Mistök markvarðar Mainz tryggði Leverkusen sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 21:46 Sigurmarkinu fagnað. Alexander Hassenstein/Getty Images Bayer Leverkusen vann 2-1 sigur á Mainz í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörður gestanna gerðist sekur um slæm mistök sem þýða að Leverkusen er nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Granit Xhaka kom heimaliðinu yfir með góðu skoti strax á þriðju mínútu og leit þá út fyrir að toppliðið ætlaði hreinlega að ganga frá gestunum strax í upphafi. Annað kom þó á daginn og aðeins átta mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem var spyrnt inn á teig, Silvan Widmer skallaði fyrir markið og Dminik Kohr jafnaði metin með fínum skalla. Allt orðið jafnt og þannig var staðan í hálfleik. Staðan var jöfn 1-1 allt þangað til á 68. mínútu þegar Robert Andrich átti skot að marki sem Robin Zentner í marki Mainz virtist ekki í neinum vandræðum með. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Zentner þó að missa boltann aftur fyrir sig og í netið, staðan orðin 2-1 Leverkusen í vil. Rob with the screamer! 82' | 2-1 | #B04M05 #Bayer04 #Andrich pic.twitter.com/VJq5tNN80q— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Þegar tíu mínútur lifðu leiks fór Jessic Ngankam í ruddalega tæklingu og uppskar gult spjald. Því var hins vegar breytt eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í VAR-skjánum á hliðarlínunni. Rautt spjald var niðurstaðan og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Leikurinn var í grófari kantinum en alls fóru 9 gul spjöld á loft. Þar á meðal fékk Xabi Alonso, þjálfari Leverkusen, eitt á hliðarlínunni. Heimamenn nýttu ekki liðsmuninn nema að því leyti að þeir sigldu stigunum þremur heim og eru nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Þá er Leverkusen ósigrað í síðustu 33 deildarleikjum sínum. Það er met í Þýskalandi. 33. A Bundesliga Record Broken!! THIS TEAM. OUR WERKSELF. BAYER 04! #Bayer04 #Werkself pic.twitter.com/vHDdOGRBok— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Ríkjandi meistarar Bayern geta minnkað muninn niður í 8 stig á morgun þegar þeir fá RB Leipzig í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Sjá meira
Granit Xhaka kom heimaliðinu yfir með góðu skoti strax á þriðju mínútu og leit þá út fyrir að toppliðið ætlaði hreinlega að ganga frá gestunum strax í upphafi. Annað kom þó á daginn og aðeins átta mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem var spyrnt inn á teig, Silvan Widmer skallaði fyrir markið og Dminik Kohr jafnaði metin með fínum skalla. Allt orðið jafnt og þannig var staðan í hálfleik. Staðan var jöfn 1-1 allt þangað til á 68. mínútu þegar Robert Andrich átti skot að marki sem Robin Zentner í marki Mainz virtist ekki í neinum vandræðum með. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Zentner þó að missa boltann aftur fyrir sig og í netið, staðan orðin 2-1 Leverkusen í vil. Rob with the screamer! 82' | 2-1 | #B04M05 #Bayer04 #Andrich pic.twitter.com/VJq5tNN80q— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Þegar tíu mínútur lifðu leiks fór Jessic Ngankam í ruddalega tæklingu og uppskar gult spjald. Því var hins vegar breytt eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í VAR-skjánum á hliðarlínunni. Rautt spjald var niðurstaðan og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Leikurinn var í grófari kantinum en alls fóru 9 gul spjöld á loft. Þar á meðal fékk Xabi Alonso, þjálfari Leverkusen, eitt á hliðarlínunni. Heimamenn nýttu ekki liðsmuninn nema að því leyti að þeir sigldu stigunum þremur heim og eru nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Þá er Leverkusen ósigrað í síðustu 33 deildarleikjum sínum. Það er met í Þýskalandi. 33. A Bundesliga Record Broken!! THIS TEAM. OUR WERKSELF. BAYER 04! #Bayer04 #Werkself pic.twitter.com/vHDdOGRBok— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) February 23, 2024 Ríkjandi meistarar Bayern geta minnkað muninn niður í 8 stig á morgun þegar þeir fá RB Leipzig í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Sjá meira