Loksins loksins! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. febrúar 2024 15:31 Eftir hraðlestur á tillögum ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum er ég bara nokkuð sáttur við útkomuna. Auðvitað er eitthvað þarna sem að ég hefði viljað hafa öðruvísi. En fljótt á litið er þetta nokkuð gott plagg, til að byrja með, í ljósi þess að það er unnið af þremur mismunandi og flestu leyti ólíkum flokkum. Flokki sem helst hefur engar breytingar vilja gera, flokki sem tekur ekki ákvarðanir, án þess að hlera salinn áður, en er þess á milli fjarverandi nema þegar gefið er á garðann og svo af flokki sem að hefur árum saman talað fyrir daufum eyrum, fyrir gagngerum breytingum á málaflokknum. Þessar tillögur eru þó fjarri því eitthvað lokasvar í málaflokknum. Enda heimurinn stöðugt að breytast og á jafnvel eftir að breytast á meðan að vinnu við útfærslu þessara tillagna stendur yfir. Til þess að þessar tillögur í heild skili viðunnandi árangri, þurfa hælisleitendamálin að vera í algerum forgangi. Um leið og í þeim hluta viðfangsefnisins skapast einhver ró og jafnvægi, verður hægara um verk að hrinda hinum tillögunum í framkvæmd. Leggja þarf ríka áherslu á starfsréttindahlutann. Hann er lykilinn að því að hægt verði að ráða fólk hingað með réttu menntunina til þess að takast á við nýjar áskoranir á sviði heilbrigðismála og annarra vísinda og tæknimála sem næstu ár og áratugir 21. aldarinnar leiða fram í dagsljósið. Takist það, mun það liðka verulega fyrir þeirri miklu verðmætasköpun sem nauðsynlegt er að ráðast í hér á næstu árum og áratugum, svo viðhalda megi og bæta hér um ókomin ár okkar grunnstoðir, eins og velferðar, mennta og heilbrigðiskerfi. Það hefur auðvitað öllum verið það ljóst, um allnokkuð skeið, að nauðsynlegt hefur verið að stíga inn í ríkjandi ástand af myndugleik og taka á því. Líka þeim sem af einhverjum ástæðum, sem ekki verða raktar hér hafa barist gegn breytingum á útlendingalöggjöfinni. Það er hins vegar alveg ljóst, að þeir flokkar sem berjast munu áfram gegn litlum eða stórum breytingum, til góðs á útlendingalöggjöfinni, eru og verða um ókomin ár, best geymdir í stjórnarandstöðu og helst utan þings. Það er fyrir löngu komið að ögurstund og tíminn til þess að hefjast handa er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Eftir hraðlestur á tillögum ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum er ég bara nokkuð sáttur við útkomuna. Auðvitað er eitthvað þarna sem að ég hefði viljað hafa öðruvísi. En fljótt á litið er þetta nokkuð gott plagg, til að byrja með, í ljósi þess að það er unnið af þremur mismunandi og flestu leyti ólíkum flokkum. Flokki sem helst hefur engar breytingar vilja gera, flokki sem tekur ekki ákvarðanir, án þess að hlera salinn áður, en er þess á milli fjarverandi nema þegar gefið er á garðann og svo af flokki sem að hefur árum saman talað fyrir daufum eyrum, fyrir gagngerum breytingum á málaflokknum. Þessar tillögur eru þó fjarri því eitthvað lokasvar í málaflokknum. Enda heimurinn stöðugt að breytast og á jafnvel eftir að breytast á meðan að vinnu við útfærslu þessara tillagna stendur yfir. Til þess að þessar tillögur í heild skili viðunnandi árangri, þurfa hælisleitendamálin að vera í algerum forgangi. Um leið og í þeim hluta viðfangsefnisins skapast einhver ró og jafnvægi, verður hægara um verk að hrinda hinum tillögunum í framkvæmd. Leggja þarf ríka áherslu á starfsréttindahlutann. Hann er lykilinn að því að hægt verði að ráða fólk hingað með réttu menntunina til þess að takast á við nýjar áskoranir á sviði heilbrigðismála og annarra vísinda og tæknimála sem næstu ár og áratugir 21. aldarinnar leiða fram í dagsljósið. Takist það, mun það liðka verulega fyrir þeirri miklu verðmætasköpun sem nauðsynlegt er að ráðast í hér á næstu árum og áratugum, svo viðhalda megi og bæta hér um ókomin ár okkar grunnstoðir, eins og velferðar, mennta og heilbrigðiskerfi. Það hefur auðvitað öllum verið það ljóst, um allnokkuð skeið, að nauðsynlegt hefur verið að stíga inn í ríkjandi ástand af myndugleik og taka á því. Líka þeim sem af einhverjum ástæðum, sem ekki verða raktar hér hafa barist gegn breytingum á útlendingalöggjöfinni. Það er hins vegar alveg ljóst, að þeir flokkar sem berjast munu áfram gegn litlum eða stórum breytingum, til góðs á útlendingalöggjöfinni, eru og verða um ókomin ár, best geymdir í stjórnarandstöðu og helst utan þings. Það er fyrir löngu komið að ögurstund og tíminn til þess að hefjast handa er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar