Komdu í þjóðfræði Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 1. mars 2024 14:01 Á morgun, 2. mars, er Háskóladagurinn haldinn í Reykjavík. Allir háskólar landsins standa að deginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð á Íslandi. Fólk í námshugleiðingum flykkist á svæðið til að kynna sér úrvalið og er af nægu að taka. Ég man þegar ég heimsótti háskóladaginn fyrst fyrir 10 árum síðan og greip hvern bæklinginn af fætur öðrum. Það var allt svo ótrúlega spennandi, ég ætlaði í skapandi greinar á Bifröst, viðburðastjórnun á Hólum og landslagsarkitektúr í Landbúnaðarháskólanum, verða bókmenntafræðingur, framhaldsskólakennari og safnstjóri. Ég ákvað á endanum að skella mér í þjóðfræði í Háskóla Íslands. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir. Þjóðfræði er ótrúlega yfirgripsmikið og spennandi nám. Nafnið á faginu er kannski svolítið villandi þar sem fókusinn er ekkert endilega á þjóðina eða þjóðir, heldur á allskonar hópa og samfélög, stór og smá. Í þjóðfræði er sjónum beint að fólki, sögunum sem það segir, hlutunum sem það umkringir sig, fötunum sem það klæðist, matnum sem það borðar, hátíðum sem það heldur, bröndurum, flökkusögum, húðflúrum, hári, sundi, veggjalist og hefðum og svo mætti lengi telja. Í þjóðfræði er lögð áhersla á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft. Af hverju við gerum það sem við gerum. Við lærum að skilja fólk, samfélög og hópa. Eitthvað sem hefur aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt núna, þegar „okkur“ og „hinum“ er sífellt stillt upp sem andstæðum. Þjóðfræði beinir sjónum að fortíðinni, samtímanum og jafnvel framtíðinni, enda spilar þetta oft saman. Við verðum að átta okkur á hvaðan við komum, til að skilja hvar við erum og finna út hvernig við eigum að halda áfram. Þjóðfræðin gefur fólki færi á að rannsaka allt sem það hefur áhuga á og er í nálgun sinni mjög þverfagleg. Hún er því tilvalin grunnur fyrir frekara nám og frábært framhaldsnám fyrir þau sem vilja bæta við sig þekkingu og skilningi á mannlegu samfélagi. Það besta er þó líklega að hægt er að læra þjóðfræði hvar sem er. Fagið er bæði kennt í staðnámi þar sem hægt er að vera hluti af öflugu samfélagi nemenda í háskólanum, og fjarnámi og hefur verið kennt samhliða þannig undanfarin 20 ár. Jafnt aðgengi að námi er nefnilega mikilvægt. Þá er víða boðið upp á skiptinám í þjóðfræði í öðrum löndum, sem getur auðvitað verið mikið ævintýri. Þjóðfræðinemar hafa flestir vanist því að svara spurningum áhugasamra vina og vandamanna um hvað taki svo við eftir námið. Þar er af nógu að taka, því þjóðfræði opnar möguleika á að sinna fjölbreyttum og spennandi störfum. Þjóðfræðingar starfa til dæmis sem menningarfulltrúar, á söfnum og menningarmiðstöðvum, í ferðaþjónustu, í kennslu, í fjölmiðlun og við dagskrárgerð, markaðssetningu og viðburðastjórn, í listgreinum og á ótal fleiri sviðum. Ég held reyndar að það sé svo að í flestum störfum sé gott að skilja fólk. Í þjóðfræðinni er hægt að sameina fjölbreytt áhugasvið, fagið opnar ný sjónarhorn og býður upp á spennandi starfsmöguleika í framtíðinni. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á okkur á Háskóladeginum eða ef þið eruð að hugsa um þjóðfræðina. Svo er bara að láta vaða, þið sjáið ekki eftir því! Höfundur er þjóðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á morgun, 2. mars, er Háskóladagurinn haldinn í Reykjavík. Allir háskólar landsins standa að deginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð á Íslandi. Fólk í námshugleiðingum flykkist á svæðið til að kynna sér úrvalið og er af nægu að taka. Ég man þegar ég heimsótti háskóladaginn fyrst fyrir 10 árum síðan og greip hvern bæklinginn af fætur öðrum. Það var allt svo ótrúlega spennandi, ég ætlaði í skapandi greinar á Bifröst, viðburðastjórnun á Hólum og landslagsarkitektúr í Landbúnaðarháskólanum, verða bókmenntafræðingur, framhaldsskólakennari og safnstjóri. Ég ákvað á endanum að skella mér í þjóðfræði í Háskóla Íslands. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir. Þjóðfræði er ótrúlega yfirgripsmikið og spennandi nám. Nafnið á faginu er kannski svolítið villandi þar sem fókusinn er ekkert endilega á þjóðina eða þjóðir, heldur á allskonar hópa og samfélög, stór og smá. Í þjóðfræði er sjónum beint að fólki, sögunum sem það segir, hlutunum sem það umkringir sig, fötunum sem það klæðist, matnum sem það borðar, hátíðum sem það heldur, bröndurum, flökkusögum, húðflúrum, hári, sundi, veggjalist og hefðum og svo mætti lengi telja. Í þjóðfræði er lögð áhersla á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft. Af hverju við gerum það sem við gerum. Við lærum að skilja fólk, samfélög og hópa. Eitthvað sem hefur aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt núna, þegar „okkur“ og „hinum“ er sífellt stillt upp sem andstæðum. Þjóðfræði beinir sjónum að fortíðinni, samtímanum og jafnvel framtíðinni, enda spilar þetta oft saman. Við verðum að átta okkur á hvaðan við komum, til að skilja hvar við erum og finna út hvernig við eigum að halda áfram. Þjóðfræðin gefur fólki færi á að rannsaka allt sem það hefur áhuga á og er í nálgun sinni mjög þverfagleg. Hún er því tilvalin grunnur fyrir frekara nám og frábært framhaldsnám fyrir þau sem vilja bæta við sig þekkingu og skilningi á mannlegu samfélagi. Það besta er þó líklega að hægt er að læra þjóðfræði hvar sem er. Fagið er bæði kennt í staðnámi þar sem hægt er að vera hluti af öflugu samfélagi nemenda í háskólanum, og fjarnámi og hefur verið kennt samhliða þannig undanfarin 20 ár. Jafnt aðgengi að námi er nefnilega mikilvægt. Þá er víða boðið upp á skiptinám í þjóðfræði í öðrum löndum, sem getur auðvitað verið mikið ævintýri. Þjóðfræðinemar hafa flestir vanist því að svara spurningum áhugasamra vina og vandamanna um hvað taki svo við eftir námið. Þar er af nógu að taka, því þjóðfræði opnar möguleika á að sinna fjölbreyttum og spennandi störfum. Þjóðfræðingar starfa til dæmis sem menningarfulltrúar, á söfnum og menningarmiðstöðvum, í ferðaþjónustu, í kennslu, í fjölmiðlun og við dagskrárgerð, markaðssetningu og viðburðastjórn, í listgreinum og á ótal fleiri sviðum. Ég held reyndar að það sé svo að í flestum störfum sé gott að skilja fólk. Í þjóðfræðinni er hægt að sameina fjölbreytt áhugasvið, fagið opnar ný sjónarhorn og býður upp á spennandi starfsmöguleika í framtíðinni. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á okkur á Háskóladeginum eða ef þið eruð að hugsa um þjóðfræðina. Svo er bara að láta vaða, þið sjáið ekki eftir því! Höfundur er þjóðfræðingur.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun