Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. mars 2024 10:00 Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðanna syndir sinn kílómeter samviskusamlega á hverjum degi. Hún segist B-týpa að upplagi og nýtur þess í dag að kúra aðeins á morgnana, eiga smá ,,me time," hugleiða og slappa af. Vísir/Vilhelm Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Flesta virka daga vakna ég um sexleytið, kúri aðeins en er svo yfirleitt komin á fætur um klukkan hálfsjö. Ég bý í nábýli við leikskólann Ása í Garðabæ og hef notið þess að horfa á börnin allt frá opnum skólans árið 2002. Þá áttum við hjónin eitt barn á Ásum en nú eru barnabörnin orðin sjö sem flest hafa stoppað þar við. Í dag eigum við tveggja ára tvíbura á Ásum en við höfum notið þeirrar gæfu að börnin og fjölskyldur þeirra búa í nágrenninu.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgnarnir hjá mér í dag eru mjög ólíkir frá því sem áður var nú þegar börnin mín þrjú eru öll uppkomin og flutt að heiman. Eins og flestir foreldrar eflaust þekkja þá fer yfirleitt allt í gang nánast um leið og maður opnar augun á morgnana, koma öllum af stað, sjá til þess að allir séu með það sem þeir þurfa út í daginn, mættir á réttum tíma og svo framvegis. Það var því oft nokkuð mikil „action“ hér áður fyrr á morgnana heima hjá mér, strax við fyrsta hanagal. Í dag eru morgnarnir hjá mér mun afslappaðri og mér finnst ég kannski helst þá, fyrst á morgnana, fá dálítinn „me time“, hugleiða, fara í rólegheitum yfir daginn framundan og þess háttar. Við fjölskyldan erum mikið sundfólk og það kemur fyrir að það fyrsta sem ég geri á morgnana sé að drífa mig í sund þar sem ég syndi samviskusamlega minn kílómeter, mikil endurnæring sem felst í því og maður fyllist auðvitað orku. Mun algengara er þó að ég taki sundið eftir vinnu, síðdegis eða á kvöldin.“ Nefndu einhverja bíómynd eða sjónvarpsþátt sem fékk þig til að grenja úr hlátri „Ja, það er nú það…af nógu er jú að taka, ekki síst þar sem að þegar ég vel mér efni til að horfa þá eru það einmitt einna helst grínmyndir eða grínþættir sem verða fyrir valinu. Það er jú svo mikil afslöppun og losun sem felst í því að hlægja yfir góðri bíómynd eða sjónvarpsþætti. Af fjölmörgum góðum þá er ein sem ég má til með að nefna, mynd sem við fjölskyldan getum horft á aftur og aftur og nánast alltaf hlegið jafn mikið að ýmsum senum. Þetta er myndin Keeping Mum sem kom út árið 2005. Myndin skartar úrvalsleikurum, m.a. Rowan Atkinson, Maggie Smith og Patrick Swayze. Húmorinn er einhvern veginn sótsvartur og handritið stórgott. Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir þá sem ekki hafa séð hana og jafnvel fyrir hina líka en eins og ég segi þá getum við fjölskyldan horft á þessa mynd aftur og aftur. Af sjónvarpsþáttum þá má ég til með að nefna sænsku þáttaraðirnar Solsidan fyrst komu út árið 2010 og hafa unnið til fjölda verðlauna. Sama sagan þar og í Keeping Mum, sótsvartur húmor, margir karakterar í þáttunum óborganlegir þegar maður hefur náð „að kynnast þeim“. Af innlendu efni, þá er auðvitað líka af nógu að taka, til dæmis Stelpurnar, Venjulegt fólk og svo framvegis.“ Út um gluggann horfir Þórey á leikskólann sem sjö barnabörn hennar hafa sótt, þar af tvíburar í dag. Í skipulagi segir Þórey allt fara í dagatalið en í lok hvers dags, skoðar hún án undantekninga þau verkefni sem framundan eru daginn eftir.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það eru alltaf fjölmörg verkefni í gangi og algengt að bregðast þurfi hratt og vel við. Nú er þó kominn sá árstími að huga þarf að undirbúningi og gerð ársskýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða. Það er í ýmis horn að líta þegar kemur að árlegum aðalfundi sem haldinn er í maí. Ég er það lánsöm að vinna með frábæru fólki sem er orðið þaulþjálfað í að annast þessi verkefni með mér.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég geng fyrir dagatalinu og þangað leita flest mín verkefni. Í lok dags skoða ég án undantekninga morgundaginn. Síðan hef ég tamið mér að setja niður á blað þrjú til fimm verkefni sem stefnt skal á að ljúka innan dagsins eða allra næstu daga.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni eftir bestu getu að halda nokkurri reglu á svefninum og fara fyrr í rúmið en áður fyrr, nú þegar börnin eru farin að heiman og við hjónin bara tvö eftir í kotinu. Sagt hefur verið að drjúg séu morgunverkin og ég get svo sannarlega tekið undir það. Ég er hins vegar í eðli mínu B-manneskja og þykir gott að vaka fram eftir. Kvöldverkin hjá mér geta því oft verið ansi drjúg líka og auðvitað er það oft vinnan sem krefst þess. „Ideal“ rútínan er sirka eftir tíu-fréttirnar á RUV að koma sér í rúmið, hlusta á og jafnvel sofna út frá góðum hlaðvörpum, það finnst mér frábært. Þetta gengur auðvitað ekki alltaf og ekki til dæmis lengur á mánudagskvöldum, nú þegar búið er að færa til sýningartímann á Silfrinu. Áhorfið hlýtur að hafa minnkað eftir þessa breytingu, A-fólkið er jú líklega allt löngu sofnað! Það er auðvitað alltaf möguleiki að horfa á þáttinn á „plúsnum“ svo ekki trufli svefnvenjur. Mér finnst það samt ekki alveg það sama, þegar maður vill fylgjast með málefnum líðandi stundar eins og gjarnan er fjallað um í Silfrinu. Þá vill ég helst horfa á í beinni og fá hlutina beint í æð.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. 2. mars 2024 10:00 Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. 24. febrúar 2024 10:00 „Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. 17. febrúar 2024 11:00 Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. 10. febrúar 2024 10:00 Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. 3. febrúar 2024 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Flesta virka daga vakna ég um sexleytið, kúri aðeins en er svo yfirleitt komin á fætur um klukkan hálfsjö. Ég bý í nábýli við leikskólann Ása í Garðabæ og hef notið þess að horfa á börnin allt frá opnum skólans árið 2002. Þá áttum við hjónin eitt barn á Ásum en nú eru barnabörnin orðin sjö sem flest hafa stoppað þar við. Í dag eigum við tveggja ára tvíbura á Ásum en við höfum notið þeirrar gæfu að börnin og fjölskyldur þeirra búa í nágrenninu.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgnarnir hjá mér í dag eru mjög ólíkir frá því sem áður var nú þegar börnin mín þrjú eru öll uppkomin og flutt að heiman. Eins og flestir foreldrar eflaust þekkja þá fer yfirleitt allt í gang nánast um leið og maður opnar augun á morgnana, koma öllum af stað, sjá til þess að allir séu með það sem þeir þurfa út í daginn, mættir á réttum tíma og svo framvegis. Það var því oft nokkuð mikil „action“ hér áður fyrr á morgnana heima hjá mér, strax við fyrsta hanagal. Í dag eru morgnarnir hjá mér mun afslappaðri og mér finnst ég kannski helst þá, fyrst á morgnana, fá dálítinn „me time“, hugleiða, fara í rólegheitum yfir daginn framundan og þess háttar. Við fjölskyldan erum mikið sundfólk og það kemur fyrir að það fyrsta sem ég geri á morgnana sé að drífa mig í sund þar sem ég syndi samviskusamlega minn kílómeter, mikil endurnæring sem felst í því og maður fyllist auðvitað orku. Mun algengara er þó að ég taki sundið eftir vinnu, síðdegis eða á kvöldin.“ Nefndu einhverja bíómynd eða sjónvarpsþátt sem fékk þig til að grenja úr hlátri „Ja, það er nú það…af nógu er jú að taka, ekki síst þar sem að þegar ég vel mér efni til að horfa þá eru það einmitt einna helst grínmyndir eða grínþættir sem verða fyrir valinu. Það er jú svo mikil afslöppun og losun sem felst í því að hlægja yfir góðri bíómynd eða sjónvarpsþætti. Af fjölmörgum góðum þá er ein sem ég má til með að nefna, mynd sem við fjölskyldan getum horft á aftur og aftur og nánast alltaf hlegið jafn mikið að ýmsum senum. Þetta er myndin Keeping Mum sem kom út árið 2005. Myndin skartar úrvalsleikurum, m.a. Rowan Atkinson, Maggie Smith og Patrick Swayze. Húmorinn er einhvern veginn sótsvartur og handritið stórgott. Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir þá sem ekki hafa séð hana og jafnvel fyrir hina líka en eins og ég segi þá getum við fjölskyldan horft á þessa mynd aftur og aftur. Af sjónvarpsþáttum þá má ég til með að nefna sænsku þáttaraðirnar Solsidan fyrst komu út árið 2010 og hafa unnið til fjölda verðlauna. Sama sagan þar og í Keeping Mum, sótsvartur húmor, margir karakterar í þáttunum óborganlegir þegar maður hefur náð „að kynnast þeim“. Af innlendu efni, þá er auðvitað líka af nógu að taka, til dæmis Stelpurnar, Venjulegt fólk og svo framvegis.“ Út um gluggann horfir Þórey á leikskólann sem sjö barnabörn hennar hafa sótt, þar af tvíburar í dag. Í skipulagi segir Þórey allt fara í dagatalið en í lok hvers dags, skoðar hún án undantekninga þau verkefni sem framundan eru daginn eftir.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það eru alltaf fjölmörg verkefni í gangi og algengt að bregðast þurfi hratt og vel við. Nú er þó kominn sá árstími að huga þarf að undirbúningi og gerð ársskýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða. Það er í ýmis horn að líta þegar kemur að árlegum aðalfundi sem haldinn er í maí. Ég er það lánsöm að vinna með frábæru fólki sem er orðið þaulþjálfað í að annast þessi verkefni með mér.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég geng fyrir dagatalinu og þangað leita flest mín verkefni. Í lok dags skoða ég án undantekninga morgundaginn. Síðan hef ég tamið mér að setja niður á blað þrjú til fimm verkefni sem stefnt skal á að ljúka innan dagsins eða allra næstu daga.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni eftir bestu getu að halda nokkurri reglu á svefninum og fara fyrr í rúmið en áður fyrr, nú þegar börnin eru farin að heiman og við hjónin bara tvö eftir í kotinu. Sagt hefur verið að drjúg séu morgunverkin og ég get svo sannarlega tekið undir það. Ég er hins vegar í eðli mínu B-manneskja og þykir gott að vaka fram eftir. Kvöldverkin hjá mér geta því oft verið ansi drjúg líka og auðvitað er það oft vinnan sem krefst þess. „Ideal“ rútínan er sirka eftir tíu-fréttirnar á RUV að koma sér í rúmið, hlusta á og jafnvel sofna út frá góðum hlaðvörpum, það finnst mér frábært. Þetta gengur auðvitað ekki alltaf og ekki til dæmis lengur á mánudagskvöldum, nú þegar búið er að færa til sýningartímann á Silfrinu. Áhorfið hlýtur að hafa minnkað eftir þessa breytingu, A-fólkið er jú líklega allt löngu sofnað! Það er auðvitað alltaf möguleiki að horfa á þáttinn á „plúsnum“ svo ekki trufli svefnvenjur. Mér finnst það samt ekki alveg það sama, þegar maður vill fylgjast með málefnum líðandi stundar eins og gjarnan er fjallað um í Silfrinu. Þá vill ég helst horfa á í beinni og fá hlutina beint í æð.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. 2. mars 2024 10:00 Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. 24. febrúar 2024 10:00 „Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. 17. febrúar 2024 11:00 Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. 10. febrúar 2024 10:00 Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. 3. febrúar 2024 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. 2. mars 2024 10:00
Tímabilið þegar allir fóru í tíu ljósatíma fyrir fermingu María Rún Hafliðadóttir forstjóri Gleðipinna, sem rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, segist ein þeirra sem túperaði hárið í rot á Duran Duran tímabilinu og fór í tíu ljósatíma í beit fyrir fermingu. Eins og allir unglingar gerðu á þeim tíma. 24. febrúar 2024 10:00
„Fyrst langar mig til að rota mig, taka inn eitur eða bara eitthvað“ Ástin er pókerspil segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis Sorpu, tónlistar- og fjölmiðlamaður, veislustjóri, skemmtikraftur og sitthvað fleira. Að koma sér á fætur á morgnana er stór áskorun í lífi Freys. 17. febrúar 2024 11:00
Gulur, rauður eða bangsadagur reynir á skipulagsmálin Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir eiginmanninn dekra við sig á morgnana með góðum kaffibolla. Halla endurnærir hugann fyrir svefn með útiveru eða með því að taka lag á harmónikkuna. 10. febrúar 2024 10:00
Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. 3. febrúar 2024 10:00