldið. Pólitíkusar víðsvegar úr heiminum hafa minnst Navalnís og ekkja hans, Yulia Navalnaya, hefur heitið því að berjast fyrir frjálsu Rússlandi. Nú hefur Donald Trump tjáð sig um dauða hans, eins og áður segir. Þó alveg án þess að minnast á Pútín ólíkt kollegum hans. „Skyndilegur dauði Navalnís hefur gert mig meðvitaðari um það sem er í gangi í okkar landi,“ skrifar Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. „Við erum, hægt og rólega, með spilltum, öfga-vinstrisinnuðum pólitíkusum, saksóknurum og dómurum, á leið til tortímingar.“ Trump birti færsluna degi eftir að Nikki Haley, sem er sú eina sem enn stendur í kosningabaráttu við forsetann fyrrverandi, gagnrýndi Trump fyrir að hafa enn ekki minnst á dauða Navalnís. „Annað hvort er hann í liði með Pútín og finnst flott að Pútín hafi myrt pólitískan andstæðing - eða að honum finnst þetta bara ekkert stórmál,“ sagði Nikki Haley í samtali við ABC á sunnudag. „Hvort tveggja er áhyggjuefni. Hvort tveggja er vandamál,“ bætti hún við.
Bandaríkin Rússland Donald Trump Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands minnast Navalní Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi lögðu báðir blóm að minnisvarða um andófsmanninn Alexei Navalní nú um helgina. Talið er að um 400 manns hafi verið handteknir á fjöldafundum í kjölfar dauða Navalní í síðustu viku. 19. febrúar 2024 08:15 Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send. 18. febrúar 2024 14:32 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Fleiri fréttir Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Sjá meira
Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands minnast Navalní Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi lögðu báðir blóm að minnisvarða um andófsmanninn Alexei Navalní nú um helgina. Talið er að um 400 manns hafi verið handteknir á fjöldafundum í kjölfar dauða Navalní í síðustu viku. 19. febrúar 2024 08:15
Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send. 18. febrúar 2024 14:32