Ungt fólk vill völd Geir Finnsson skrifar 22. febrúar 2024 07:31 Í hvert sinn sem þjóðin gengur í gegnum erfiðleika er það ungt fólk sem stendur í framlínunni. Þegar COVID-19 faraldurinn stóð yfir var það ungt fólk sem sinnti einna helst framlínustörfum og fórnuðu nemendur félagslífi sínu og öðrum ómissandi þáttum í lífi sínu sem fást aldrei aftur. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem reynt var á seiglu og dugnað ungs fólks á krefjandi tímum og verður líklegast ekki það síðasta. Nú þegar verðbólga og aðrir efnahagsörðugleikar hafa leikið þjóðina grátt hafa helstu aðgerðir hins opinbera fórnað tækifærum ungs fólks til þess að komast inn á húsnæðismarkað, í nafni stöðugleika. Þetta ástand endurspeglar þá víðtæku þróun að á meðan við göngum í gegnum erfiðleika þykir það oftar en ekki sjálfsagt að ungt fólk beri hlutfallslega mestan þungann af þeim í þágu heildarinnar. Að hægt sé að setja líf ungs fólks á pásu á meðan hinir ná vopnum sínum á ný. Stefna óskast Landssamband ungmennafélaga (LUF) stendur vörð um hagsmuni ungs fólks og hefur því lengi kallað eftir auknu réttlæti og sanngirni í þágu yngri kynslóða. Bæði LUF og alþjóðasamfélagið hafa endurtekið bent íslenskum stjórnvöldum á þá staðreynd að hér á landi er enga heildstæða stefnu í málefnum ungs fólks að finna, ólíkt flest öllum ríkjum heims. Þetta stefnuleysi gerir það að verkum að enga haldbæra áætlun er að finna þegar kemur að því að tryggja réttindi og velferð ungra Íslendinga.Heildstæð ungmennastefna, sem mótuð væri í nánu samráði við ungt fólk, myndi ekki leysa öll vandamál þessa hóps en hún myndi svo sannarlega leiða til þess að stjórnvöld hefðu skýran leiðarvísi til að takast betur á við menntun, fjármálalæsi, atvinnu, geðheilbrigði, húsnæðismál og almenn réttindi ungs fólks. Þá fyrst væri hægt að tala um aðgerðir, í þágu ungs fólks, sem endurspegla raunverulegar þarfir og bera árangur til lengri tíma.Um þessar mundir ætla íslensk stjórnvöld þó að endurskoða æskulýðslög, sem er fagnaðarefni. Á sama tíma er útlit fyrir að núverandi frumvarpsdrög geri ekki ráð fyrir því að tekið verði tillit til lýðræðislegs umboðs og radda ungmenna. LUF hefur bent á að eldra fólk í valdastöðu virðist hafa þá tilhneigingu að vanmeta rödd ungs fólks og ganga framhjá þeim í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hagi.Völd óskastSkýr stefna um ungt fólk, samin í samráði við ungt fólk, er forsenda þess að ungt fólk geti setið til jafns við alla aðra hópa samfélagsins. Þangað til það verður að veruleika ríkir hér áfram valdaójafnvægi sem er engum til hagsbóta.Vegna þessa kallar LUF eftir því að eitthvað verði gert í málunum. Því til stuðnings efnir LUF til lýðræðishátíðar í tilefni 20 ára sambandsins, sem fer fram í tengslum við sambandsþing okkar, laugardaginn næstkomandi þann 24. febrúar í Hörpu. Þar býðst ungu fólki, úr öllum áttum, tækifæri til að mætast og ræða ekki aðeins áskoranir heldur einnig lausnir í sínum málum. Afrakstur þeirra vinnu verður síðan nýttur af LUF til að ryðja frekar veginn fyrir því að íslensk ungmenni hljóti á endanum þau völd sem óskað er eftir.Að lokumÞað er ekki sjálfsagt að ungt fólki beri samfélagslegar byrðar á herðum sér án þess að hafa nokkuð um það að segja. Við óskum eftir völdum því það er ekki óeðlileg krafa að ungt fólk fái að koma að borðinu í þeim ákvarðanatökum sem varða þeirra hagi. Það felst eingöngu ávinningur í því fyrir samfélagið að valdefla, fræða og tryggja réttindi þess hóps sem hefur mest í húfi er kemur að farsæld samfélagsins og þarf trekk í trekk að bera þungann af áskorunum þess.Þegar veigamiklar ákvarðanir eru teknar sem varða okkar hagsmuni þá er lágmark að rödd okkar verði gefinn gaumur. Ef stjórnvöld mörkuðu sér skýra stefnu í málefnum ungs fólks þá gætum við fyrst hugsað okkur sanngjarnari leikreglur sem kæmu öllum til góðs. Við eigum einfaldlega betra skilið.Höfundur er fráfarandi forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga20. ára afmæli félagsins verður haldið með lýðræðisráðstefnu í Hörpu á laugardaginn.Skráning fer fram hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Félagasamtök Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í hvert sinn sem þjóðin gengur í gegnum erfiðleika er það ungt fólk sem stendur í framlínunni. Þegar COVID-19 faraldurinn stóð yfir var það ungt fólk sem sinnti einna helst framlínustörfum og fórnuðu nemendur félagslífi sínu og öðrum ómissandi þáttum í lífi sínu sem fást aldrei aftur. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem reynt var á seiglu og dugnað ungs fólks á krefjandi tímum og verður líklegast ekki það síðasta. Nú þegar verðbólga og aðrir efnahagsörðugleikar hafa leikið þjóðina grátt hafa helstu aðgerðir hins opinbera fórnað tækifærum ungs fólks til þess að komast inn á húsnæðismarkað, í nafni stöðugleika. Þetta ástand endurspeglar þá víðtæku þróun að á meðan við göngum í gegnum erfiðleika þykir það oftar en ekki sjálfsagt að ungt fólk beri hlutfallslega mestan þungann af þeim í þágu heildarinnar. Að hægt sé að setja líf ungs fólks á pásu á meðan hinir ná vopnum sínum á ný. Stefna óskast Landssamband ungmennafélaga (LUF) stendur vörð um hagsmuni ungs fólks og hefur því lengi kallað eftir auknu réttlæti og sanngirni í þágu yngri kynslóða. Bæði LUF og alþjóðasamfélagið hafa endurtekið bent íslenskum stjórnvöldum á þá staðreynd að hér á landi er enga heildstæða stefnu í málefnum ungs fólks að finna, ólíkt flest öllum ríkjum heims. Þetta stefnuleysi gerir það að verkum að enga haldbæra áætlun er að finna þegar kemur að því að tryggja réttindi og velferð ungra Íslendinga.Heildstæð ungmennastefna, sem mótuð væri í nánu samráði við ungt fólk, myndi ekki leysa öll vandamál þessa hóps en hún myndi svo sannarlega leiða til þess að stjórnvöld hefðu skýran leiðarvísi til að takast betur á við menntun, fjármálalæsi, atvinnu, geðheilbrigði, húsnæðismál og almenn réttindi ungs fólks. Þá fyrst væri hægt að tala um aðgerðir, í þágu ungs fólks, sem endurspegla raunverulegar þarfir og bera árangur til lengri tíma.Um þessar mundir ætla íslensk stjórnvöld þó að endurskoða æskulýðslög, sem er fagnaðarefni. Á sama tíma er útlit fyrir að núverandi frumvarpsdrög geri ekki ráð fyrir því að tekið verði tillit til lýðræðislegs umboðs og radda ungmenna. LUF hefur bent á að eldra fólk í valdastöðu virðist hafa þá tilhneigingu að vanmeta rödd ungs fólks og ganga framhjá þeim í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hagi.Völd óskastSkýr stefna um ungt fólk, samin í samráði við ungt fólk, er forsenda þess að ungt fólk geti setið til jafns við alla aðra hópa samfélagsins. Þangað til það verður að veruleika ríkir hér áfram valdaójafnvægi sem er engum til hagsbóta.Vegna þessa kallar LUF eftir því að eitthvað verði gert í málunum. Því til stuðnings efnir LUF til lýðræðishátíðar í tilefni 20 ára sambandsins, sem fer fram í tengslum við sambandsþing okkar, laugardaginn næstkomandi þann 24. febrúar í Hörpu. Þar býðst ungu fólki, úr öllum áttum, tækifæri til að mætast og ræða ekki aðeins áskoranir heldur einnig lausnir í sínum málum. Afrakstur þeirra vinnu verður síðan nýttur af LUF til að ryðja frekar veginn fyrir því að íslensk ungmenni hljóti á endanum þau völd sem óskað er eftir.Að lokumÞað er ekki sjálfsagt að ungt fólki beri samfélagslegar byrðar á herðum sér án þess að hafa nokkuð um það að segja. Við óskum eftir völdum því það er ekki óeðlileg krafa að ungt fólk fái að koma að borðinu í þeim ákvarðanatökum sem varða þeirra hagi. Það felst eingöngu ávinningur í því fyrir samfélagið að valdefla, fræða og tryggja réttindi þess hóps sem hefur mest í húfi er kemur að farsæld samfélagsins og þarf trekk í trekk að bera þungann af áskorunum þess.Þegar veigamiklar ákvarðanir eru teknar sem varða okkar hagsmuni þá er lágmark að rödd okkar verði gefinn gaumur. Ef stjórnvöld mörkuðu sér skýra stefnu í málefnum ungs fólks þá gætum við fyrst hugsað okkur sanngjarnari leikreglur sem kæmu öllum til góðs. Við eigum einfaldlega betra skilið.Höfundur er fráfarandi forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga20. ára afmæli félagsins verður haldið með lýðræðisráðstefnu í Hörpu á laugardaginn.Skráning fer fram hér.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun