Sjóðandi hiti og minnir á húsið sem fauk í Hveragerði: „Það er skrýtið“ Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 13:01 Íslenska landsliðið æfir í eins konar loftbóluhúsi í Aþenu, fyrir leikina við heimamenn. Instagram/@hsi_iceland Húsnæðið sem strákarnir okkar æfa í þessa dagana, fyrir komandi leiki handboltalandsliðsins við Grikkland í Aþenu, þykir minna á „loftbóluhúsið“ svokallaða sem nýtt var til knattspyrnuiðkunar í Hveragerði. Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir eru í landsliðshópnum og freista þess að þreyta frumraun sína með landsliðinu á morgun, í fyrri vináttuleiknum við Grikkland. Í vikunni hafa þeir endurnýjað kynnin við Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, sem áður stýrði þeim hjá Val. Dimmt og heitt en samt fínt „Það er geggjað að fá að spila og æfa undir stjórn Snorra aftur. Við erum að æfa í einhvers konar búblu hérna, eins og var í Hveragerði áður en hún fauk. Það er skrýtið,“ sagði Benedikt í samtali við Vísi í gær. Arnór tók undir það: „Maður kemur þarna inn og það er frekar dimmt en þeir ná þó að lýsa þetta upp. Svo er sjóðandi heitt þarna þó það sé loftræstikerfi, sem við vissum reyndar ekki af á fyrstu æfingunni. Gólfið er einhverjir plankar en ég meina, það er gólf og mörk þarna og þetta er bara fínt.“ Nær liðsstjórinn að mynda sögulegan atburð? Arnór hefur áður ferðast með landsliðinu, til Tékklands í fyrra, en kom ekkert við sögu og því gætu bræðurnir verið að fara að spila sinn fyrsta A-landsleik og það saman á vellinum. Sannarlega sögulegt en útlit er fyrir að leikurinn verði hvergi sýndur. Þarf ekki að festa þennan atburð á filmu? „Ætli við biðjum ekki Guðna [Jónsson, liðsstjóra] um það að grípa í myndavélina á milli vatnspása, meðan við erum þarna inni á. Nei, nei. Það er bara fínt að spila fyrir luktum dyrum. Engin pressa. Engin myndavél og svona,“ sagði Arnór léttur. Pirraðir á að vera ekki í ólympíuumspili núna En hvernig horfa þeir á þessa tvo leiki við Grikkland, á morgun og á laugardag? „Þetta er gott tækifæri til að reyna að sýna sig og fá að spila með þessum gæjum,“ segir Benedikt og Arnór bætir við: „Maður reynir að nýta þær mínútur sem maður fær vel, og njóta þess að spila. Ég held að það séu allir frekar pirraðir að vera ekki að spila frekar í ólympíuumspilinu núna en við reynum að nýta þessa leiki vel til að vera klárir í komandi verkefni.“ Fyrri leikur Íslands og Grikklands hefst á morgun klukkan 14:00 og sá síðari á laugardag klukkan 17:15, að íslenskum tíma. Landslið karla í handbolta Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - KA | Eiga harma að hefna eftir spennutrylli fyrir norðan Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Sjá meira
Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir eru í landsliðshópnum og freista þess að þreyta frumraun sína með landsliðinu á morgun, í fyrri vináttuleiknum við Grikkland. Í vikunni hafa þeir endurnýjað kynnin við Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, sem áður stýrði þeim hjá Val. Dimmt og heitt en samt fínt „Það er geggjað að fá að spila og æfa undir stjórn Snorra aftur. Við erum að æfa í einhvers konar búblu hérna, eins og var í Hveragerði áður en hún fauk. Það er skrýtið,“ sagði Benedikt í samtali við Vísi í gær. Arnór tók undir það: „Maður kemur þarna inn og það er frekar dimmt en þeir ná þó að lýsa þetta upp. Svo er sjóðandi heitt þarna þó það sé loftræstikerfi, sem við vissum reyndar ekki af á fyrstu æfingunni. Gólfið er einhverjir plankar en ég meina, það er gólf og mörk þarna og þetta er bara fínt.“ Nær liðsstjórinn að mynda sögulegan atburð? Arnór hefur áður ferðast með landsliðinu, til Tékklands í fyrra, en kom ekkert við sögu og því gætu bræðurnir verið að fara að spila sinn fyrsta A-landsleik og það saman á vellinum. Sannarlega sögulegt en útlit er fyrir að leikurinn verði hvergi sýndur. Þarf ekki að festa þennan atburð á filmu? „Ætli við biðjum ekki Guðna [Jónsson, liðsstjóra] um það að grípa í myndavélina á milli vatnspása, meðan við erum þarna inni á. Nei, nei. Það er bara fínt að spila fyrir luktum dyrum. Engin pressa. Engin myndavél og svona,“ sagði Arnór léttur. Pirraðir á að vera ekki í ólympíuumspili núna En hvernig horfa þeir á þessa tvo leiki við Grikkland, á morgun og á laugardag? „Þetta er gott tækifæri til að reyna að sýna sig og fá að spila með þessum gæjum,“ segir Benedikt og Arnór bætir við: „Maður reynir að nýta þær mínútur sem maður fær vel, og njóta þess að spila. Ég held að það séu allir frekar pirraðir að vera ekki að spila frekar í ólympíuumspilinu núna en við reynum að nýta þessa leiki vel til að vera klárir í komandi verkefni.“ Fyrri leikur Íslands og Grikklands hefst á morgun klukkan 14:00 og sá síðari á laugardag klukkan 17:15, að íslenskum tíma.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - KA | Eiga harma að hefna eftir spennutrylli fyrir norðan Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Sjá meira