Tveir milljarðar í leiðtogafundinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2024 10:37 Gríðarlegur viðbúnaður var við Hörpu í maí í fyrra vegna fundarins og mikill fjöldi þungvopnaðra lögreglumanna. Vísir/Vilhelm Heildarkostnaður stjórnvalda vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí á síðasta ári nam alls tveimur milljörðum króna samkvæmt uppgjöri utanríkisráðuneytisins og upplýsingum frá ríkislögreglustjóra og innviðaráðuneyti. Kostnaðurinn skýrist fyrst og fremst af umfangi fundarins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þar kemur fram að leiðtogafundinn hafi verið sóttur af fulltrúum allra 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, þar af 37 þjóðarleiðtogar og forsætisráðherra, auk háttsettra fulltrúa alþjóðastofnana og fimm áheyrnarríkja ráðsins. Samtals komu 65 erlendar sendinefndir og hátt í eitt þúsund gestir til landsins auk fleiri en tvöhundruð erlendra blaðamanna. Fram kemur í svarinu að í fjárlögum 2023 hafi eingöngu verið gert ráð fyrir að haldinn yrði umfangsminni fundur en svo reyndist vera. Áætlað var að heildarkostnaðurinn yrði rúmur 1,3 milljarður en fundurinn hafi síðar reynst stærri en gert var ráð fyrir. Þannig hafi heildarútgjöld lögreglu reynst nokkuð hærri en gert var ráð fyrir af ófyrirséðum ástæðum. Þau námu 1.560 milljónum króna. Meiri þörf reyndist fyrir aðstoð erlendra lögreglumanna og sérhæfðan búnað erlendis frá, svo sem sérhæfðra bíla og lengri þjálfun og undirbúning. Þá hafi erlendar sendinefndir reynst stærri en gert var ráð fyrir í upphafi svo leggja þurfti til fleiri bíla og sérþjálfaða ökumenn frá lögreglu auk búnaðar. Þær hafi auk þess dvalið lengur en gert hafði verið ráð fyrir og viðbúnaður lögreglu því varið lengur. Fram kemur í svarinu að engir bílar hafi verið keyptir vegna fundarins. Allir bílar hafi verið leigðir af bílaleigum og bílaumboðum utan tíu bíla í eigu Stjórnarráðsins sem lánaðar hafi verið í verkefnið. Heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins vegna fundarins varð 423 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir kostnaði upp á 432 milljónir. Þar vó kostnaður við umgjörð fundarins mestu eða 106 milljónum, þá fóru 90 milljónir í laun til starfsfólks. 61 milljón í samgöngur og 103 milljónir í leigu og kaup á nauðsynlegum búnaði meðal annars vegna túlkaþjónustu. Önnur aðkeypt þjónusta vegna streymis og útsendingu, til listamann og í prentun og merkingar var 63 milljónir króna. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Utanríkismál Reykjavík Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Sendu símanúmer og heimilisfang Ólafar á aðstoðarmann Ásthildar í textaskilaboðum Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Fleiri fréttir Liggi mikið á að finna verkefni Carbfix nýjan stað Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Sendu símanúmer og heimilisfang Ólafar á aðstoðarmann Ásthildar í textaskilaboðum Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Sjá meira
Kostnaðurinn skýrist fyrst og fremst af umfangi fundarins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þar kemur fram að leiðtogafundinn hafi verið sóttur af fulltrúum allra 46 aðildarríkja Evrópuráðsins, þar af 37 þjóðarleiðtogar og forsætisráðherra, auk háttsettra fulltrúa alþjóðastofnana og fimm áheyrnarríkja ráðsins. Samtals komu 65 erlendar sendinefndir og hátt í eitt þúsund gestir til landsins auk fleiri en tvöhundruð erlendra blaðamanna. Fram kemur í svarinu að í fjárlögum 2023 hafi eingöngu verið gert ráð fyrir að haldinn yrði umfangsminni fundur en svo reyndist vera. Áætlað var að heildarkostnaðurinn yrði rúmur 1,3 milljarður en fundurinn hafi síðar reynst stærri en gert var ráð fyrir. Þannig hafi heildarútgjöld lögreglu reynst nokkuð hærri en gert var ráð fyrir af ófyrirséðum ástæðum. Þau námu 1.560 milljónum króna. Meiri þörf reyndist fyrir aðstoð erlendra lögreglumanna og sérhæfðan búnað erlendis frá, svo sem sérhæfðra bíla og lengri þjálfun og undirbúning. Þá hafi erlendar sendinefndir reynst stærri en gert var ráð fyrir í upphafi svo leggja þurfti til fleiri bíla og sérþjálfaða ökumenn frá lögreglu auk búnaðar. Þær hafi auk þess dvalið lengur en gert hafði verið ráð fyrir og viðbúnaður lögreglu því varið lengur. Fram kemur í svarinu að engir bílar hafi verið keyptir vegna fundarins. Allir bílar hafi verið leigðir af bílaleigum og bílaumboðum utan tíu bíla í eigu Stjórnarráðsins sem lánaðar hafi verið í verkefnið. Heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins vegna fundarins varð 423 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir kostnaði upp á 432 milljónir. Þar vó kostnaður við umgjörð fundarins mestu eða 106 milljónum, þá fóru 90 milljónir í laun til starfsfólks. 61 milljón í samgöngur og 103 milljónir í leigu og kaup á nauðsynlegum búnaði meðal annars vegna túlkaþjónustu. Önnur aðkeypt þjónusta vegna streymis og útsendingu, til listamann og í prentun og merkingar var 63 milljónir króna.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Utanríkismál Reykjavík Rekstur hins opinbera Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Sendu símanúmer og heimilisfang Ólafar á aðstoðarmann Ásthildar í textaskilaboðum Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Fleiri fréttir Liggi mikið á að finna verkefni Carbfix nýjan stað Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Sendu símanúmer og heimilisfang Ólafar á aðstoðarmann Ásthildar í textaskilaboðum Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Sjá meira