Myglueitur greindist of hátt
Tilkynning frá matvælastofnun segir að myglueitrið patulin hafi greinst í of miklu magni í nokkrum framleiðslulotum drykkjarins. Um er að ræða bæði smærri og stærri gerðina af jarðaberja, banana og guava hristingum frá framleiðandanum Froosh.
Lotunúmerin, best fyrir dagsetningarnar á skemmdu vörunum eru eftirfarandi:
Á 150 ml flöskum, 3.8.2024, 1,9.2024, 7.9.2024. Á 250 ml flöskum, 4.8.2024, 6.10.2024, 13. 10.2024.
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til innflytjanda Core heildsölu, Víkurhvarf 1, Kópavogi.