Sunneva opnar sig upp á gátt um málið á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar útskýrir hún að hún þurfi á aðgerð að halda á báðum löppum, vegna þess að hún er með svokallaða litlutáarskekkju (e. bunions).

„Þetta er búið að valda mér svo mikilum sársauka að ég get ekki verið í skóm lengur, ég get ekki einu sinni verið í Crocs án þess að meiða mig. Þetta er búið að vera að versna sjúklega hratt seinustu mánuði,“ segir Sunneva á einlægum nótum á miðlinum.
„Ég er samt búin að tala um þetta í þrjú, fjögur ár að ég verði að fara í þessa aðgerð en nú er þetta orðið nauðsynlegt, af því að þetta er orðið það vont að ristin á mér alltaf orðin blá bólgin eftir langan dag í skóm.“
Var vakandi í aðgerðinni
Hún segir að morguninn fyrir aðgerð hafi hún farið í langa og góða sturtu. Hún hafi hugað vel að húðinni.
„Það er mjög mikilvægt að vera allavegana með gott skincare,“ segir Sunneva sem var grátbólgin eftir svefnlausa nótt. Sunneva var vakandi á meðan aðgerðinni stóð sem henni þótti ógnvekjandi tilhugsun.
„Ég þarf að vera fokking vakandi á meðan þeir skera beinin mín í sundur,“ segir Sunneva sem mætti með heyrnatól til að loka á umhverfishljóðin.