Atvinnurekstur er allra hagur Gunnar Úlfarsson skrifar 22. febrúar 2024 12:30 Öll höfum við sameiginlega hagsmuni af því að lífskjör séu sem best á Íslandi. Það á ekki síður við hjá fyrirtækjum en til eru þau sem vilja telja öðrum trú um að hagsmunirnir séu ekki þeir sömu. Slíkar staðhæfingar gætu ekki verið fjær sannleikanum. Íslensk fyrirtæki keppa sín á milli um færasta starfsfólkið með því að bjóða sem best kaup og kjör. Í ofanálag á íslenskt atvinnulíf í virkri samkeppni við aðrar þjóðir um fólk. Séu lífsgæði hérlendis ekki betri en annars staðar, eða í það minnsta jafngóð, myndu fáir kjósa að flytjast til landsins og við yrðum fljótt uppiskroppa með mannauð. Án fyrirtækja er engin atvinna Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að til séu þeir sem bæði geta stofnað og rekið fyrirtæki. Það skiptir því miklu að gata þeirra einstaklinga sé greidd en með því má einnig tryggja að allir fái tækifæri til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Sömu aðilarnir þurfa einnig að hafa greitt aðgengi að fjármagni svo unnt sé að fjárfesta í búnaði og tækjum sem auka afköst starfsmanna. Uppruni fjármagnsins getur verið eigið fé, lánsfé eða gróði. Til þess að geta svo greitt starfsmanninum laun fyrir sitt framlag þarf fyrirtækinu að ganga skaplega. Fyrirtæki, sem vegnar betur, geta einnig greitt hærri laun. Þess vegna mætti gera ráð fyrir því að starfsmenn vilji hag fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá sem mestan. Í grundvallaratriðum hafa atvinnurekendur og launafólk nefnilega sömu hagsmuna að gæta. Arðbærari fyrirtæki geta borgað betur Enginn rekstur er án áhættu en blessunarlega er til fólk sem er tilbúið að taka þá áhættu. Þeir sem kjósa að binda tíma eða fjármagn í fyrirtækjum ættu því að gera kröfu um ásættanlega ávöxtun eigin fjár. Án arðsemi myndu fæstir stunda atvinnurekstur. Þess vegna skiptir íslenskt samfélag miklu máli að við búum að arðbærum atvinnugreinum en að öllu jöfnu borga þær einnig betur og ráðast frekar í fjárfestingar sem auka framleiðni og verðmætasköpun. Þótt staðan sé góð í sumum atvinnugreinum þá á það hvorki við um allar atvinnugreinar né öll þau 19.000 fyrirtæki sem greiða laun á Íslandi. Í kjaraviðræðum eru gjarnan dregnar fram tölur um arðsemi atvinnugreina og jafnvel einstakra fyrirtækja sem viðmið um hvað sé til skiptanna. Slík nálgun skautar framhjá þeirri sundurleitni sem finnst í afkomu íslenskra fyrirtækja. Árin 2019 – 2022 var afkoma jákvæð sem hlutfall af tekjum í um tveimur af hverjum þremur atvinnugreinum (mynd 1). Af þeim fyrirtækjum sem höfðu jákvæða afkomu var aðeins rúmlega helmingur þeirra með afkomu umfram almennar verðlagshækkanir. Þá sést einnig að þó svo að sumum atvinnugreinum gangi vel um þessar mundir hafa aðrar ekki enn náð sér á strik eftir heimsfaraldur. Að styðjast við arðsemistölur hjá einu fyrirtæki eða atvinnugrein og setja sem viðmið um launahækkanir í annarri mun leiða af sér niðurstöðu sem vinnur gegn sameiginlegum hagsmunum og yfirlýstum markmiðum kjarasamninga, að vinna bug á verðbólgunni. Fyrirtækin reyna að vinna bug á verðbólgunni Atvinnulífið hefur umtalsverða hagsmuni af því að ná niður verðbólgunni enda þrífst atvinnurekstur illa ef stöðugleiki er ekki fyrir hendi. Í þeirri viðleitni hafa mörg fyrirtæki sýnt eindreginn vilja til að halda aftur af verðlagshækkunum og sum jafnvel gengið svo langt að frysta verð tímabundið. Greining Seðlabankans á tilurð verðbólgunnar leiddi í ljós að íslensk fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu. Í Peningamálum sem voru gefin út í nóvember sl. kom fram að álagning innlendra fyrirtækja hefði ekki vegið þungt í þróun verðbólgu árin 2019 – 2022 (mynd 2). Aukna verðbólgu megi fyrst og fremst rekja til óvæntra skella og benda gögnin til þess að hæglega megi fullyrða að fyrirtækin hafi unnið gegn verðbólgu með hóflegri álagningu. Meintum staðhæfingum um hagnaðardrifna verðbólgu hefur þannig verið vísað á bug. Það kemur fæstum á óvart að fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar er enn tíðrætt um gróðaverðbólguna og gefa ekki mikið fyrir greiningu Seðlabankans. Það sem vekur hins vegar sérstaka athygli er að sömu aðilarnir dæmi orð Seðlabankastjóra trúverðug, þegar hann segir að forsenduákvæði í kjarasamningum um vaxtalækkanir vegi ekki að sjálfstæði bankans. Látum það liggja á milli hluta. Hagsmunirnir eru sameiginlegir Að öllu virtu er ljóst að hagsmunir atvinnulífs og heimila fari saman. Á meðan aðilar vinnumarkaðarins karpa um hvernig skipta eigi verðmætunum þá eru það fyrirtæki og starfsfólk sem vinna saman að verðmætasköpuninni. Það er skýr vitnisburður um sameiginlega hagsmuni atvinnulífs og heimila, enda móta þau saman grundvöll þeirra lífskjara sem þjóðin hefur átt að venjast. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Gunnar Úlfarsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Öll höfum við sameiginlega hagsmuni af því að lífskjör séu sem best á Íslandi. Það á ekki síður við hjá fyrirtækjum en til eru þau sem vilja telja öðrum trú um að hagsmunirnir séu ekki þeir sömu. Slíkar staðhæfingar gætu ekki verið fjær sannleikanum. Íslensk fyrirtæki keppa sín á milli um færasta starfsfólkið með því að bjóða sem best kaup og kjör. Í ofanálag á íslenskt atvinnulíf í virkri samkeppni við aðrar þjóðir um fólk. Séu lífsgæði hérlendis ekki betri en annars staðar, eða í það minnsta jafngóð, myndu fáir kjósa að flytjast til landsins og við yrðum fljótt uppiskroppa með mannauð. Án fyrirtækja er engin atvinna Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að til séu þeir sem bæði geta stofnað og rekið fyrirtæki. Það skiptir því miklu að gata þeirra einstaklinga sé greidd en með því má einnig tryggja að allir fái tækifæri til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Sömu aðilarnir þurfa einnig að hafa greitt aðgengi að fjármagni svo unnt sé að fjárfesta í búnaði og tækjum sem auka afköst starfsmanna. Uppruni fjármagnsins getur verið eigið fé, lánsfé eða gróði. Til þess að geta svo greitt starfsmanninum laun fyrir sitt framlag þarf fyrirtækinu að ganga skaplega. Fyrirtæki, sem vegnar betur, geta einnig greitt hærri laun. Þess vegna mætti gera ráð fyrir því að starfsmenn vilji hag fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá sem mestan. Í grundvallaratriðum hafa atvinnurekendur og launafólk nefnilega sömu hagsmuna að gæta. Arðbærari fyrirtæki geta borgað betur Enginn rekstur er án áhættu en blessunarlega er til fólk sem er tilbúið að taka þá áhættu. Þeir sem kjósa að binda tíma eða fjármagn í fyrirtækjum ættu því að gera kröfu um ásættanlega ávöxtun eigin fjár. Án arðsemi myndu fæstir stunda atvinnurekstur. Þess vegna skiptir íslenskt samfélag miklu máli að við búum að arðbærum atvinnugreinum en að öllu jöfnu borga þær einnig betur og ráðast frekar í fjárfestingar sem auka framleiðni og verðmætasköpun. Þótt staðan sé góð í sumum atvinnugreinum þá á það hvorki við um allar atvinnugreinar né öll þau 19.000 fyrirtæki sem greiða laun á Íslandi. Í kjaraviðræðum eru gjarnan dregnar fram tölur um arðsemi atvinnugreina og jafnvel einstakra fyrirtækja sem viðmið um hvað sé til skiptanna. Slík nálgun skautar framhjá þeirri sundurleitni sem finnst í afkomu íslenskra fyrirtækja. Árin 2019 – 2022 var afkoma jákvæð sem hlutfall af tekjum í um tveimur af hverjum þremur atvinnugreinum (mynd 1). Af þeim fyrirtækjum sem höfðu jákvæða afkomu var aðeins rúmlega helmingur þeirra með afkomu umfram almennar verðlagshækkanir. Þá sést einnig að þó svo að sumum atvinnugreinum gangi vel um þessar mundir hafa aðrar ekki enn náð sér á strik eftir heimsfaraldur. Að styðjast við arðsemistölur hjá einu fyrirtæki eða atvinnugrein og setja sem viðmið um launahækkanir í annarri mun leiða af sér niðurstöðu sem vinnur gegn sameiginlegum hagsmunum og yfirlýstum markmiðum kjarasamninga, að vinna bug á verðbólgunni. Fyrirtækin reyna að vinna bug á verðbólgunni Atvinnulífið hefur umtalsverða hagsmuni af því að ná niður verðbólgunni enda þrífst atvinnurekstur illa ef stöðugleiki er ekki fyrir hendi. Í þeirri viðleitni hafa mörg fyrirtæki sýnt eindreginn vilja til að halda aftur af verðlagshækkunum og sum jafnvel gengið svo langt að frysta verð tímabundið. Greining Seðlabankans á tilurð verðbólgunnar leiddi í ljós að íslensk fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu. Í Peningamálum sem voru gefin út í nóvember sl. kom fram að álagning innlendra fyrirtækja hefði ekki vegið þungt í þróun verðbólgu árin 2019 – 2022 (mynd 2). Aukna verðbólgu megi fyrst og fremst rekja til óvæntra skella og benda gögnin til þess að hæglega megi fullyrða að fyrirtækin hafi unnið gegn verðbólgu með hóflegri álagningu. Meintum staðhæfingum um hagnaðardrifna verðbólgu hefur þannig verið vísað á bug. Það kemur fæstum á óvart að fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar er enn tíðrætt um gróðaverðbólguna og gefa ekki mikið fyrir greiningu Seðlabankans. Það sem vekur hins vegar sérstaka athygli er að sömu aðilarnir dæmi orð Seðlabankastjóra trúverðug, þegar hann segir að forsenduákvæði í kjarasamningum um vaxtalækkanir vegi ekki að sjálfstæði bankans. Látum það liggja á milli hluta. Hagsmunirnir eru sameiginlegir Að öllu virtu er ljóst að hagsmunir atvinnulífs og heimila fari saman. Á meðan aðilar vinnumarkaðarins karpa um hvernig skipta eigi verðmætunum þá eru það fyrirtæki og starfsfólk sem vinna saman að verðmætasköpuninni. Það er skýr vitnisburður um sameiginlega hagsmuni atvinnulífs og heimila, enda móta þau saman grundvöll þeirra lífskjara sem þjóðin hefur átt að venjast. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun