Taka þurfi styttingu framhaldsskólans til skoðunar Árni Sæberg skrifar 1. mars 2024 15:47 Ásmundur Einar er ráðherra menntamála. Vísir/Einar Mennta- og barnamálaráðherra segir koma til greina að endurskoða styttingu framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú. Þess í stað yrði grunnskólanám stytt um eitt ár. Nám á framhaldsskólastigi var stytt um eitt ár frá skólaárinu 2015 - 2016 og hefur síðan þá verið þrjú ár. Nýja kerfið hefur verið umdeilt allt frá upphafi. Nýverið var greint frá því að samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefði stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, segir að taka þurfi gagnrýni alvarlega. „Markmiðin með þessum breytingum á sínum tíma voru mjög göfug en það er alltaf þannig þegar við förum í svona breytingar að þá þurfum við að vera tilbúin til að rýna þær. Þess vegna eru þessar rannsóknir gríðarlega mikilvægar og það eru svona ákveðnar vísbendingar, svona á breiðum grunni, sem erum að horfa á núna eftir þessa reynslu.“ Nemendur hafi ekki tíma fyrir tómstundir Þar nefnir hann meðal annars að grunnur nemenda sé ekki nógu sterkur eftir framhaldskóla fyrir háskólanám, álag sé að aukast á framhaldsskólanema, nemendur upplifi að farið sé í gegnum námið á hraðferð, nemendur hafi ekki svigrúm fyrir félagslíf og aðrar tómstundir, sem hafi verið mjög mikilvægt. „Þannig að ég held að það sé mikilvægt að taka þessa rannsókn, og aðrar sem hafa komið, og umræðu um þetta alvarlega og vera tilbúin til að rýna það.“ Ekki skynsamlegt að hætta við bara til þess að hætta við Ásmundur segir að til greina komi að gera frekari breytingar á skólakerfinu, en það þurfi að gera að vel ígrunduðu máli og í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Það er grunnur undir að taka heildrænt samtal um skólakerfið. Ég held að það væri ekki skynsamlegt að stíga bara til baka til að stíga til baka, í styttingunni, heldur frekar að rýna samfelluna, það er að segja grunnskólann og framhaldsskólann saman á breiðum grunni.“ Ráðuneyti hans hafi þegar átt óformlegt samtal við sveitarfélögin en hann vilji að það verði tekið lengra. „Þannig að við værum ekki að ana að neinu en við verðum að taka vísbendingarnar sem við sjáum í skólakerfinu en horfa heildrænt á það. Ekki út frá sílóinu ég er ríki og sveitarfélag er sveitarfélag, heldur út frá barninu og menntakerfinu í held sinni.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Nám á framhaldsskólastigi var stytt um eitt ár frá skólaárinu 2015 - 2016 og hefur síðan þá verið þrjú ár. Nýja kerfið hefur verið umdeilt allt frá upphafi. Nýverið var greint frá því að samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefði stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, segir að taka þurfi gagnrýni alvarlega. „Markmiðin með þessum breytingum á sínum tíma voru mjög göfug en það er alltaf þannig þegar við förum í svona breytingar að þá þurfum við að vera tilbúin til að rýna þær. Þess vegna eru þessar rannsóknir gríðarlega mikilvægar og það eru svona ákveðnar vísbendingar, svona á breiðum grunni, sem erum að horfa á núna eftir þessa reynslu.“ Nemendur hafi ekki tíma fyrir tómstundir Þar nefnir hann meðal annars að grunnur nemenda sé ekki nógu sterkur eftir framhaldskóla fyrir háskólanám, álag sé að aukast á framhaldsskólanema, nemendur upplifi að farið sé í gegnum námið á hraðferð, nemendur hafi ekki svigrúm fyrir félagslíf og aðrar tómstundir, sem hafi verið mjög mikilvægt. „Þannig að ég held að það sé mikilvægt að taka þessa rannsókn, og aðrar sem hafa komið, og umræðu um þetta alvarlega og vera tilbúin til að rýna það.“ Ekki skynsamlegt að hætta við bara til þess að hætta við Ásmundur segir að til greina komi að gera frekari breytingar á skólakerfinu, en það þurfi að gera að vel ígrunduðu máli og í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Það er grunnur undir að taka heildrænt samtal um skólakerfið. Ég held að það væri ekki skynsamlegt að stíga bara til baka til að stíga til baka, í styttingunni, heldur frekar að rýna samfelluna, það er að segja grunnskólann og framhaldsskólann saman á breiðum grunni.“ Ráðuneyti hans hafi þegar átt óformlegt samtal við sveitarfélögin en hann vilji að það verði tekið lengra. „Þannig að við værum ekki að ana að neinu en við verðum að taka vísbendingarnar sem við sjáum í skólakerfinu en horfa heildrænt á það. Ekki út frá sílóinu ég er ríki og sveitarfélag er sveitarfélag, heldur út frá barninu og menntakerfinu í held sinni.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira