Cindric er þrítugur og lék í fjögur ár með Barcelona áður en hann fór til Dinamo Búkarest í fyrra. Hann var um tíma besti leikmaður Króatíu og í allra fremstu röð í heiminum, og til að mynda valinn leikmaður ársins í Evrópu árið 2017 og leikstjórnandi ársins í Meistaradeildinni 2021.
Á EM í janúar skoraði Cindric 14 mörk í sjö leikjum, úr 27 skotum, og þótti ekki standa undir væntingum. Sú ákvörðun Dags að hafa hann ekki svo mikið sem í hópnum núna kemur þó á óvart samkvæmt króatískum miðlum sem taka fram að ástæðan fyrir þessari ákvörðun liggi ekki fyrir.
Dagur kom einnig á óvart með því að velja tvo leikmenn sem ekki voru á 35 manna lista sem króatíska sambandið hafði birt. Það eru þeir Davor Cavara úr Zagreb og Zlatko Rauzan úr Sesvet. Þá snýr gamla brýnið Jakob Gojun, 37 ára, aftur í landsliðið eftir að hafa verið í hlutverki sérfræðings í sjónvarpi á EM í janúar.
Dagur valdi 21 leikmann til æfinga en fer svo með 20 menn með sér til Hannover í Þýskalandi 13. mars, þar sem ólympíuumspilið fer fram. Þar mætir Króatía liði Austurríkis í fyrsta leik, því næst Þýskalandi og loks Alsír 17. mars. Tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar.
Landsliðshópur Króatíu:
Dominik Kuzmanović, Nexe
Matej Mandić, Zagreb
Filip Ivić, Chambery
Marin Jelinić, Pick Szeged
David Mandić, Melsungen
Zvonimir Srna, Zagreb
Tin Lučin, Wisla Plock
Marko Mamić, Leipzig
Domagoj Duvnjak, Kiel
Igor Karačić, Kielce
Filip Vistorop, Balingen
Mateo Maraš, Tatabanya
Luka Lovre Klarica, Zagreb
Mario Šoštarić, Pick Szeged
Filip Glavaš, Zagreb
Marin Šipić, Kriens Luzern
Tomislav Kušan, Limoges
Jakov Gojun, Zagreb
Nikola Grahovac, Balingen
Zlatko Raužan, Sesvete
Davor Ćavar, Zagreb