Múrarinn sem fékk símtal og varð bruggari Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2024 09:08 Hákon Hermannsson framkvæmdastjóri Dokkunnar segir hlutina hafa gerst hratt eftir að hugmyndin að brugghúsinu kviknaði. Vísir/Einar Upphaf fyrsta brugghússins á Vestfjörðum má rekja til afdrifaríks símtals frá mági framkvæmdastjórans. Hann vann við að múra þegar símtalið kom en mánuði eftir það var brugghúsið orðið að veruleika. Aðeins eitt brugghús er starfrækt á Ísafirði en það er Dokkan. Hugmyndin að brugghúsinu kviknaði hinu megin á landinu. „Þetta var svona frekar óvænt. Mágur minn var á ferðalagi á Austurfjörðum á Breiðdalsvík í annarri vinnu og hann hringir í mig og spyr Hákon af hverju er ekki brugghús á Ísafirði og ég hugsaði bara svona ég veit það ekki og þá spyr hann getum við gert eitthvað í því. Ég segi bara já örugglega. Mánuði seinna vorum við búnir að stofna fyrirtæki,“ segir Hákon Hermannsson framkvæmdastjóri Dokkunnar. Hákon var sjálfur að gera allt aðra hluti þegar símtalið kom. „Ég var náttúrulega bara að vinna í múrverki á þessum tíma og þetta var ekkert á stefnuskránni. Þegar við stofnuðum þetta hugsaði ég okei ég brugga kannski einn tvo daga í viku og múra hina en svo hef ég ekkert farið út úr brugghúsinu.“ Hann segir fyrirtækið hafa vaxið hratt og starfið vera fjölbreytt. Þá hefur Hákon verið duglegur við að gera tilraunir og bruggar meðal annars þarabjór. Leyniefni er í öllum bjórunum en efnið er þó ekki meira leyndarmál en svo að Hákon er til í að deila því. „Við eigum náttúrulega besta vatn í heimi hérna á Vestfjörðum. Ég held að líka að við erum ástríðufullir og leggjum mikinn metnað í þetta. Þannig að ég held að góðmennskan og passionið fari út í bjórinn.“ Þá er nú verið að brugga sérstakan bjór í brugghúsinu líkt og síðustu ár fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður á Ísafirði um páskana. Hákon segir tónlistarmanninn Mugison, sem er einn af stofnendum hátíðarinnar, hafa verið með sérósk um að bjórinn í ár yrði glútenlaus. „Hann vildi að ég myndi skýra bjórinn múkki en múkki átti að vera tilvitnun í það að þegar hann drekkur glútenbjóra þá ælir hann eins og múkki þannig ég held að það sé tilvitnunin en ekki Mugison.“ Ísafjarðarbær Áfengi og tóbak Aldrei fór ég suður Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Aðeins eitt brugghús er starfrækt á Ísafirði en það er Dokkan. Hugmyndin að brugghúsinu kviknaði hinu megin á landinu. „Þetta var svona frekar óvænt. Mágur minn var á ferðalagi á Austurfjörðum á Breiðdalsvík í annarri vinnu og hann hringir í mig og spyr Hákon af hverju er ekki brugghús á Ísafirði og ég hugsaði bara svona ég veit það ekki og þá spyr hann getum við gert eitthvað í því. Ég segi bara já örugglega. Mánuði seinna vorum við búnir að stofna fyrirtæki,“ segir Hákon Hermannsson framkvæmdastjóri Dokkunnar. Hákon var sjálfur að gera allt aðra hluti þegar símtalið kom. „Ég var náttúrulega bara að vinna í múrverki á þessum tíma og þetta var ekkert á stefnuskránni. Þegar við stofnuðum þetta hugsaði ég okei ég brugga kannski einn tvo daga í viku og múra hina en svo hef ég ekkert farið út úr brugghúsinu.“ Hann segir fyrirtækið hafa vaxið hratt og starfið vera fjölbreytt. Þá hefur Hákon verið duglegur við að gera tilraunir og bruggar meðal annars þarabjór. Leyniefni er í öllum bjórunum en efnið er þó ekki meira leyndarmál en svo að Hákon er til í að deila því. „Við eigum náttúrulega besta vatn í heimi hérna á Vestfjörðum. Ég held að líka að við erum ástríðufullir og leggjum mikinn metnað í þetta. Þannig að ég held að góðmennskan og passionið fari út í bjórinn.“ Þá er nú verið að brugga sérstakan bjór í brugghúsinu líkt og síðustu ár fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður á Ísafirði um páskana. Hákon segir tónlistarmanninn Mugison, sem er einn af stofnendum hátíðarinnar, hafa verið með sérósk um að bjórinn í ár yrði glútenlaus. „Hann vildi að ég myndi skýra bjórinn múkki en múkki átti að vera tilvitnun í það að þegar hann drekkur glútenbjóra þá ælir hann eins og múkki þannig ég held að það sé tilvitnunin en ekki Mugison.“
Ísafjarðarbær Áfengi og tóbak Aldrei fór ég suður Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira