Leigusamningum Davíðs á Tryggvagötu og Vesturgötu rift Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2024 21:22 Leigusamningum Davíðs Viðarssonar á Tryggvagötu og Vesturgötu hefur verið sagt upp. Vísir Fjelagið eignarhaldsfélag ehf. hefur rift leigusamningum, sem það hafði gert við Vietnamese Cuisine ehf. Síðarnefnda félagið er í eigu Davíðs Viðarssonar, sem situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt fimm öðrum og er grnaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Frá þessu er greint á mbl.is, sem hefur eftir lögmanni Fjelagsins að Davíð hafi haft á leigu hús við Vesturgötu 2 og húsnæði á Tryggvagötu 20. Davíð hafði í huga að opna mathöll við Vesturgötu en leigusamningnum var rift 7. mars síðastliðinn vegna vanefnda. Var það tveimur dögum eftir að Davíð var handtekinn í umfangsmiklum lögregluaðgerðum. „Eigandi eignarinnar að Vesturgötu 2 hefur nú þegar hafið vinnu við frekari þróun eignarinnar, meðal annars með samtölum við áhugasama aðila um rekstur í eigninni,“ er haft eftir lögmanninum í frétt mbl.is. Á Tryggvagötu starfrækti Davíð veitingastaðinn Pho Vietnam, einn fimm staða í þeirri keðju. Sex í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur Eins og áður segir var Davíð handtekinn í umfangsmiklum lögregluaðgerðum í síðustu viku. Davíð, sem einnig er þekktur undir nafninu Quang Le, kom fyrst til umfjöllunar fjölmiðla á síðasta ári þegar upp komst um ólöglegan matvælalager í Sóltúni. Davíð er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi í gegnum fyrirtæki sín Vy-þrif, Pho Vietnam og svo sóiðast Wok On. Veitingastaða- og fasteignaveldi hans er umfangsmikið en skuldir líka miklar. Í aðgerðum lögreglu í síðustu viku fór hú í húsleit á 25 stöðum um landið. Sex voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald grunaðir um aðild að málinu og hefur varðhaldið ver framlengt um tvær vikur. Auk Davíðs er kærasta hans til margra ára í varðhaldi. Sömuleiðis bróðir hans og mágkona. Þá er kona, sem starfaði sem bókari fyrir Davíð á meðal þeirra sex sem eru í varðhaldi. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver sjötti einstaklingurinn er. Sá Wok On fyrir starfsfólki áður en hann varð eini eigandinn Auk þessa sex einstaklinga eru þrír til viðbótar sakborningar í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einn þeirra Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi Wok On. Hann er einn Íslendinga í þessum hópi. Kristján Ólafur stofnaði Wok On í júní 2016 og stækkaði reksturinn hratt. Kristján Ólafur hefur ekki viljað svara fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sá Davíð Wok On fyrir starfsfólki, sem gekk vaktir sem brutu í bága við starfsmannasamning þeirra og vinnulöggjöf. Kristján Ólafur sagði í yfirlýsingu í nóvember, eftir að matvælalagerinn uppgötvaðist í Sóltúni, að Wok On tengdist lagernum ekkert. Þá hefði Davíð engin tengsl við veitingastaðinn þó hann ætti 40 prósenta hlut í Wok on Mathöll ehf. sem starfrækti veitingastaðina á Höfða og í Hafnarfirði. Í janúar síðastliðnum urðu eigendaskipti hjá Wok On samkvæmt gögnum í fyrritækjaskrá. Davíð tók við og Kristján Ólafur hætti. Nokkrum vikum síðar var Kristján Ólafur dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna umfangsmikilla skattsvika. Kristján Ólafur hefur ekkert viljað tjá sig um söluna á Wok On til Davíðs. Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá urðu eigendaskiptin nokkrum vikum fyrr þótt ekki hafi verið skrifað undir eigendaskiptin formlega fyrr en um miðjan janúar. Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Veitingastaðir Mansal Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Wok On meðal sakborninga Quang Le, veitingamaðurinn umsvifamikli sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson þegar upp komst um ólöglegan matvælalegar í Sóltúni, verður í gæsluvarðhaldi næstu tvær vikurnar. Maki hans til margra ára er á meðal handteknu og sömuleiðis bróðir hans. Þá er nýdæmdur skattsvikari með stöðu sakbornings í málinu. 13. mars 2024 14:59 Gefur ekki fimm aura fyrir gagnrýni á Krónuna Framkvæmdastjóri Krónunnar segir fjarstæðukennt að halda því fram að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina til að forðast mögulega skaðabótaskyldu. Fyrirtækið hafi strax brugðist við fréttum af matvælalager í Sóltúni, sem tengdist meðal annars veitingastaðnum Wok On. Þegar rökstuddur grunur um mansal og fleira ólöglegt athæfi hafi legið fyrir, hafi samningi Krónunnar við Wok On verið rift. 12. mars 2024 22:11 Eik var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns og slítur samstarfi Eik fasteignafélagi var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, sem var ráðinn rekstrarstjóri nýrrar mathallar á Glerártorgi á Akureyri. Eik hefur nú slitið samstarfi við Kristján. Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik tekur við rekstrarstjórn á meðan framhald ræðst. 12. mars 2024 20:40 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
Frá þessu er greint á mbl.is, sem hefur eftir lögmanni Fjelagsins að Davíð hafi haft á leigu hús við Vesturgötu 2 og húsnæði á Tryggvagötu 20. Davíð hafði í huga að opna mathöll við Vesturgötu en leigusamningnum var rift 7. mars síðastliðinn vegna vanefnda. Var það tveimur dögum eftir að Davíð var handtekinn í umfangsmiklum lögregluaðgerðum. „Eigandi eignarinnar að Vesturgötu 2 hefur nú þegar hafið vinnu við frekari þróun eignarinnar, meðal annars með samtölum við áhugasama aðila um rekstur í eigninni,“ er haft eftir lögmanninum í frétt mbl.is. Á Tryggvagötu starfrækti Davíð veitingastaðinn Pho Vietnam, einn fimm staða í þeirri keðju. Sex í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur Eins og áður segir var Davíð handtekinn í umfangsmiklum lögregluaðgerðum í síðustu viku. Davíð, sem einnig er þekktur undir nafninu Quang Le, kom fyrst til umfjöllunar fjölmiðla á síðasta ári þegar upp komst um ólöglegan matvælalager í Sóltúni. Davíð er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi í gegnum fyrirtæki sín Vy-þrif, Pho Vietnam og svo sóiðast Wok On. Veitingastaða- og fasteignaveldi hans er umfangsmikið en skuldir líka miklar. Í aðgerðum lögreglu í síðustu viku fór hú í húsleit á 25 stöðum um landið. Sex voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald grunaðir um aðild að málinu og hefur varðhaldið ver framlengt um tvær vikur. Auk Davíðs er kærasta hans til margra ára í varðhaldi. Sömuleiðis bróðir hans og mágkona. Þá er kona, sem starfaði sem bókari fyrir Davíð á meðal þeirra sex sem eru í varðhaldi. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver sjötti einstaklingurinn er. Sá Wok On fyrir starfsfólki áður en hann varð eini eigandinn Auk þessa sex einstaklinga eru þrír til viðbótar sakborningar í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einn þeirra Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi Wok On. Hann er einn Íslendinga í þessum hópi. Kristján Ólafur stofnaði Wok On í júní 2016 og stækkaði reksturinn hratt. Kristján Ólafur hefur ekki viljað svara fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sá Davíð Wok On fyrir starfsfólki, sem gekk vaktir sem brutu í bága við starfsmannasamning þeirra og vinnulöggjöf. Kristján Ólafur sagði í yfirlýsingu í nóvember, eftir að matvælalagerinn uppgötvaðist í Sóltúni, að Wok On tengdist lagernum ekkert. Þá hefði Davíð engin tengsl við veitingastaðinn þó hann ætti 40 prósenta hlut í Wok on Mathöll ehf. sem starfrækti veitingastaðina á Höfða og í Hafnarfirði. Í janúar síðastliðnum urðu eigendaskipti hjá Wok On samkvæmt gögnum í fyrritækjaskrá. Davíð tók við og Kristján Ólafur hætti. Nokkrum vikum síðar var Kristján Ólafur dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna umfangsmikilla skattsvika. Kristján Ólafur hefur ekkert viljað tjá sig um söluna á Wok On til Davíðs. Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá urðu eigendaskiptin nokkrum vikum fyrr þótt ekki hafi verið skrifað undir eigendaskiptin formlega fyrr en um miðjan janúar.
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Veitingastaðir Mansal Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Wok On meðal sakborninga Quang Le, veitingamaðurinn umsvifamikli sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson þegar upp komst um ólöglegan matvælalegar í Sóltúni, verður í gæsluvarðhaldi næstu tvær vikurnar. Maki hans til margra ára er á meðal handteknu og sömuleiðis bróðir hans. Þá er nýdæmdur skattsvikari með stöðu sakbornings í málinu. 13. mars 2024 14:59 Gefur ekki fimm aura fyrir gagnrýni á Krónuna Framkvæmdastjóri Krónunnar segir fjarstæðukennt að halda því fram að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina til að forðast mögulega skaðabótaskyldu. Fyrirtækið hafi strax brugðist við fréttum af matvælalager í Sóltúni, sem tengdist meðal annars veitingastaðnum Wok On. Þegar rökstuddur grunur um mansal og fleira ólöglegt athæfi hafi legið fyrir, hafi samningi Krónunnar við Wok On verið rift. 12. mars 2024 22:11 Eik var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns og slítur samstarfi Eik fasteignafélagi var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, sem var ráðinn rekstrarstjóri nýrrar mathallar á Glerártorgi á Akureyri. Eik hefur nú slitið samstarfi við Kristján. Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik tekur við rekstrarstjórn á meðan framhald ræðst. 12. mars 2024 20:40 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Wok On meðal sakborninga Quang Le, veitingamaðurinn umsvifamikli sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson þegar upp komst um ólöglegan matvælalegar í Sóltúni, verður í gæsluvarðhaldi næstu tvær vikurnar. Maki hans til margra ára er á meðal handteknu og sömuleiðis bróðir hans. Þá er nýdæmdur skattsvikari með stöðu sakbornings í málinu. 13. mars 2024 14:59
Gefur ekki fimm aura fyrir gagnrýni á Krónuna Framkvæmdastjóri Krónunnar segir fjarstæðukennt að halda því fram að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina til að forðast mögulega skaðabótaskyldu. Fyrirtækið hafi strax brugðist við fréttum af matvælalager í Sóltúni, sem tengdist meðal annars veitingastaðnum Wok On. Þegar rökstuddur grunur um mansal og fleira ólöglegt athæfi hafi legið fyrir, hafi samningi Krónunnar við Wok On verið rift. 12. mars 2024 22:11
Eik var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns og slítur samstarfi Eik fasteignafélagi var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, sem var ráðinn rekstrarstjóri nýrrar mathallar á Glerártorgi á Akureyri. Eik hefur nú slitið samstarfi við Kristján. Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik tekur við rekstrarstjórn á meðan framhald ræðst. 12. mars 2024 20:40