Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2024 12:56 Pevchikh segir Pútín ekki hafa þolað tilhugsunina um frjálsan Navalní. AP/Kirsty Wigglesworth Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. Þetta segir Maria Pevchikh, bandamaður Navalní. Samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum þar sem til stóð að skipta á Navalní og tveimur bandarískum ríkisborgurum í staðinn fyrir Vadim Krasikov, rússneskan leigumorðingja, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð í Þýskalandi. Hinn 47 ára Navalní var vistaður í fanganýlendu í Síberíu þegar hann lést en yfirvöld í Rússlandi hafa haldið því fram að hann hafi hnigið niður eftir að hafa fengið sér göngutúr. Móðir Navalní hefur loks fengið lík hans afhent, eftir tafir af hálfu Rússa. . . , . , , . https://t.co/nZij8BRhpN— Maria Pevchikh (@pevchikh) February 26, 2024 Að sögn Pevchikh, sem er stjórnarformaður Anti-Corruption Foundation sem stofnuð var af Navalní, höfðu viðræður um fangaskiptin staðið yfir í um tvö ár. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hefði orðið ljóst að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi svífast einskis og að frelsa þyrfti Navalní með hraði. Bandarískir og þýskir embættismenn eru sagðir hafa komið að viðræðunum sem var að mestu lokið í desember. Pevchikh telur hins vegar að Pútín hafi snúist hugur á síðustu stundu; blindaður af hatri gagnvart andstæðingi sínum og ekki þolað að hann yrði frjáls. Forsetinn hefði þannig ákveðið að fjarlægja Navalní af spilaborðinu. Samkvæmt BBC hafa stjórnvöld í Þýskalandi neitað að tjá sig um málið að svo stöddu. Mál Alexei Navalní Rússland Erlend sakamál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15 Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Þetta segir Maria Pevchikh, bandamaður Navalní. Samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum þar sem til stóð að skipta á Navalní og tveimur bandarískum ríkisborgurum í staðinn fyrir Vadim Krasikov, rússneskan leigumorðingja, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð í Þýskalandi. Hinn 47 ára Navalní var vistaður í fanganýlendu í Síberíu þegar hann lést en yfirvöld í Rússlandi hafa haldið því fram að hann hafi hnigið niður eftir að hafa fengið sér göngutúr. Móðir Navalní hefur loks fengið lík hans afhent, eftir tafir af hálfu Rússa. . . , . , , . https://t.co/nZij8BRhpN— Maria Pevchikh (@pevchikh) February 26, 2024 Að sögn Pevchikh, sem er stjórnarformaður Anti-Corruption Foundation sem stofnuð var af Navalní, höfðu viðræður um fangaskiptin staðið yfir í um tvö ár. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hefði orðið ljóst að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi svífast einskis og að frelsa þyrfti Navalní með hraði. Bandarískir og þýskir embættismenn eru sagðir hafa komið að viðræðunum sem var að mestu lokið í desember. Pevchikh telur hins vegar að Pútín hafi snúist hugur á síðustu stundu; blindaður af hatri gagnvart andstæðingi sínum og ekki þolað að hann yrði frjáls. Forsetinn hefði þannig ákveðið að fjarlægja Navalní af spilaborðinu. Samkvæmt BBC hafa stjórnvöld í Þýskalandi neitað að tjá sig um málið að svo stöddu.
Mál Alexei Navalní Rússland Erlend sakamál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15 Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15
Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30
Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37