Skólastjórnendur óttast að vegið verði að réttindum til náms Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 17:48 Skólastjórnendur í Fjarðabyggð lýsa yfir ósætti sínu við fyrirhugaðar breytingar í skólamálum í sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðarlistans lagði fram tillögu sem sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla sveitarfélagsins. Talsvert ósætti ríkir um tillöguna og greiddi til að mynda einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn henni. Hún segir tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís á fundi bæjarstjórnar. Skólastjórnendur í Fjarðabyggð funduðu á Reyðarfirði í dag og lýsa ósætti sínu yfir breytingunum og þeim rangfærslum sem þeir halda fram að fram hafi komið í kjölfarið. Þeir segja að ekkert samráð hafi verið haft við skólastjórnendur eða aðra aðila skólasamfélagsins og að engar upplýsingar hafi komið fram um tilætlaðar breytingarnar en við birtingu fundargerðar bæjarstjórnar á þriðjudaginn. Óttast skerðingu skólaþjónustu Einnig hafi fulltrúa skólastjórnenda grunnskóla í samráðshópi meinað að eiga samráð við eða upplýsa aðra skólastjórnendur í sveitarfélaginu um starf hópsins. Tillögur fulltrúa skólastjórnenda hafi verið virtar að vettugi og ekki tekið mark á þeim. „Skólastjórnendur óttast að verði fyrirhugaðar breytingar að veruleika þá muni skólaþjónusta við grunnskólabörn skerðast og vegið verði að lögvörðum réttindum þeirra til náms. Lög um farsæld barna leggja ýmsar skyldur á aðila skólasamfélagsins. Skólastjórnendur óttast að ekki náist að uppfylla þær að fullu verði ofangreindar breytingar að veruleika,“ stendur í tilkynningu frá skólastjórnendum í Fjarðabyggð undirritaðri af Ástu Ásgeirsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Reyðarfjarðar. „Þá hefur Kennarasamband Íslands bent á að hugsanlega brjóti tillögur bæjarstjórnar í bága við lög um grunnskóla sem og kjarasamninga Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga.“ Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Talsvert ósætti ríkir um tillöguna og greiddi til að mynda einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn henni. Hún segir tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís á fundi bæjarstjórnar. Skólastjórnendur í Fjarðabyggð funduðu á Reyðarfirði í dag og lýsa ósætti sínu yfir breytingunum og þeim rangfærslum sem þeir halda fram að fram hafi komið í kjölfarið. Þeir segja að ekkert samráð hafi verið haft við skólastjórnendur eða aðra aðila skólasamfélagsins og að engar upplýsingar hafi komið fram um tilætlaðar breytingarnar en við birtingu fundargerðar bæjarstjórnar á þriðjudaginn. Óttast skerðingu skólaþjónustu Einnig hafi fulltrúa skólastjórnenda grunnskóla í samráðshópi meinað að eiga samráð við eða upplýsa aðra skólastjórnendur í sveitarfélaginu um starf hópsins. Tillögur fulltrúa skólastjórnenda hafi verið virtar að vettugi og ekki tekið mark á þeim. „Skólastjórnendur óttast að verði fyrirhugaðar breytingar að veruleika þá muni skólaþjónusta við grunnskólabörn skerðast og vegið verði að lögvörðum réttindum þeirra til náms. Lög um farsæld barna leggja ýmsar skyldur á aðila skólasamfélagsins. Skólastjórnendur óttast að ekki náist að uppfylla þær að fullu verði ofangreindar breytingar að veruleika,“ stendur í tilkynningu frá skólastjórnendum í Fjarðabyggð undirritaðri af Ástu Ásgeirsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Reyðarfjarðar. „Þá hefur Kennarasamband Íslands bent á að hugsanlega brjóti tillögur bæjarstjórnar í bága við lög um grunnskóla sem og kjarasamninga Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga.“
Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira