Meðal stórstjarnanna má nefna bandarísku burlesque-dívuna Ditu Von Teese, gítarleikarann og leikarann Miyavi Lee Ishihara, Nick Grimshaw, sjónvarps- og útvarpsmann, og kóreska plötusnúðinn Peggy Gou.
Dita Von Teese er með 2,7 milljón fylgjendur á Instagram. Hún var gift tónlistarmanninum Marilyn Manson 2005 til 2007.
Áður en Bríet hélt til Japan var hún á ferðalagi um Balí eftir að hafa lokið störfum sem einn dómaranna fjögurra í seríu af Idol á Stöð 2 í febrúar. Söngkonan hefur því augljóslega haft nóg á prjónunum að undanförnu.




