Messi vippaði yfir meiddan mann Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 07:31 Lionel Messi og félagar í Inter Miami hófu leiktíðina á sigri. Getty/Megan Briggs Lionel Messi var í sviðsljósinu þegar Inter Miami hóf nýja leiktíð í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta á því að vinna 2-0 sigur gegn Real Salt Lake í gærkvöld. Messi lagði upp fyrra mark leiksins fyrir Robert Taylor á 39. mínútu, þó að Zac MacMath væri reyndar afar nálægt því að verja skotið úr þröngu færi. The first goal of the 2024 MLS season belongs to Robert Taylor Lionel Messi plays Taylor through Real Salt Lake's defense and the Finnish forward squeezes one past Zac MacMath. @MLS pic.twitter.com/l6qk7UXpXB— The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) February 22, 2024 Gömlu Barcelona-samherjarnir Messi og Luis Suárez hjálpuðust svo að við að leggja upp seinna markið fyrir Diego Gomez tæpum tíu mínútum fyrir leikslok. Dynamic combination from Messi and Suárez sets up Inter Miami's second goal, finished by Diego Gómez #beINSPORTS Via: @MLS pic.twitter.com/nBo7xtaNyk— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) February 22, 2024 Það sem vakti hins vegar ekki síður athygli er þegar hinn 36 ára Messi sýndi töfrana í tánum undir lok fyrri hálfleiks, og vippaði boltanum snyrtilega yfir leikmann sem lá í vítateigsboga Real Salt Lake. Skotið sem á eftir fylgdi fór hins vegar beint í varnarmann eins og sjá má. Messi really chipped a player who was down injured pic.twitter.com/BN3fpsDjxy— B/R Football (@brfootball) February 22, 2024 Koma Messi til Miami síðasta sumar vakti auðvitað mikla athygli og hann vann norður-ameríska deildabikarinn með liðinu, en gengið í MLS-deildinni var afar dapurt og Inter Miami endaði í 14. og næstneðsta sæti, langt frá úrslitakeppninni. Nú hefur hinn 37 ára gamli Suárez bæst í hópinn, sem og þeir Sergio Busquets og Jordi Alba, sem allir léku með Barcelona líkt og Messi, og liðið því orðið að meistarakandídötum. David Beckham er einn af eigendum Inter Miami og næsti leikur liðsins er gegn gamla félaginu hans, LA Galaxy, á útivelli á sunnudaginn. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Sjá meira
Messi lagði upp fyrra mark leiksins fyrir Robert Taylor á 39. mínútu, þó að Zac MacMath væri reyndar afar nálægt því að verja skotið úr þröngu færi. The first goal of the 2024 MLS season belongs to Robert Taylor Lionel Messi plays Taylor through Real Salt Lake's defense and the Finnish forward squeezes one past Zac MacMath. @MLS pic.twitter.com/l6qk7UXpXB— The Athletic Soccer (@TheAthleticSCCR) February 22, 2024 Gömlu Barcelona-samherjarnir Messi og Luis Suárez hjálpuðust svo að við að leggja upp seinna markið fyrir Diego Gomez tæpum tíu mínútum fyrir leikslok. Dynamic combination from Messi and Suárez sets up Inter Miami's second goal, finished by Diego Gómez #beINSPORTS Via: @MLS pic.twitter.com/nBo7xtaNyk— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) February 22, 2024 Það sem vakti hins vegar ekki síður athygli er þegar hinn 36 ára Messi sýndi töfrana í tánum undir lok fyrri hálfleiks, og vippaði boltanum snyrtilega yfir leikmann sem lá í vítateigsboga Real Salt Lake. Skotið sem á eftir fylgdi fór hins vegar beint í varnarmann eins og sjá má. Messi really chipped a player who was down injured pic.twitter.com/BN3fpsDjxy— B/R Football (@brfootball) February 22, 2024 Koma Messi til Miami síðasta sumar vakti auðvitað mikla athygli og hann vann norður-ameríska deildabikarinn með liðinu, en gengið í MLS-deildinni var afar dapurt og Inter Miami endaði í 14. og næstneðsta sæti, langt frá úrslitakeppninni. Nú hefur hinn 37 ára gamli Suárez bæst í hópinn, sem og þeir Sergio Busquets og Jordi Alba, sem allir léku með Barcelona líkt og Messi, og liðið því orðið að meistarakandídötum. David Beckham er einn af eigendum Inter Miami og næsti leikur liðsins er gegn gamla félaginu hans, LA Galaxy, á útivelli á sunnudaginn.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Sjá meira