Hvað er innifalið í að þekkja fólk Matthildur Björnsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 17:01 Guðni forseti var að nefna vandann með fámennið á Íslandi, á Vísi þann 17. febrúar 2024. Þau orð minntu mig á það viðhorf og fullyrðingu sem ég heyrði mikið um. Það var að við þekktum nágranna okkar vel og líka alla ættingjana. En ég lærði að sjá og skilja að það er ekki satt. Af því að við þekkjum ekki innri manninn í þeim, ef við höfum aldrei setið með þeim og heyrt þau tjá sig um verðgildi sín eða líðan. Móðir Bjarkar söngkonu ólst upp í sömu götu og ég, en ég þekkti hana ekki neitt persónulega, vissi bara hvernig hún leit út. Svo seinna sá ég að hún hafði alið Björk vel upp og veitt henni það að hafa það sjálfstraust og öryggi sem ekki allar stelpur fengu. Ég er elst af fimm systrum, en get ekki sagt að ég þekki þær allar mjög vel. Svo er ég eins og ótal Íslendingar af fjölmennri ætt, en þekki það lið hreinlega ekki neitt persónulega, þó að ég viti nöfnin á mörgum þeirra. Af minni reynslu er mikið meira falið í að geta sagt að maður þekki aðra í kring um sig og jafnvel eigin fjölskyldumeðlimi. Á meðan allir eru börn er auðveldara að álykta að þessi þekking sé til staðar. Því að þá á meðan sakleysið er í barninu og sterkari hlið einstaklings upplifunar í hverjum og einum er ekki komin upp og hvað þau muni gera til að vinna fyrir sér í framtíðinni. Hver þau muni reynast sem persónuleikar er ekki heldur endilega komið í ljós, frekar en annað sem rís seinna eftir að árunum í lífinu fjölgar og einstaklingar finna meira út um sig og hvert lífsferð þeirra sé heitið. Svo er það kannski hugsanlegur ótti um að leyfa öðrum að komast inn að sér vegna fámennisins og ótta við slúður um sig. Af hverju vilja svo margir telja að þeir þekki nágranna sína frá því að vita bara hvernig þeir líta út? Svo minntist Guðni á kjaftasögur. Þær eru sérkennileg sálfræðileg tilfelli sem geta haft ótal ástæður. Getgátur, þörf fyrir að hefja sig yfir aðra og löngun eftir athygli í samfélagi sem hefur séð það sem ljótt og rangt að spyrja vini og ættingja spurninga sem sýna áhuga fyrir því hver þau eru. Atriði sem geta veitt dýpri innsýn í viðkomandi og um leið líklegra til að byggja meiri nánd en blaðrið í kjaftasögunum. Af hverju einstaklingar hafi ekki viljað fá spurningar, er svo annað athyglisvert atriði. Ég man til dæmis að það þótti og var séð sem dónaskapur að spyrja aðra persónulegra spurninga. Það hefði þó breytt lífi mínu til hins betra ef ég hefði fengið tvær spurningar á sitt hvoru tímabilinu í lífi mínu.Sú fyrri sem ég hefði þurft að fá, hefði verið um val á skóla (sem ég hefði þurft að fara til í strætó, af því að þá hafði enginn barnaskóli komið upp í hverfinu mínu). Ég hefði sem níu ára barn valið að halda áfram í þeim skóla sem ég var í, en mér var ráðstafað til að fara í annan skóla, af því að móðir mín taldi að það væri réttara að ég færi í hann, af því að hún „taldi sig þekkja fólk í því hverfi“. Það varð svo reynsla sem hefði verið betra fyrir mig að sleppa. Síðari spurningin sem kom ekki heldur, hefði breytt miklu fyrir framtíð mína og barna minna. Viðhorfið að baki því að hún kom ekki, var frá ótal vanþroskuðum atriðum í samfélaginu þá. Svo að það er dýrmætt fyrir foreldra að hugsa um að finna út hvað börnin hugsi um atriði sem snerti líf þeirra og framtíð áður en þeim er ráðstafað. Ég er viss um að það myndu margir hafa upplifað eitthvað svipað, af því að foreldrar áttu að vita meira og betur en börnin. En börn vita alla vega oft hvað sé rétt fyrir þau og ættu að fá opin tjáskipti við að taka þær ákvarðanir sem skiptir þau máli, þegar það er mögulegt. Auðvitað skiptir máli hvernig tónn er í mannveru sem spyr og að það sé ekki einskonar neikvæð fyrirfram gagnrýnin yfirheyrsla. Réttar og opnar spurningar með hlýju viðmóti geta skipt sköpum í betri átt í lífi og framtíð fólks. Og kannski gert kjaftasögur óþarfar? Við að hafa búið í milljóna samfélagi í meira en þrjátíu og fimm ár hefur sýnt mér og sannað að orka andrúmslofts og viðhorfa er litríkari. Efni í íslenskum fjölmiðlum er líka að sýna að sumir af yngri kynslóðunum eru að læra það frá ferðum sínum um heiminn og sumir að kjósa líf í öðru landi. Matthildur Björnsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Guðni forseti var að nefna vandann með fámennið á Íslandi, á Vísi þann 17. febrúar 2024. Þau orð minntu mig á það viðhorf og fullyrðingu sem ég heyrði mikið um. Það var að við þekktum nágranna okkar vel og líka alla ættingjana. En ég lærði að sjá og skilja að það er ekki satt. Af því að við þekkjum ekki innri manninn í þeim, ef við höfum aldrei setið með þeim og heyrt þau tjá sig um verðgildi sín eða líðan. Móðir Bjarkar söngkonu ólst upp í sömu götu og ég, en ég þekkti hana ekki neitt persónulega, vissi bara hvernig hún leit út. Svo seinna sá ég að hún hafði alið Björk vel upp og veitt henni það að hafa það sjálfstraust og öryggi sem ekki allar stelpur fengu. Ég er elst af fimm systrum, en get ekki sagt að ég þekki þær allar mjög vel. Svo er ég eins og ótal Íslendingar af fjölmennri ætt, en þekki það lið hreinlega ekki neitt persónulega, þó að ég viti nöfnin á mörgum þeirra. Af minni reynslu er mikið meira falið í að geta sagt að maður þekki aðra í kring um sig og jafnvel eigin fjölskyldumeðlimi. Á meðan allir eru börn er auðveldara að álykta að þessi þekking sé til staðar. Því að þá á meðan sakleysið er í barninu og sterkari hlið einstaklings upplifunar í hverjum og einum er ekki komin upp og hvað þau muni gera til að vinna fyrir sér í framtíðinni. Hver þau muni reynast sem persónuleikar er ekki heldur endilega komið í ljós, frekar en annað sem rís seinna eftir að árunum í lífinu fjölgar og einstaklingar finna meira út um sig og hvert lífsferð þeirra sé heitið. Svo er það kannski hugsanlegur ótti um að leyfa öðrum að komast inn að sér vegna fámennisins og ótta við slúður um sig. Af hverju vilja svo margir telja að þeir þekki nágranna sína frá því að vita bara hvernig þeir líta út? Svo minntist Guðni á kjaftasögur. Þær eru sérkennileg sálfræðileg tilfelli sem geta haft ótal ástæður. Getgátur, þörf fyrir að hefja sig yfir aðra og löngun eftir athygli í samfélagi sem hefur séð það sem ljótt og rangt að spyrja vini og ættingja spurninga sem sýna áhuga fyrir því hver þau eru. Atriði sem geta veitt dýpri innsýn í viðkomandi og um leið líklegra til að byggja meiri nánd en blaðrið í kjaftasögunum. Af hverju einstaklingar hafi ekki viljað fá spurningar, er svo annað athyglisvert atriði. Ég man til dæmis að það þótti og var séð sem dónaskapur að spyrja aðra persónulegra spurninga. Það hefði þó breytt lífi mínu til hins betra ef ég hefði fengið tvær spurningar á sitt hvoru tímabilinu í lífi mínu.Sú fyrri sem ég hefði þurft að fá, hefði verið um val á skóla (sem ég hefði þurft að fara til í strætó, af því að þá hafði enginn barnaskóli komið upp í hverfinu mínu). Ég hefði sem níu ára barn valið að halda áfram í þeim skóla sem ég var í, en mér var ráðstafað til að fara í annan skóla, af því að móðir mín taldi að það væri réttara að ég færi í hann, af því að hún „taldi sig þekkja fólk í því hverfi“. Það varð svo reynsla sem hefði verið betra fyrir mig að sleppa. Síðari spurningin sem kom ekki heldur, hefði breytt miklu fyrir framtíð mína og barna minna. Viðhorfið að baki því að hún kom ekki, var frá ótal vanþroskuðum atriðum í samfélaginu þá. Svo að það er dýrmætt fyrir foreldra að hugsa um að finna út hvað börnin hugsi um atriði sem snerti líf þeirra og framtíð áður en þeim er ráðstafað. Ég er viss um að það myndu margir hafa upplifað eitthvað svipað, af því að foreldrar áttu að vita meira og betur en börnin. En börn vita alla vega oft hvað sé rétt fyrir þau og ættu að fá opin tjáskipti við að taka þær ákvarðanir sem skiptir þau máli, þegar það er mögulegt. Auðvitað skiptir máli hvernig tónn er í mannveru sem spyr og að það sé ekki einskonar neikvæð fyrirfram gagnrýnin yfirheyrsla. Réttar og opnar spurningar með hlýju viðmóti geta skipt sköpum í betri átt í lífi og framtíð fólks. Og kannski gert kjaftasögur óþarfar? Við að hafa búið í milljóna samfélagi í meira en þrjátíu og fimm ár hefur sýnt mér og sannað að orka andrúmslofts og viðhorfa er litríkari. Efni í íslenskum fjölmiðlum er líka að sýna að sumir af yngri kynslóðunum eru að læra það frá ferðum sínum um heiminn og sumir að kjósa líf í öðru landi. Matthildur Björnsdóttir.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun