Töldu stangirnar týndar á Íslandi og fengu Véstein í málið Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 14:30 Mondo Duplantis með eina af nýju stöngunum sem hann nýtti til að verða heimsmeistari. Vésteinn Hafsteinsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leit að stöngunum þegar þær týndust. Getty/Alex Pantling og Vísir/Sigurjón Sænski stangastökkvarinn Mondo Duplantis þurfti að plokka plastið af nýju stöngunum sínum rétt áður en hann hóf keppni á HM í frjálsum íþróttum í gær, eftir skrautlega atburðarás sem meðal annars tengdist Íslandi. Duplantis vann heimsmeistaratitilinn eins og búist var við, en það stóð mun tæpar en búist var við og hann felldi til að mynda 5,85 tvisvar sinnum, og 5,95 einu sinni. Duplantis var hins vegar sá eini sem fór yfir sex metra, eða 6,05 metra, og átti tilraunir við enn eitt heimsmetið en felldi 6,24 metra í þrígang. Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að það sé kannski ekki skrýtið að Duplantis hafi lent í vandræðum í keppninni, því hann fékk nýju keppnisstangirnar sínar í hendurnar svo til rétt fyrir keppni. Duplantis og hans fólk leitaði meðal annars aðstoðar Vésteins Hafsteinssonar, afreksstjóra ÍSÍ og fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfara í Svíþjóð, þegar talið var að stangirnar væru á Íslandi. „Já, þetta voru frekar æsilegar klukkustundir áður en að þær bárust loksins,“ sagði Daniel Wessfeldt, umboðsmaður Duplantis, sem sá um að stangirnar kæmust í réttar hendur fyrir tæka tíð. Fengu rangar upplýsingar og hringdu í Véstein Þær áttu að berast á Heathrow-flugvöll í London, frá framleiðanda í Bandaríkjunum, þremur dögum fyrir keppni. Þegar ekkert bólaði á þeim bárust þau skilaboð frá Heathrow að stangirnar væru á Keflavíkurflugvelli „Við vissum að það hlytu að vera mistök en til öryggis höfðum við samband við Véstein Hafsteinsson og báðum hann að kanna hvort að það væri nokkuð pakki af stöngum einhvers staðar á flugvellinum, sem enginn hefði óskað eftir,“ sagði Wessfeldt. Vésteinn fór strax í málið en engar stangir fundust á Keflavíkurflugvelli. Hafa ber í huga að stangirnar eru yfir fimm metra langar og því ætti að vera að erfitt að týna þeim. Þær reyndust svo vera í fraktbyggingu á Heathrow, þar sem þær áttu alls ekki að vera, en þar skapaðist enn vandamál því það var bara einn lyftari í byggingunni nógu stór fyrir stangirnar og sá var bilaður. Steve Chapell, eigandi UCS Spirit sem framleiddi stangirnar, tók bílaleigubíl frá Glasgow til að ná í stangirnar og þurfti svo að bíða í þrjár klukkustundir á meðan að gert var við lyftarann. Það tókst þó á endanum og stangirnar komust til Duplantis sem náði að taka umbúðirnar utan af þeim og nýta þær til að verða heimsmeistari innanhúss í annað sinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira
Duplantis vann heimsmeistaratitilinn eins og búist var við, en það stóð mun tæpar en búist var við og hann felldi til að mynda 5,85 tvisvar sinnum, og 5,95 einu sinni. Duplantis var hins vegar sá eini sem fór yfir sex metra, eða 6,05 metra, og átti tilraunir við enn eitt heimsmetið en felldi 6,24 metra í þrígang. Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að það sé kannski ekki skrýtið að Duplantis hafi lent í vandræðum í keppninni, því hann fékk nýju keppnisstangirnar sínar í hendurnar svo til rétt fyrir keppni. Duplantis og hans fólk leitaði meðal annars aðstoðar Vésteins Hafsteinssonar, afreksstjóra ÍSÍ og fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfara í Svíþjóð, þegar talið var að stangirnar væru á Íslandi. „Já, þetta voru frekar æsilegar klukkustundir áður en að þær bárust loksins,“ sagði Daniel Wessfeldt, umboðsmaður Duplantis, sem sá um að stangirnar kæmust í réttar hendur fyrir tæka tíð. Fengu rangar upplýsingar og hringdu í Véstein Þær áttu að berast á Heathrow-flugvöll í London, frá framleiðanda í Bandaríkjunum, þremur dögum fyrir keppni. Þegar ekkert bólaði á þeim bárust þau skilaboð frá Heathrow að stangirnar væru á Keflavíkurflugvelli „Við vissum að það hlytu að vera mistök en til öryggis höfðum við samband við Véstein Hafsteinsson og báðum hann að kanna hvort að það væri nokkuð pakki af stöngum einhvers staðar á flugvellinum, sem enginn hefði óskað eftir,“ sagði Wessfeldt. Vésteinn fór strax í málið en engar stangir fundust á Keflavíkurflugvelli. Hafa ber í huga að stangirnar eru yfir fimm metra langar og því ætti að vera að erfitt að týna þeim. Þær reyndust svo vera í fraktbyggingu á Heathrow, þar sem þær áttu alls ekki að vera, en þar skapaðist enn vandamál því það var bara einn lyftari í byggingunni nógu stór fyrir stangirnar og sá var bilaður. Steve Chapell, eigandi UCS Spirit sem framleiddi stangirnar, tók bílaleigubíl frá Glasgow til að ná í stangirnar og þurfti svo að bíða í þrjár klukkustundir á meðan að gert var við lyftarann. Það tókst þó á endanum og stangirnar komust til Duplantis sem náði að taka umbúðirnar utan af þeim og nýta þær til að verða heimsmeistari innanhúss í annað sinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira