Gísli tryggði sigurinn er Evrópumeistararnir höfðu betur í toppslagnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. febrúar 2024 21:23 Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir að marki Barcelona í leik kvöldsins. Ronny Hartmann/picture alliance via Getty Images Evrópumeistarar Magdeburg unnu dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Barcelona í toppslag B-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld, 29-28. Barcelona og Magdeburg sátu í 1. og 2. sæti riðilsins fyrir leik kvöldsins og með sigri gátu Börsungar tryggt sér beint sæti í átta liða úrslit keppninnar. Magdeburg gat hins vegar jafnað Barcelona að stigum með sigri, en efstu tvö sætin gefa sæti í átta liða úrslitum á meðan liðin sem enda í 3.-6. sæti fara í umspil. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda. Liðin skiptust á að hafa forystuna, en það voru gestirnir frá Barelona sem leiddu með einu marki í hálfleik, staðan 13-14. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og virtist ekkert geta skilið liðin að. Börsungar náðu reyndar fjögurra marka forskoti snemma í síðari hálfleik, en heimamenn voru fljótir að snúa genginu við og jafna metin í stöðunni 21-21. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og var staðan jöfn þegar heimamenn í Magdeburg héldu í seinustu sókn leiksins. Þar tryggði Gísli Þorgeir Kristjánsson liðinu dramatískan eins marks sigur með seinasta kasti leiksins, hans sjötta mark í leiknum, lokatölur 29-28. This is how you win #MOTW and the #POTM 𝐊𝐫𝐢𝐬𝐭𝐣𝐚𝐧𝐬𝐬𝐨𝐧 did it ✨#ehfcl #clm #daretorise pic.twitter.com/wFGRQ1NCs8— EHF Champions League (@ehfcl) February 29, 2024 Magdeburg og Barcelona deila nú toppsæti B-riðils með 22 stig hvort, en Börsungar verma þó 1. sætið með betri markatölu. Alls voru skoruð ellefu íslensk mörk í leiknum, en þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Magdeburg og Janus Daði Smárason skoraði eitt. Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém öruggan sex marka útisigur gegn Montpellier, 31-37. Bjarki Már komst ekki á blað fyrir gestina, en Veszprém er í harðri baráttu við Barcelona og Magdeburg um beint sæti í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið situr í þriðja sæti B-riðils með 20 stig, tveimur stigum minna en toppliðin tvö þegar ein umferð er eftir. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Barcelona og Magdeburg sátu í 1. og 2. sæti riðilsins fyrir leik kvöldsins og með sigri gátu Börsungar tryggt sér beint sæti í átta liða úrslit keppninnar. Magdeburg gat hins vegar jafnað Barcelona að stigum með sigri, en efstu tvö sætin gefa sæti í átta liða úrslitum á meðan liðin sem enda í 3.-6. sæti fara í umspil. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda. Liðin skiptust á að hafa forystuna, en það voru gestirnir frá Barelona sem leiddu með einu marki í hálfleik, staðan 13-14. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og virtist ekkert geta skilið liðin að. Börsungar náðu reyndar fjögurra marka forskoti snemma í síðari hálfleik, en heimamenn voru fljótir að snúa genginu við og jafna metin í stöðunni 21-21. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og var staðan jöfn þegar heimamenn í Magdeburg héldu í seinustu sókn leiksins. Þar tryggði Gísli Þorgeir Kristjánsson liðinu dramatískan eins marks sigur með seinasta kasti leiksins, hans sjötta mark í leiknum, lokatölur 29-28. This is how you win #MOTW and the #POTM 𝐊𝐫𝐢𝐬𝐭𝐣𝐚𝐧𝐬𝐬𝐨𝐧 did it ✨#ehfcl #clm #daretorise pic.twitter.com/wFGRQ1NCs8— EHF Champions League (@ehfcl) February 29, 2024 Magdeburg og Barcelona deila nú toppsæti B-riðils með 22 stig hvort, en Börsungar verma þó 1. sætið með betri markatölu. Alls voru skoruð ellefu íslensk mörk í leiknum, en þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Magdeburg og Janus Daði Smárason skoraði eitt. Þá unnu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém öruggan sex marka útisigur gegn Montpellier, 31-37. Bjarki Már komst ekki á blað fyrir gestina, en Veszprém er í harðri baráttu við Barcelona og Magdeburg um beint sæti í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið situr í þriðja sæti B-riðils með 20 stig, tveimur stigum minna en toppliðin tvö þegar ein umferð er eftir.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira