Utan vallar: Leikurinn í dag segir mikið um stöðuna á liðinu okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 09:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðið þurfa að spila miklu betur í dag en í fyrri leiknum. Vísir/Diego Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta berst í dag fyrir sæti sínu í A-deild undankeppni næsta Evrópumóts en íslensku stelpurnar hafa verið fastagestir í úrslitakeppni EM undanfarin fimmtán ár. Ísland mætir Serbíu klukkan 14.30 á Kópavogsvelli. Gervigras og skrýtinn leiktími dregur ekkert úr mikivægi leiksins. Það góða við stöðuna er að stelpurnar okkar eru á heimavelli og spila á móti þjóð sem er meira en tuttugu sætum neðar á heimslistanum. Það slæma er nefnilega frammistaða íslenska liðsins í fyrri leiknum út í Serbíu þar sem stelpurnar hreinlega rétt sluppu heim með 1-1 jafntefli. Það er því allt til alls til að tryggja sér sæti í A-deildinni og stórauka möguleika liðsins á því að komast í úrslitakeppni næsta Evrópumóts. Það er samt alveg ástæða til að hafa áhyggjur. Vandræði liðsins út í Serbíu voru það mikil að aðeins allt annar og betri leikur mun skila liðinu rétta leið í dag. Höfðu unnið alla leikina á móti Serbíu Íslenska kvennalandsliðið hafði unnið alla leiki sína á móti Serbíu fyrir síðasta leik og alla heimaleikina með yfirburðum. Serbar hafa vissulega bætt sinn leik á þeim tíu árum sem eru liðu á milli leikja þjóðanna. Þær serbnesku eru samt bara í 36. sæti heimslistans og 21 sæti neðar en það íslenska. Íslenska liðið fékk á sig mikla gagnrýni í Þjóðadeildinni í fyrra en sýndi mun betri frammistaða í síðustu tveimur leikjum keppninnar þar sem liðið vann Wales og svo sögulegan sigur á Danmörku. Það gaf von um að Þorsteini Halldórssyni væri að takast að snúa gengi liðsins við eftir slaka frammistöðu allt árið á undan. Frammistaðan í fyrri leiknum á móti Serbíu var hins vegar meira af því sem kallaði á alla þessa gagnrýni síðasta haust. Þurfa að nýta gæði Sveindísar Jane Íslenska liðinu gengur mjög illa að halda boltanum og nýta sér hæfileika frábærs leikmanns eins og Sveindísar Jane Jónsdóttur. Allir varnarmenn mótherjanna ættu að svitna yfir því að vera að fara glíma við leikmann eins og Sveindísi en þegar hún fær aldrei boltann á réttum stöðum verður verkefnið mun auðveldara. Einu færi íslenska liðsins virðast koma upp úr föstum leikatriðum og þrátt fyrir að liðið sé að spila við slakara lið þá er liðið aldrei með einhverja stjórn á leiknum. Það hjálpar ekki vörninni að boltinn sé að tapast aftur og aftur með tilheyrandi hættu á hröðum sóknum í bakið. Eru samt í góðri stöðu Af því sögðu þá eru stelpurnar okkar í góðri stöðu í dag. Þær eru á heimavelli og á móti liði sem þær eiga að vinna. Eftir öll vandræðin og ósannfærandi frammistöðu á síðasta ári er leikurinn í dag tækifæri til að sýna sig og sanna. Nú þurfum við að sjá hvar stelpurnar okkar standa. Leikurinn í dag segir nefnilega mikið um stöðuna á kvennalandsliðinu okkar. Sæti í B-deild væru áfall fyrir íslenska kvennalandsliðið og leiðin inn á EM yrði líka mun torsóttari. Með því að tryggja sig inn í A-deild væri staðan mun bjartari og sæti á EM í skotfæri. Áfram Ísland. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Þjóðadeild kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Ísland mætir Serbíu klukkan 14.30 á Kópavogsvelli. Gervigras og skrýtinn leiktími dregur ekkert úr mikivægi leiksins. Það góða við stöðuna er að stelpurnar okkar eru á heimavelli og spila á móti þjóð sem er meira en tuttugu sætum neðar á heimslistanum. Það slæma er nefnilega frammistaða íslenska liðsins í fyrri leiknum út í Serbíu þar sem stelpurnar hreinlega rétt sluppu heim með 1-1 jafntefli. Það er því allt til alls til að tryggja sér sæti í A-deildinni og stórauka möguleika liðsins á því að komast í úrslitakeppni næsta Evrópumóts. Það er samt alveg ástæða til að hafa áhyggjur. Vandræði liðsins út í Serbíu voru það mikil að aðeins allt annar og betri leikur mun skila liðinu rétta leið í dag. Höfðu unnið alla leikina á móti Serbíu Íslenska kvennalandsliðið hafði unnið alla leiki sína á móti Serbíu fyrir síðasta leik og alla heimaleikina með yfirburðum. Serbar hafa vissulega bætt sinn leik á þeim tíu árum sem eru liðu á milli leikja þjóðanna. Þær serbnesku eru samt bara í 36. sæti heimslistans og 21 sæti neðar en það íslenska. Íslenska liðið fékk á sig mikla gagnrýni í Þjóðadeildinni í fyrra en sýndi mun betri frammistaða í síðustu tveimur leikjum keppninnar þar sem liðið vann Wales og svo sögulegan sigur á Danmörku. Það gaf von um að Þorsteini Halldórssyni væri að takast að snúa gengi liðsins við eftir slaka frammistöðu allt árið á undan. Frammistaðan í fyrri leiknum á móti Serbíu var hins vegar meira af því sem kallaði á alla þessa gagnrýni síðasta haust. Þurfa að nýta gæði Sveindísar Jane Íslenska liðinu gengur mjög illa að halda boltanum og nýta sér hæfileika frábærs leikmanns eins og Sveindísar Jane Jónsdóttur. Allir varnarmenn mótherjanna ættu að svitna yfir því að vera að fara glíma við leikmann eins og Sveindísi en þegar hún fær aldrei boltann á réttum stöðum verður verkefnið mun auðveldara. Einu færi íslenska liðsins virðast koma upp úr föstum leikatriðum og þrátt fyrir að liðið sé að spila við slakara lið þá er liðið aldrei með einhverja stjórn á leiknum. Það hjálpar ekki vörninni að boltinn sé að tapast aftur og aftur með tilheyrandi hættu á hröðum sóknum í bakið. Eru samt í góðri stöðu Af því sögðu þá eru stelpurnar okkar í góðri stöðu í dag. Þær eru á heimavelli og á móti liði sem þær eiga að vinna. Eftir öll vandræðin og ósannfærandi frammistöðu á síðasta ári er leikurinn í dag tækifæri til að sýna sig og sanna. Nú þurfum við að sjá hvar stelpurnar okkar standa. Leikurinn í dag segir nefnilega mikið um stöðuna á kvennalandsliðinu okkar. Sæti í B-deild væru áfall fyrir íslenska kvennalandsliðið og leiðin inn á EM yrði líka mun torsóttari. Með því að tryggja sig inn í A-deild væri staðan mun bjartari og sæti á EM í skotfæri. Áfram Ísland.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Þjóðadeild kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira