Kynfæralimlestingum kvenna fjölgar og stúlkurnar yngjast Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2024 07:10 Kona hengir upp veggspjald til að vekja athygli á kynfæralimlestingum kvenna. Getty/Europa Press/Carlos Lujan Stúlkum og konum sem hafa verið neyddar til að gangast undir kynfæralimlestingu hefur fjölgað um 15 prósent á síðustu átta árum. Samkvæmt Unicef hafa 230 milljón stúlkur og konur á lífi gengist undir aðgerðina, samanborið við 200 milljónir árið 2016. Catherine Russel, framkvæmdastjóri Unicef, segir sérstakt áhyggjuefni að svo virðist sem aðgerðirnar séu nú framkvæmdar á stúlkum þegar þær eru afar ungar, allt niður í fimm ára gamlar. Þetta geri það að verkum að tíminn til að grípa inn í og koma í veg fyrir aðgerðina sé skemmri en áður. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett sér það markmið að útrýma kynfæralimlestingum kvenna (e. FGM) fyrir árið 2030 en samkvæmt Unicef þyrfti vinnan að ganga 27 sinnum hraðar ef það á að verða að raunveruleika. Kynfæralimlestingar kvenna eru ekki að breiðast út í heiminum en fleiri stúlkur eru að fæðast í ríkjum þar sem þær eru stundaðar. Kynfæralimlestingar kvenna fela í sér að kynfærin eru fjarlægð að öllu leyti eða að hluta. Þetta á við um ytri og innri skaparbarma og snípinn og þá er í sumum tilvikum saumað fyrir leggöngin. Ályktun um að banna kynfæralimlestingar kvenna var samþykkt af Sameinuðu þjóðunum árið 2012. Um það bil 60 prósent tilfella hafa átt sér stað í Afríku, eða 140 milljónir, 80 milljónir í Asíu og sex milljónir í Mið-Austurlöndum. Aðgerðirnar eru algengastar í Sómalíu, Gíneu, Djibouti, Egyptalandi, Súdan og Malí. Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Catherine Russel, framkvæmdastjóri Unicef, segir sérstakt áhyggjuefni að svo virðist sem aðgerðirnar séu nú framkvæmdar á stúlkum þegar þær eru afar ungar, allt niður í fimm ára gamlar. Þetta geri það að verkum að tíminn til að grípa inn í og koma í veg fyrir aðgerðina sé skemmri en áður. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett sér það markmið að útrýma kynfæralimlestingum kvenna (e. FGM) fyrir árið 2030 en samkvæmt Unicef þyrfti vinnan að ganga 27 sinnum hraðar ef það á að verða að raunveruleika. Kynfæralimlestingar kvenna eru ekki að breiðast út í heiminum en fleiri stúlkur eru að fæðast í ríkjum þar sem þær eru stundaðar. Kynfæralimlestingar kvenna fela í sér að kynfærin eru fjarlægð að öllu leyti eða að hluta. Þetta á við um ytri og innri skaparbarma og snípinn og þá er í sumum tilvikum saumað fyrir leggöngin. Ályktun um að banna kynfæralimlestingar kvenna var samþykkt af Sameinuðu þjóðunum árið 2012. Um það bil 60 prósent tilfella hafa átt sér stað í Afríku, eða 140 milljónir, 80 milljónir í Asíu og sex milljónir í Mið-Austurlöndum. Aðgerðirnar eru algengastar í Sómalíu, Gíneu, Djibouti, Egyptalandi, Súdan og Malí.
Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira