Stofnandi Wok On dæmdur fyrir skattsvik Jón Þór Stefánsson skrifar 28. febrúar 2024 19:37 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kristján Ólafur Sigríðarsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Wok On, hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Honum er einnig gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs ellegar sitja inni í 360 daga. Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Ákæru málsins var skipt í tvo hluta. Annars vegar var honum gefið að sök að standa ekki í skilum á innheimtum virðisaukaskatti árið 2019 eða rúmum níu milljónum, skila ekki virðisaukaskattskýrslu fyrir júlí til ágúst 2019, og fyrir að standa ekki í skilum á staðgreiðslu opinberra gjalda, tæpum tíu milljónum, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins. Hins vegar var honum gefið að sök að skila efnislega röngum skattframtölum vegna tekjuáranna 2017, 2018 og 2019. Það brot varðaði tæplega sextíu milljónir og hafa með því komist undan því að greiða tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt sem nemur 24,6 milljónum. Kristján neitaði alfarið sök við þingfestingu málsins, en breytti afstöðu sinni í aðalmeðferð málsins. Hann gekkst við því að hafa skilað efnislega röngum skattframtölum og gerði engar athugasemdir við upphæðirnar í ákærunni. Hann hafnaði því þó að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða. Héraðsdómur var á öðru máli. Í dómnum segir að hann hafi með gjörðum sínum komið sér hjá greiðslu verulegrar fjárhæðar opinberra gjalda. Hann hafi ekki gefið haldbærar skýringar á vanrækslu sinni. „Verður að mati dómsins að virða þessa vanrækslu ákærða til stórkostlegs hirðuleysis,“ segir í dómnum. Kristján stofnaði veitingastaðinn Wok On, sem sérhæfir sig í asískri matargerð, og er í dag með þónokkur útibú á höfuðborgarsvæðinu. Kristján kom að stofnun Borg22 Mathöll í Borgartúni. Og þá hefur hann unnið að stofnun mathallar á Akureyri. Til stendur að opna mathöllina í maí en hún mun bera nafnið Iðunn. Veitingastaðir Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Ákæru málsins var skipt í tvo hluta. Annars vegar var honum gefið að sök að standa ekki í skilum á innheimtum virðisaukaskatti árið 2019 eða rúmum níu milljónum, skila ekki virðisaukaskattskýrslu fyrir júlí til ágúst 2019, og fyrir að standa ekki í skilum á staðgreiðslu opinberra gjalda, tæpum tíu milljónum, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins. Hins vegar var honum gefið að sök að skila efnislega röngum skattframtölum vegna tekjuáranna 2017, 2018 og 2019. Það brot varðaði tæplega sextíu milljónir og hafa með því komist undan því að greiða tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt sem nemur 24,6 milljónum. Kristján neitaði alfarið sök við þingfestingu málsins, en breytti afstöðu sinni í aðalmeðferð málsins. Hann gekkst við því að hafa skilað efnislega röngum skattframtölum og gerði engar athugasemdir við upphæðirnar í ákærunni. Hann hafnaði því þó að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða. Héraðsdómur var á öðru máli. Í dómnum segir að hann hafi með gjörðum sínum komið sér hjá greiðslu verulegrar fjárhæðar opinberra gjalda. Hann hafi ekki gefið haldbærar skýringar á vanrækslu sinni. „Verður að mati dómsins að virða þessa vanrækslu ákærða til stórkostlegs hirðuleysis,“ segir í dómnum. Kristján stofnaði veitingastaðinn Wok On, sem sérhæfir sig í asískri matargerð, og er í dag með þónokkur útibú á höfuðborgarsvæðinu. Kristján kom að stofnun Borg22 Mathöll í Borgartúni. Og þá hefur hann unnið að stofnun mathallar á Akureyri. Til stendur að opna mathöllina í maí en hún mun bera nafnið Iðunn.
Veitingastaðir Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira