„Á lokamínútum viljum við að leikmennirnir ráði úrslitum“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 28. febrúar 2024 22:17 Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, var alls ekki sáttur með niðurstöðu leiksins Vísir/Snædís Bára Njarðvík mætti Keflavík í stórkostlegum grannaslag þegar 20.umferð Subway deild kvenna lauk í kvöld. Þrátt fyrir frábæra baráttu þá voru það gestirnir í Keflavík sem höfðu betur með einu stigi, 74-75 en Daniela Wallen tryggði Keflavík sigurinn með því að setja niður vítaskot þegar undir sekúnda var eftir. „Það er bara hárrétt. Þetta er bara helvítis drasl. Við gerðum fullt af mistökum og Keflavíkurliðið gerði fullt af mistökum í kvöld sem er bara partur af þvi að spila 40 mínútna körfuboltaleik, það er ekkert fullkomið. Mér fannst við gera nóg til þess að vinna og það eru ákveðnir aðilar sem að bara breyta takti leiksins og nánast breyta útkommu leiksins.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson svekktur þjálfari Njarðvíkur. Njarðvík leiddi í hálfleik en sterk byrjun á síðari hálfleik frá gestunum í Keflavík reyndist að lokum mjög dýrt fyrir Njarðvík. „Já. Ég gaf leikmönnum mínum eitt neikvætt komment inni í klefa og það var fyrir að bregðast við þeirra áhlaupi svona í byrjun þriðja leikhluta. Mér fannst við ekki fara í þá sóknar möguleika sem að við vildum til þess að svara og við fórum svolítið að láta ýta okkur út úr því sem við vildum gera í smá stund. Við náðum svo að berja í okkur kjart aftur og fórum að leysa betur úr þessu sóknarlega og áttum margar mjög flottar varnarstöður hinu megin en auðvitað dýrt að gefa þeim tíu stiga forystu. “ Þegar loka flautið gall mátti vel heyra pirring frá Njarðvíkingum í garð dómara leiksins sem bauluðu á eftir þeim inn í klefa. Rúnar Ingi Erlingsson segist ekki leggja það í vana sinn að tjá sig um dómara eða dómgæslu en gat ekki setið á sér eftir leikinn í kvöld. „Ég er búin að þjálfa í einhver sex ár og ég held að ég hafi aldrei minnst á dómara eftir leik, bara aldrei og eins og svo margir aðrir ætla ekkert að fara breyta því í einhverjum viðtölum en mér fannst þetta bara algjört rugl.“ „Það er munur hérna greinilega. Við erum með eina í tíunda bekk sem er gjörsamlega hökkuð í þriggja stiga skoti. Dómararnir og meira að segja einhverjir af þessum þremur hérna er að biðast afsökunar fyrir hönd hinna. Þetta er augljósasta villa vetrarins í lok fyrri hálfleiks og ég bara get ekki skilið hvernig er ekki hægt að sjá þetta. Það er munur á að vera í tíunda bekk og landsliðinu. Það er ‘and one play’ hérna í lokin þegar leikmaður minn fer og jafnar leikinn, það er fullt af snertingu þar líka og svo er dæmt á eitthvað svona teygir sig á eftir henni þegar hún er að hoppa frá körfunni til þess að klára leikinn.“ „Ég bara get ekki skilið þetta. Ég vill að leikmennirnir fái að klára leikinn og ég er bara mjög stoltur af mínum stelpum fyrir að berjast og koma tilbaka og sýna kjark. Þetta skiptir okkur öllu máli og mér er ekkert sama. Ég er komin með leið á því að við séum alltaf með þrjá gæja og það er alltaf verið að biðjast afsökunar fyrir hönd hinna. Þeir hljóta bara að sjá þetta.“ Rúnar Ingi Erlingsson hélt áfram og var ósáttur við að leikmenn fengu ekki að ráða úrslitum. „Ef ég vitna í þjálfara hins liðsins þá var þetta bara vont í 40 mínútur. Ég reyni að vera ekkert að pæla í því en það eru ‘crucial play’ hérna undir lok fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks sem að ég er mjög ósáttur við. Heilt yfir annað þá gera þeir mistök eins við gerum mistök en á þessum lokamínútum þá viljum við að leikmennirnir ráði úrslitum og það hefði enginn kvartað yfir því að þetta væri erfitt skot sem klikkaði, góð vörn og Njarðvík - Keflavík framlenging í Ljónagryfjunni, það hefði enginn kvartað yfir því og ef að þetta snýst um áhorfendur og það má ekki vera með leikhlé hérna útaf því að það sé verið að passa upp á áhorfendur að þá hefði það verið frábært fyrir áhorfendur að fá þessa framlengingu. “ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Það er bara hárrétt. Þetta er bara helvítis drasl. Við gerðum fullt af mistökum og Keflavíkurliðið gerði fullt af mistökum í kvöld sem er bara partur af þvi að spila 40 mínútna körfuboltaleik, það er ekkert fullkomið. Mér fannst við gera nóg til þess að vinna og það eru ákveðnir aðilar sem að bara breyta takti leiksins og nánast breyta útkommu leiksins.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson svekktur þjálfari Njarðvíkur. Njarðvík leiddi í hálfleik en sterk byrjun á síðari hálfleik frá gestunum í Keflavík reyndist að lokum mjög dýrt fyrir Njarðvík. „Já. Ég gaf leikmönnum mínum eitt neikvætt komment inni í klefa og það var fyrir að bregðast við þeirra áhlaupi svona í byrjun þriðja leikhluta. Mér fannst við ekki fara í þá sóknar möguleika sem að við vildum til þess að svara og við fórum svolítið að láta ýta okkur út úr því sem við vildum gera í smá stund. Við náðum svo að berja í okkur kjart aftur og fórum að leysa betur úr þessu sóknarlega og áttum margar mjög flottar varnarstöður hinu megin en auðvitað dýrt að gefa þeim tíu stiga forystu. “ Þegar loka flautið gall mátti vel heyra pirring frá Njarðvíkingum í garð dómara leiksins sem bauluðu á eftir þeim inn í klefa. Rúnar Ingi Erlingsson segist ekki leggja það í vana sinn að tjá sig um dómara eða dómgæslu en gat ekki setið á sér eftir leikinn í kvöld. „Ég er búin að þjálfa í einhver sex ár og ég held að ég hafi aldrei minnst á dómara eftir leik, bara aldrei og eins og svo margir aðrir ætla ekkert að fara breyta því í einhverjum viðtölum en mér fannst þetta bara algjört rugl.“ „Það er munur hérna greinilega. Við erum með eina í tíunda bekk sem er gjörsamlega hökkuð í þriggja stiga skoti. Dómararnir og meira að segja einhverjir af þessum þremur hérna er að biðast afsökunar fyrir hönd hinna. Þetta er augljósasta villa vetrarins í lok fyrri hálfleiks og ég bara get ekki skilið hvernig er ekki hægt að sjá þetta. Það er munur á að vera í tíunda bekk og landsliðinu. Það er ‘and one play’ hérna í lokin þegar leikmaður minn fer og jafnar leikinn, það er fullt af snertingu þar líka og svo er dæmt á eitthvað svona teygir sig á eftir henni þegar hún er að hoppa frá körfunni til þess að klára leikinn.“ „Ég bara get ekki skilið þetta. Ég vill að leikmennirnir fái að klára leikinn og ég er bara mjög stoltur af mínum stelpum fyrir að berjast og koma tilbaka og sýna kjark. Þetta skiptir okkur öllu máli og mér er ekkert sama. Ég er komin með leið á því að við séum alltaf með þrjá gæja og það er alltaf verið að biðjast afsökunar fyrir hönd hinna. Þeir hljóta bara að sjá þetta.“ Rúnar Ingi Erlingsson hélt áfram og var ósáttur við að leikmenn fengu ekki að ráða úrslitum. „Ef ég vitna í þjálfara hins liðsins þá var þetta bara vont í 40 mínútur. Ég reyni að vera ekkert að pæla í því en það eru ‘crucial play’ hérna undir lok fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks sem að ég er mjög ósáttur við. Heilt yfir annað þá gera þeir mistök eins við gerum mistök en á þessum lokamínútum þá viljum við að leikmennirnir ráði úrslitum og það hefði enginn kvartað yfir því að þetta væri erfitt skot sem klikkaði, góð vörn og Njarðvík - Keflavík framlenging í Ljónagryfjunni, það hefði enginn kvartað yfir því og ef að þetta snýst um áhorfendur og það má ekki vera með leikhlé hérna útaf því að það sé verið að passa upp á áhorfendur að þá hefði það verið frábært fyrir áhorfendur að fá þessa framlengingu. “
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira