Skólastjórnendur óttast að vegið verði að réttindum til náms Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 17:48 Skólastjórnendur í Fjarðabyggð lýsa yfir ósætti sínu við fyrirhugaðar breytingar í skólamálum í sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðarlistans lagði fram tillögu sem sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla sveitarfélagsins. Talsvert ósætti ríkir um tillöguna og greiddi til að mynda einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn henni. Hún segir tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís á fundi bæjarstjórnar. Skólastjórnendur í Fjarðabyggð funduðu á Reyðarfirði í dag og lýsa ósætti sínu yfir breytingunum og þeim rangfærslum sem þeir halda fram að fram hafi komið í kjölfarið. Þeir segja að ekkert samráð hafi verið haft við skólastjórnendur eða aðra aðila skólasamfélagsins og að engar upplýsingar hafi komið fram um tilætlaðar breytingarnar en við birtingu fundargerðar bæjarstjórnar á þriðjudaginn. Óttast skerðingu skólaþjónustu Einnig hafi fulltrúa skólastjórnenda grunnskóla í samráðshópi meinað að eiga samráð við eða upplýsa aðra skólastjórnendur í sveitarfélaginu um starf hópsins. Tillögur fulltrúa skólastjórnenda hafi verið virtar að vettugi og ekki tekið mark á þeim. „Skólastjórnendur óttast að verði fyrirhugaðar breytingar að veruleika þá muni skólaþjónusta við grunnskólabörn skerðast og vegið verði að lögvörðum réttindum þeirra til náms. Lög um farsæld barna leggja ýmsar skyldur á aðila skólasamfélagsins. Skólastjórnendur óttast að ekki náist að uppfylla þær að fullu verði ofangreindar breytingar að veruleika,“ stendur í tilkynningu frá skólastjórnendum í Fjarðabyggð undirritaðri af Ástu Ásgeirsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Reyðarfjarðar. „Þá hefur Kennarasamband Íslands bent á að hugsanlega brjóti tillögur bæjarstjórnar í bága við lög um grunnskóla sem og kjarasamninga Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga.“ Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Talsvert ósætti ríkir um tillöguna og greiddi til að mynda einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn henni. Hún segir tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís á fundi bæjarstjórnar. Skólastjórnendur í Fjarðabyggð funduðu á Reyðarfirði í dag og lýsa ósætti sínu yfir breytingunum og þeim rangfærslum sem þeir halda fram að fram hafi komið í kjölfarið. Þeir segja að ekkert samráð hafi verið haft við skólastjórnendur eða aðra aðila skólasamfélagsins og að engar upplýsingar hafi komið fram um tilætlaðar breytingarnar en við birtingu fundargerðar bæjarstjórnar á þriðjudaginn. Óttast skerðingu skólaþjónustu Einnig hafi fulltrúa skólastjórnenda grunnskóla í samráðshópi meinað að eiga samráð við eða upplýsa aðra skólastjórnendur í sveitarfélaginu um starf hópsins. Tillögur fulltrúa skólastjórnenda hafi verið virtar að vettugi og ekki tekið mark á þeim. „Skólastjórnendur óttast að verði fyrirhugaðar breytingar að veruleika þá muni skólaþjónusta við grunnskólabörn skerðast og vegið verði að lögvörðum réttindum þeirra til náms. Lög um farsæld barna leggja ýmsar skyldur á aðila skólasamfélagsins. Skólastjórnendur óttast að ekki náist að uppfylla þær að fullu verði ofangreindar breytingar að veruleika,“ stendur í tilkynningu frá skólastjórnendum í Fjarðabyggð undirritaðri af Ástu Ásgeirsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Reyðarfjarðar. „Þá hefur Kennarasamband Íslands bent á að hugsanlega brjóti tillögur bæjarstjórnar í bága við lög um grunnskóla sem og kjarasamninga Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga.“
Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira