Tók meira en tuttugu mínútur að spila síðustu tvær mínútur leiksins Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 09:29 Ben Affleck og Jennifer Lopez létu sér leiðast í rúmar tuttugu mínútur meðan leikurinn tafðist Kevork Djansezian/Getty Images) Vegna ítrekaðra endurskoðana dómara og bilana í skotklukku tók meira en tuttugu mínútur að spila síðustu tvær mínútur leiksins þegar Golden State Warriors unnu 128-121 gegn Los Angeles Lakers í nótt. Tafirnir hófust þegar 1 mínúta og 50 sekúndur voru eftir af fjórða leikhluta, Warriors þá yfir 124-120. Darvin Ham, þjálfari Lakers, andmælti ákvörðun dómara að láta Warriors fá innkast eftir að Jaxson Hayes og Andrew Wiggins börðust um boltann. Þegar það atvik var í skoðun tóku dómararnir eftir því að þriggja stiga skot Lebron James stuttu áður, þegar 2 mínútur og 7 sekúndur voru eftir, átti að vera dæmt ógilt. Lakers fengu því innkastið en misstu þrjú stig. Dómari leiksins útskýrði að vinstri fótur Lebron James hafi verið útaf vellinum þegar hann skaut úr horninu. Stuttu síðar vildi Lakers liðið meina að Draymond Green hafi skotið ólöglegum þrist fyrir Warriors. Darvin Ham andmælti aftur ákvörðun dómara og hafði rétt fyrir sér, Lakers fékk boltann. Þá gerðist það fjórum sinnum í röð að Lakers reyndu að spila boltanum inn en skotklukka leiksins var ekki að starfa sem skyldi. Áhorfendur voru orðnir ansi þreyttir á biðinni, bauluðu og mótmæltu hástöfum. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Á endanum var gripið til þess ráðs að vallarþulur taldi niður skotklukkuna í hátalarakerfi svo leikurinn gæti haldið áfram. Þrátt fyrir langa bið voru Lakers ekki búnir að útfæra góða sókn, misstu boltann frá sér og Warriors tók forystuna 126-117 þegar 1 mínúta og 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Þrátt fyrir tæknilega örðugleika tókst loks að klára leikinn eftir rúmlega tuttugu mínútna bið, lokatölur 128-121 sigur Warriors. Með þessum sigri skiptu Warriors og Lakers um deildarsæti, þeir núna í 9. sæti með 35 sigra og 31 tap og Lakers í 10. sæti Vestursins með 36 sigra og 32 töp. NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
Tafirnir hófust þegar 1 mínúta og 50 sekúndur voru eftir af fjórða leikhluta, Warriors þá yfir 124-120. Darvin Ham, þjálfari Lakers, andmælti ákvörðun dómara að láta Warriors fá innkast eftir að Jaxson Hayes og Andrew Wiggins börðust um boltann. Þegar það atvik var í skoðun tóku dómararnir eftir því að þriggja stiga skot Lebron James stuttu áður, þegar 2 mínútur og 7 sekúndur voru eftir, átti að vera dæmt ógilt. Lakers fengu því innkastið en misstu þrjú stig. Dómari leiksins útskýrði að vinstri fótur Lebron James hafi verið útaf vellinum þegar hann skaut úr horninu. Stuttu síðar vildi Lakers liðið meina að Draymond Green hafi skotið ólöglegum þrist fyrir Warriors. Darvin Ham andmælti aftur ákvörðun dómara og hafði rétt fyrir sér, Lakers fékk boltann. Þá gerðist það fjórum sinnum í röð að Lakers reyndu að spila boltanum inn en skotklukka leiksins var ekki að starfa sem skyldi. Áhorfendur voru orðnir ansi þreyttir á biðinni, bauluðu og mótmæltu hástöfum. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Á endanum var gripið til þess ráðs að vallarþulur taldi niður skotklukkuna í hátalarakerfi svo leikurinn gæti haldið áfram. Þrátt fyrir langa bið voru Lakers ekki búnir að útfæra góða sókn, misstu boltann frá sér og Warriors tók forystuna 126-117 þegar 1 mínúta og 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Þrátt fyrir tæknilega örðugleika tókst loks að klára leikinn eftir rúmlega tuttugu mínútna bið, lokatölur 128-121 sigur Warriors. Með þessum sigri skiptu Warriors og Lakers um deildarsæti, þeir núna í 9. sæti með 35 sigra og 31 tap og Lakers í 10. sæti Vestursins með 36 sigra og 32 töp.
NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira