Í tilkynningu segir að Hrund hafi tekið við sem löggiltur endurskoðandi Íslandshótela og Rósa María Ásgeirsdóttir sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. Rósa María tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins.
Hrund er menntaður löggiltur endurskoðandi, með M.Acc meistaranám í reiknishaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og B.S. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði hjá endurskoðendaskrifstofunni BDO ehf. á árunum 2018-2023, hjá Deloitte á árunum 2013-2017 og sem forstöðumaður áhættustýringar hjá Landsbankanum frá 2005-2013.
Rósa María er með BSc í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur yfir tuttugu ára reynslu í upplýsingatækni úr fjármála- og framleiðslugeiranum. Hún starfaði hjá Valka/Marel frá árinu 2021 en þar áður var hún stjórnandi hjá Íslandsbanka um árabil og hjá Mekkanó/Kveikir á árunum 2000-2002.