Sunneva er mikil áhugamanneskja um hunda og birti fjölmargar myndir á Instagram af fjölskyldunni en hún er sem kunnugt er í sambandi með Benedikt Bjarnasyni Benediktssyni utanríkisráðherra.
Rómeó er greinilega í miklu uppáhaldi hjá Sunnevu sem hefur stofnað sérstakan Instagram-reikning fyrir hundinn. Hvort að Rómeó eigi séns í Sunnevu þegar kemur að fylgjendum verður að koma í ljós.
Blóð, sviti og tár eru á bak við vinnu Sunnevu eins og hún upplýsti í viðtali við Einkalífið á Vísi um árið. Síðan þá hefur fylgjendum hennar fjölgað verulega og telja nú tæplega sextíu þúsund.
Það fjölgar í fjölskyldum Sunneva landsins en á dögunum kom fram að Sunneva Ása Weishappel myndlistakona og Baltasar Kormákur leikstjóri ættu von á barni, þeirra fyrsta saman.
Fjölgun í fjölskyldum er nefnilega af ýmsum toga.