„Þetta var helvíti á jörðu fyrir mér“ Bjarki Sigurðsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 16. mars 2024 19:45 Lára er þakklát fyrir þau viðbrögð sem hún hefur fengið á Íslandi eftir dvölina í Búlgaríu sem hún lýsir sem helvíti. Lára Björk Sigrúnardóttir, 51 árs íbúi í Sandgerði, var með vinum sínum erlendis í borginni Varna í Búlgaríu í febrúar þegar hún veiktist skyndilega og var flutt með sjúkrabíl á St. Martins spítala í borginni. Lára reyndist vera með sýklasótt, sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu, og var byrjuð að fá drep í bæði fingur og tær. „Ef ég myndi þurfa að líða helvíti þá væri það þetta,“ segir Lára um dvölina á sjúkrahúsinu sem varði í þrjár vikur. „Þetta var helvíti á jörðu fyrir mér.“ „Ég verð bara veik. Ég fæ bara hita og kuldaköst í tvo sólarhringa,“ segir Lára um upphaf veikindanna. Hún segist hafa fengið verk í hendur og fætur og hún endað á að hringja á sjúkrabíl, sem kom. Þá sagði viðbragðsaðili að mögulega væri um hitaverki að ræða og gaf henni sterkt verkjalyf og sagði: „Ef verkjalyfið er ekkert að virka eftir tuttugu mínútur þá verður þú bara að fara á spítala.“ „Og ég bíð í hálftíma og ekkert virkar og ekkert skeður og ég er enn þá að drepast. Ég hringi á sjúkrabíl og við förum upp á spítala. Svo einhverjum klukkutímum seinna fara frændur mínir að hringja og spyrjast um mig. Þeir vilja ekki svara neinu. Það endar þannig þeir eru að hringja að það er bara skellt á, og hann fær engin svör.“ Lára lýsir ástandi sínu þannig að hún hafi verið í miklu móki til að byrja með. Hún hafi síðan verið orðin fjólublá og svört á fingrunum. Þá hafi síminn verið tekinn af henni og henni meinað að hringja í nokkurn mann. Skurðlæknir sagðist ætla að skera útlimina af „Annan sólarhringinn koma þeir með skurðlækni og vilja skera af mér hendurnar og lappirnar,“ segir Lára. „Þessi skurðlæknir var bara að meta hvar hann ætti að saga hendurnar og lappirnar. Það var ákveðið, en ég segi bara „Nei ég er ekki að fara að gera þetta. Ég vil að þetta verði gert á Íslandi.““ Hún hafi þurft að rífast um þetta við heilbrigðisstarfsmann sem hafi brjálast, og hún beðið um að vera útskrifuð af spítalanum. „Hvernig ætlar þú að komast héðan? Þú getur ekki labbað, eða nota hendurnar,“ segir hún hann hafa sagt, og bætt við að hún væri ekki í neinum fötum. „Heyrðu ég ætla bara að hringja á lögregluna ef þið sleppið mér ekki núna. Þetta er bara mannrán,“ svaraði Lára. „Þá róaðist hann aðeins og samþykkti það að hætta við að taka af hendurnar og lappirnar.“ Þá hafi hún loks fengið að hringja, en henni afhentur spítalasíminn sem gat ekki hringt til Íslands. „Þetta er nú það eina sem ég get boðið,“ hafi heilbrigðisstarfsmaðurinn sagt. Látin kona í næsta rúmi Seinna þennan sama dag hafi vinur Láru komið og hún getað hringt í dóttur sína og útskýrt fyrir henni ástandið. Þá hafi þau byrjað að reyna að koma henni heim, en það gengið mjög illa. „Á meðan er ég rosalega veik, fékk blæðingar í maga, og þurfti á miklu blóði að halda,“ segir Lára, sem bætir við að þeim hafi verið tilkynnt að hún fengi ekkert blóð, aðstandendur hennar yrðu að gefa það. „Dóttir mín er alltof blóð lítil. Hún getur ekkert blóð gefið. Og sonur minn er með psóríasis og má ekki gefa blóð,“ útskýrir Lára sem segist þó á endanum hafa fengið blóð. Dvölin á sjúkrahúsinu var Láru erfið. Hún lá á gjörgæsludeild með fullt af öðru fólki, og eina nóttina lést kona í plássinu við hliðina á henni. „Hún var bara látin vera þarna. Ég var alltaf að snúa mér svo ég þyrfti ekki að horfa á hana. Mér fannst þetta mjög óhugnanlegt.“ Hélt að hún væri að deyja Á einum tímapunkti taldi Lára að það væri komið að endalokunum hjá sér. „Ég er eiginlega viss um að ég hafi verið að gefast upp.“ Hún kallaði þá á lækni og sagðist ekki geta meira og bað um að fá að tala við börnin sín. Áður en þau komu hafi hún náð að tala við annan lækni sem sagði: „Það á enginn skilið að fara svona. Þú verður bara að berjast áfram og biðja til Guðs. Þú kemst yfir þetta.“ Það næsta sem Lára man þá stóðu krakkarnir hennar yfir henni. „Þá sat svolítið fast í mér hvað læknirinn hafði verið að segja. Ég var komin með einhverja von aftur.“ Batinn kraftaverki líkast Það var ekki fyrr en Íslendingur búsettur í Varna blandaði sér í málið að Lára losnaði. „Við höfðum aldrei hitt hann eða heyrt um hann. Það var bara í algjörri góðmennsku sem hann kom.“ Og eftir tæpar þrjár vikur inni á spítalanum komst Lára loks heim. Eins og fram hefur komið leit út fyrir að Lára myndi missa bæði hendur og fætur. „Batinn er kraftaverk. Ég held höndunum. Það er ekki alveg ljóst með fæturna, en það kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Lára sem finnur fyrir miklum stuðningi í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Hendur Láru líta svona út í dag. Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Búlgaría Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
„Ef ég myndi þurfa að líða helvíti þá væri það þetta,“ segir Lára um dvölina á sjúkrahúsinu sem varði í þrjár vikur. „Þetta var helvíti á jörðu fyrir mér.“ „Ég verð bara veik. Ég fæ bara hita og kuldaköst í tvo sólarhringa,“ segir Lára um upphaf veikindanna. Hún segist hafa fengið verk í hendur og fætur og hún endað á að hringja á sjúkrabíl, sem kom. Þá sagði viðbragðsaðili að mögulega væri um hitaverki að ræða og gaf henni sterkt verkjalyf og sagði: „Ef verkjalyfið er ekkert að virka eftir tuttugu mínútur þá verður þú bara að fara á spítala.“ „Og ég bíð í hálftíma og ekkert virkar og ekkert skeður og ég er enn þá að drepast. Ég hringi á sjúkrabíl og við förum upp á spítala. Svo einhverjum klukkutímum seinna fara frændur mínir að hringja og spyrjast um mig. Þeir vilja ekki svara neinu. Það endar þannig þeir eru að hringja að það er bara skellt á, og hann fær engin svör.“ Lára lýsir ástandi sínu þannig að hún hafi verið í miklu móki til að byrja með. Hún hafi síðan verið orðin fjólublá og svört á fingrunum. Þá hafi síminn verið tekinn af henni og henni meinað að hringja í nokkurn mann. Skurðlæknir sagðist ætla að skera útlimina af „Annan sólarhringinn koma þeir með skurðlækni og vilja skera af mér hendurnar og lappirnar,“ segir Lára. „Þessi skurðlæknir var bara að meta hvar hann ætti að saga hendurnar og lappirnar. Það var ákveðið, en ég segi bara „Nei ég er ekki að fara að gera þetta. Ég vil að þetta verði gert á Íslandi.““ Hún hafi þurft að rífast um þetta við heilbrigðisstarfsmann sem hafi brjálast, og hún beðið um að vera útskrifuð af spítalanum. „Hvernig ætlar þú að komast héðan? Þú getur ekki labbað, eða nota hendurnar,“ segir hún hann hafa sagt, og bætt við að hún væri ekki í neinum fötum. „Heyrðu ég ætla bara að hringja á lögregluna ef þið sleppið mér ekki núna. Þetta er bara mannrán,“ svaraði Lára. „Þá róaðist hann aðeins og samþykkti það að hætta við að taka af hendurnar og lappirnar.“ Þá hafi hún loks fengið að hringja, en henni afhentur spítalasíminn sem gat ekki hringt til Íslands. „Þetta er nú það eina sem ég get boðið,“ hafi heilbrigðisstarfsmaðurinn sagt. Látin kona í næsta rúmi Seinna þennan sama dag hafi vinur Láru komið og hún getað hringt í dóttur sína og útskýrt fyrir henni ástandið. Þá hafi þau byrjað að reyna að koma henni heim, en það gengið mjög illa. „Á meðan er ég rosalega veik, fékk blæðingar í maga, og þurfti á miklu blóði að halda,“ segir Lára, sem bætir við að þeim hafi verið tilkynnt að hún fengi ekkert blóð, aðstandendur hennar yrðu að gefa það. „Dóttir mín er alltof blóð lítil. Hún getur ekkert blóð gefið. Og sonur minn er með psóríasis og má ekki gefa blóð,“ útskýrir Lára sem segist þó á endanum hafa fengið blóð. Dvölin á sjúkrahúsinu var Láru erfið. Hún lá á gjörgæsludeild með fullt af öðru fólki, og eina nóttina lést kona í plássinu við hliðina á henni. „Hún var bara látin vera þarna. Ég var alltaf að snúa mér svo ég þyrfti ekki að horfa á hana. Mér fannst þetta mjög óhugnanlegt.“ Hélt að hún væri að deyja Á einum tímapunkti taldi Lára að það væri komið að endalokunum hjá sér. „Ég er eiginlega viss um að ég hafi verið að gefast upp.“ Hún kallaði þá á lækni og sagðist ekki geta meira og bað um að fá að tala við börnin sín. Áður en þau komu hafi hún náð að tala við annan lækni sem sagði: „Það á enginn skilið að fara svona. Þú verður bara að berjast áfram og biðja til Guðs. Þú kemst yfir þetta.“ Það næsta sem Lára man þá stóðu krakkarnir hennar yfir henni. „Þá sat svolítið fast í mér hvað læknirinn hafði verið að segja. Ég var komin með einhverja von aftur.“ Batinn kraftaverki líkast Það var ekki fyrr en Íslendingur búsettur í Varna blandaði sér í málið að Lára losnaði. „Við höfðum aldrei hitt hann eða heyrt um hann. Það var bara í algjörri góðmennsku sem hann kom.“ Og eftir tæpar þrjár vikur inni á spítalanum komst Lára loks heim. Eins og fram hefur komið leit út fyrir að Lára myndi missa bæði hendur og fætur. „Batinn er kraftaverk. Ég held höndunum. Það er ekki alveg ljóst með fæturna, en það kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Lára sem finnur fyrir miklum stuðningi í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Hendur Láru líta svona út í dag.
Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Búlgaría Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira