Í sviðsljósinu í kvöld: Sá fyrsti á öldinni hjá Internazionale Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 12:31 Lautaro Martinez hefur raðað inn mörkum með Internazionale á þessu tímabili. Getty/Matteo Ciambelli Internazionale hefur verið að gera frábæra hluti í ítalska fótboltanum og það er ekki síst að þakka argentínska framherjanum Lautaro Martínez sem hefur farið á kostum á þessu tímabili. Tíu stiga forskot í ítölsku deildinni þýðir að liðið er komið með aðra höndina á ítalska meistaratitilinn en í kvöld er komið að allt annarri keppni. Internazionale tekur á móti spænska félaginu Atlético Madrid á heimavelli sínum á San Siro. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ætli Inter að komast langt í keppninni þá þarf liðið að fá mörk frá Martínez. Það hefur verið nóg af þeim í vetur. Martínez komst í fámennan hóp í glæstri sögu Internazionale þegar hann skoraði sitt tuttugasta deildarmark á tímabilinu. Þetta er þriðja tímabil hans í röð með yfir tuttugu mörk og því höfðu aðeins tveir menn náð. Annar þeirra er Stefano Nyers en hinn Giuseppe Meazza, sem sem heimvöllur félagsins er nefndur eftir. Meazza náði þessu reyndar í fimm tímabil í röð frá 1929/30 til 1933/34. Nyersa afrekaði þetta á fjórum tímabilum í röð frá 1948/49 til 1951/52. Síðan eru liðin 72 ár en um helgina bættist þessi 26 ára Argentínumaður í hópinn. Þessu hefur Martínez náð í aðeins 22 leikjum en í fyrra skoraði hann 21 mark í 38 leikjum og tímabilið á undan var hann með 21 mark í 35 leikjum. Nú er hann aftur á móti langheitasti framherji ítölsku deildarinnar. Það er stór spurning hvort Martínez fái tækifæri til að jafna met Meazza því vitað er að áhuga á honum hjá erlendum félögum. Paris Saint Germain hefur verið nefnt sem mögulegur áfangastaður fyrir Argentínumanninn. Gott gengi í Meistaradeildinni gæti sannfært kappann um að skrifa undir nýjan samning við ítalska félagið. Stuðningsmenn Inter lifa í voninni um að missa ekki sinn besta mann. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig Atlético Madrid tekst að ráða við hinn sjóðheita Martínez í kvöld. Leikur Internazionale og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Tíu stiga forskot í ítölsku deildinni þýðir að liðið er komið með aðra höndina á ítalska meistaratitilinn en í kvöld er komið að allt annarri keppni. Internazionale tekur á móti spænska félaginu Atlético Madrid á heimavelli sínum á San Siro. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ætli Inter að komast langt í keppninni þá þarf liðið að fá mörk frá Martínez. Það hefur verið nóg af þeim í vetur. Martínez komst í fámennan hóp í glæstri sögu Internazionale þegar hann skoraði sitt tuttugasta deildarmark á tímabilinu. Þetta er þriðja tímabil hans í röð með yfir tuttugu mörk og því höfðu aðeins tveir menn náð. Annar þeirra er Stefano Nyers en hinn Giuseppe Meazza, sem sem heimvöllur félagsins er nefndur eftir. Meazza náði þessu reyndar í fimm tímabil í röð frá 1929/30 til 1933/34. Nyersa afrekaði þetta á fjórum tímabilum í röð frá 1948/49 til 1951/52. Síðan eru liðin 72 ár en um helgina bættist þessi 26 ára Argentínumaður í hópinn. Þessu hefur Martínez náð í aðeins 22 leikjum en í fyrra skoraði hann 21 mark í 38 leikjum og tímabilið á undan var hann með 21 mark í 35 leikjum. Nú er hann aftur á móti langheitasti framherji ítölsku deildarinnar. Það er stór spurning hvort Martínez fái tækifæri til að jafna met Meazza því vitað er að áhuga á honum hjá erlendum félögum. Paris Saint Germain hefur verið nefnt sem mögulegur áfangastaður fyrir Argentínumanninn. Gott gengi í Meistaradeildinni gæti sannfært kappann um að skrifa undir nýjan samning við ítalska félagið. Stuðningsmenn Inter lifa í voninni um að missa ekki sinn besta mann. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig Atlético Madrid tekst að ráða við hinn sjóðheita Martínez í kvöld. Leikur Internazionale og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira