Vagnstjóri fylgdi ekki verklagi þegar stúlku var hótað nauðgun Lovísa Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2024 10:55 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Vagnstjóri Strætó fylgdi ekki verklagsreglum þegar ung stúlka tilkynnti honum fyrir tæpum tveimur vikum að sex drengir væru að áreita hana í vagninum. Framkvæmdastjóri Strætó segir að verklag verði ítrekað við vagnstjóra. Hann segir slík atvik eiga sér stað reglulega en að þeim hafi ekki farið fjölgandi. Ung stúlka var beitt kynferðislegri áreitni og hótunum sex ungra manna í Strætó fyrir tæpum tveimur vikum. Stúlkan var á leið heim með vinkonu sinni úr Kringlunni þegar sex strákar komu inn í vagninn og byrjuðu að tala við þær. Þær hundsuðu strákana en þeir héldu áfram að tala við þær. Greint er frá málinu í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Þar segir enn fremur að þegar vinkona stúlkunnar hafi farið úr strætó hafi hegðun strákana orðið alvarlegri. Þeir reyndu að faðma hana og bönnuðu henni að hringja í mömmu sína þegar hún reyndi að gera það. Undir lokin sögðu þeir við hana að þeir myndu elta hana heim, nauðga henni og mömmu hennar og síðan drepa þær. Fram kemur í umfjöllun Heimildarinnar að strákarnir hafi að enda elt hana úr Strætó og stelpan endað á því að hlaupa heim. Stúlkan var á leið heim í vagni 13 frá Kringlunni þegar atvikið átti sér stað. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir slík atvik sem betur fer ekki algeng að þau gerist. Hann segir verklagsreglum um slík atvik hafa verið komið upp og að sömuleiðis séu límmiðar í öllum vögnum sem hvetji fólk til að greina frá ofbeldi eða áreitni. Geri fólk það eigi verklagið að taka við. Spurður hvort að atvikum hafi farið fjölgandi í strætó segir hann ekki merkjanlega fjölgun. Eigi að ýta á neyðarhnapp Í verklagi segi að ef vagnstjórar verði varir við ofbeldi eða sé tilkynnt um það eigi þeir að stöðva vagninn og ýta á neyðarhnapp sem sé notaðir til að kalla til lögreglu. Það hafi ekki verið gert í þessu tilviki. Hann segir að búið sé að ræða við vagnstjórann en að ekki liggi fyrir hvers vegna hann fylgdi ekki verklagi. „Það á ekki að gerast að það sé ekki hringt í lögreglu. En svona atvik eiga sér stað alls staðar í almenningssamgöngu, því miður. Við munum fara yfir atvikið og skoðum hvort eitthvað sé hægt að gera,“ segir Jóhannes Svavar og bætir við: „Það er reglulega farið yfir verklagsreglur en mannlegi þátturinn er því miður bara þannig að hann klikkar stundum.“ Þannig verklagið er til staðar? „Já, en það þarf bara að ítreka það oftar. Við erum með fullt af verklagsreglum sem við þurfum að spá í reglulega og gerum það. Við erum með um 500 bílstjóra sem vinna vaktavinnu og skoða kannski póstinn sinn ekki þess á milli. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir.“ Jóhannes segir að í samstarfi við ríkislögreglustjóra hafi verið settir límmiðar í alla vagna þar sem fólk er hvatt til þess að láta vita verði það fyrir áreitni eða ofbeldi í vagninum. Eftir það eigi verklag um neyðarhnapp að taka við. Er einhver samfélagsleg ábyrgð þarna líka? „Auðvitað eigum við alltaf að reyna að stíga inn í eitthvað sem er óeðlilegt en menn geta verið mjög hræddir við það. Þetta voru auðvitað hörmulegar aðstæður og það er grátlegt að þetta sé að koma fyrir.“ Strætó Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra“ Upp hafa komið einstaka ofbeldismál gegn bæði vagnstjórum Strætó og farþegum á undanförnum árum en þau eru þó sjaldgæf. Myndavélar eru í vögnunum sem og neyðarhnappar. 13. júní 2023 11:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Ung stúlka var beitt kynferðislegri áreitni og hótunum sex ungra manna í Strætó fyrir tæpum tveimur vikum. Stúlkan var á leið heim með vinkonu sinni úr Kringlunni þegar sex strákar komu inn í vagninn og byrjuðu að tala við þær. Þær hundsuðu strákana en þeir héldu áfram að tala við þær. Greint er frá málinu í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Þar segir enn fremur að þegar vinkona stúlkunnar hafi farið úr strætó hafi hegðun strákana orðið alvarlegri. Þeir reyndu að faðma hana og bönnuðu henni að hringja í mömmu sína þegar hún reyndi að gera það. Undir lokin sögðu þeir við hana að þeir myndu elta hana heim, nauðga henni og mömmu hennar og síðan drepa þær. Fram kemur í umfjöllun Heimildarinnar að strákarnir hafi að enda elt hana úr Strætó og stelpan endað á því að hlaupa heim. Stúlkan var á leið heim í vagni 13 frá Kringlunni þegar atvikið átti sér stað. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir slík atvik sem betur fer ekki algeng að þau gerist. Hann segir verklagsreglum um slík atvik hafa verið komið upp og að sömuleiðis séu límmiðar í öllum vögnum sem hvetji fólk til að greina frá ofbeldi eða áreitni. Geri fólk það eigi verklagið að taka við. Spurður hvort að atvikum hafi farið fjölgandi í strætó segir hann ekki merkjanlega fjölgun. Eigi að ýta á neyðarhnapp Í verklagi segi að ef vagnstjórar verði varir við ofbeldi eða sé tilkynnt um það eigi þeir að stöðva vagninn og ýta á neyðarhnapp sem sé notaðir til að kalla til lögreglu. Það hafi ekki verið gert í þessu tilviki. Hann segir að búið sé að ræða við vagnstjórann en að ekki liggi fyrir hvers vegna hann fylgdi ekki verklagi. „Það á ekki að gerast að það sé ekki hringt í lögreglu. En svona atvik eiga sér stað alls staðar í almenningssamgöngu, því miður. Við munum fara yfir atvikið og skoðum hvort eitthvað sé hægt að gera,“ segir Jóhannes Svavar og bætir við: „Það er reglulega farið yfir verklagsreglur en mannlegi þátturinn er því miður bara þannig að hann klikkar stundum.“ Þannig verklagið er til staðar? „Já, en það þarf bara að ítreka það oftar. Við erum með fullt af verklagsreglum sem við þurfum að spá í reglulega og gerum það. Við erum með um 500 bílstjóra sem vinna vaktavinnu og skoða kannski póstinn sinn ekki þess á milli. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir.“ Jóhannes segir að í samstarfi við ríkislögreglustjóra hafi verið settir límmiðar í alla vagna þar sem fólk er hvatt til þess að láta vita verði það fyrir áreitni eða ofbeldi í vagninum. Eftir það eigi verklag um neyðarhnapp að taka við. Er einhver samfélagsleg ábyrgð þarna líka? „Auðvitað eigum við alltaf að reyna að stíga inn í eitthvað sem er óeðlilegt en menn geta verið mjög hræddir við það. Þetta voru auðvitað hörmulegar aðstæður og það er grátlegt að þetta sé að koma fyrir.“
Strætó Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra“ Upp hafa komið einstaka ofbeldismál gegn bæði vagnstjórum Strætó og farþegum á undanförnum árum en þau eru þó sjaldgæf. Myndavélar eru í vögnunum sem og neyðarhnappar. 13. júní 2023 11:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra“ Upp hafa komið einstaka ofbeldismál gegn bæði vagnstjórum Strætó og farþegum á undanförnum árum en þau eru þó sjaldgæf. Myndavélar eru í vögnunum sem og neyðarhnappar. 13. júní 2023 11:18