Wendy Williams með málstol og framheilabilun Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. febrúar 2024 18:24 Williams var lengi með sinn eigin spjallþátt þar sem hún vakti gjarnan athygli fyrir orkumikla og galsakennda framkomu. AP Wendy Williams, þáttastjórnandi, hefur greinst með málstol og framheilabilun. Greiningin er nákvæmlega sú sama og leikarin Bruce Willis hlaut árið 2022. Hin 59 ára Williams hlaut greininguna í fyrra en aðstoðarmenn hennar greindu frá fréttunum til að bregðast við orðrómum um hrakandi heilsu hennar. Williams er þekktust fyrir að hafa stýrt sínum eigin spjallþætti, The Wendy Williams Show en hún vakti þar mikla athygli fyrir hispursleysi og vélbyssukjaft sinn. Þættirnir voru á skjánum frá 2008 til 2022 en nú hefur komið í ljós að þeir hættu göngu sinni vegna heilsuerfiðleika hennar. Teymi Williams greindi frá fréttunum í tilkynningu á fimmtudag til að „leiðrétta ónákvæma og særandi orðróma um heilsu hennar“. Daginn áður höfðu fjölskyldumeðlimir Williams greint frá því í viðtali við People að Williams væri stödd í vistunarúrræði og að heilsu hennar hrakaði hratt. Hefur verið opin um heilsu sína Í tilkynningunni sagði að Wendy hefði í gegnum tíðina verið opin um heilsu sína og baráttu sína við bæði Graves sjúkdóm og vessabjúg. Því hefði verið ákveðið að greina einnig frá yfirstandandi baráttu hennar við heilabilunina. „Undanfarin ár hafa á köflum vaknað spurningar um hæfni Wendyar til að vinna úr upplýsingum og hafa margir velt vöngum yfir ásigkomulagi hennar, sérstaklega þegar hún byrjaði að gleyma orðum, láta óreglulega og eiga í erfiðleikum með að skilja fjármálaviðskipti,“ sagði í tilkynningunni. Málstol er taugakerfisheilkenni sem hefur áhrif á færni fólks til að tjá hugsanir sínar og geta sjúklingar glatað færni til að bæði tala og skrifa. Framheilabilun (e. FTD) er sjaldgæf tegund af heilabilun sem veldur skaða á vinstra heilahveli og hefur áhrif á tungumála- og samskiptafærni. Einkenni sjúkdómsins versna eftir því sem á líður, hægt er að meðhöndla einkennin en það er engin leið að stöðva framgöngu hans. Bandaríkin Heilsa Tengdar fréttir Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. 6. febrúar 2024 09:28 Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54 Mest lesið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fleiri fréttir Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Sjá meira
Hin 59 ára Williams hlaut greininguna í fyrra en aðstoðarmenn hennar greindu frá fréttunum til að bregðast við orðrómum um hrakandi heilsu hennar. Williams er þekktust fyrir að hafa stýrt sínum eigin spjallþætti, The Wendy Williams Show en hún vakti þar mikla athygli fyrir hispursleysi og vélbyssukjaft sinn. Þættirnir voru á skjánum frá 2008 til 2022 en nú hefur komið í ljós að þeir hættu göngu sinni vegna heilsuerfiðleika hennar. Teymi Williams greindi frá fréttunum í tilkynningu á fimmtudag til að „leiðrétta ónákvæma og særandi orðróma um heilsu hennar“. Daginn áður höfðu fjölskyldumeðlimir Williams greint frá því í viðtali við People að Williams væri stödd í vistunarúrræði og að heilsu hennar hrakaði hratt. Hefur verið opin um heilsu sína Í tilkynningunni sagði að Wendy hefði í gegnum tíðina verið opin um heilsu sína og baráttu sína við bæði Graves sjúkdóm og vessabjúg. Því hefði verið ákveðið að greina einnig frá yfirstandandi baráttu hennar við heilabilunina. „Undanfarin ár hafa á köflum vaknað spurningar um hæfni Wendyar til að vinna úr upplýsingum og hafa margir velt vöngum yfir ásigkomulagi hennar, sérstaklega þegar hún byrjaði að gleyma orðum, láta óreglulega og eiga í erfiðleikum með að skilja fjármálaviðskipti,“ sagði í tilkynningunni. Málstol er taugakerfisheilkenni sem hefur áhrif á færni fólks til að tjá hugsanir sínar og geta sjúklingar glatað færni til að bæði tala og skrifa. Framheilabilun (e. FTD) er sjaldgæf tegund af heilabilun sem veldur skaða á vinstra heilahveli og hefur áhrif á tungumála- og samskiptafærni. Einkenni sjúkdómsins versna eftir því sem á líður, hægt er að meðhöndla einkennin en það er engin leið að stöðva framgöngu hans.
Bandaríkin Heilsa Tengdar fréttir Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. 6. febrúar 2024 09:28 Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54 Mest lesið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fleiri fréttir Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Sjá meira
Eiginkona Bruce Willis skrifar bók um reynslu sína af heilabilun Emma Heming Willis, eiginkona stórleikarans Bruce Willis, situr að skrifum og hyggst gefa út bók um reynslu sína eftir að eiginmaðurinn greindist með heilabilun. 6. febrúar 2024 09:28
Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. 6. mars 2023 22:54