Jarðakaup í nýjum tilgangi Halla Hrund Logadóttir skrifar 17. mars 2024 12:31 Við sjáum dæmi dæmi um erlend jarðakaup til útflutnings á jarðefnum í undirbúningi á Mýrdalssandi. Lögin í kringum nýtingu jarðefna voru m.a. hönnuð til að bændur og Vegagerðin hefðu auðvelt aðgengi að möl og sandi til að byggja fjárhús og vegi. Lögin voru ekki hönnuð til að flytja út fjöll og fell. Við sjáum dæmi um erlend kaup á landi til að eignast vatn í Ölfusi. Lögin í kringum vatnið voru meðal annars hönnuð til þess að tryggja sveitarfélögum aðgengi að vatni. Þau gerðu ekki ráð fyrir að vatn væri mikilvæg stragedísk verðmæti í hlýnandi heimi sem flest önnur ríki hafa kortlagt út í ystu æsar. Við sjáum áhuga á jarðakaupum í tilgangi orkunýtingar og innviða aukast en dæmi um slíkt má finna í vatnsafli, vindi og jarðhita. Græna orkan er olía framtíðarinnar og eignarhald á slíkum auðlindum þarf að hugsa til langs tíma. Allt eru þetta dæmi um þróun sem Orkustofnun tekur eftir þar sem málefni kalds og heits vatns, jarðefna og orku er á borði stofnunarinnar. Þróunin vekur upp margs konar spurningar um nauðsyn þess að styrkja lagaramma og stjórnsýslu þessara málaflokka. Alþjóðaviðskipti lífæð þjóðarinnar en sala á auðlindum ekki nauðsynleg Vel er vitað að grunnurinn að velmegun Íslands liggur í öflugum alþjóðaviðskiptum. Það sést í útflutningi á áli og sjávarfangi svo dæmi séu tekin. Miklir möguleikar til framtíðar eru einmitt tengdir viðskiptum á ofangreindum auðlindasviðum líkt og þau metnaðarfullu alþjóðlegu verkefni sem hér hafa verið nefnd bera merki um. Alþjóðaviðskipti og fjárfestingar krefjast þó ekki að auðlindir séu seldar út fyrir landsteinana til að stunda þau. Þvert á móti er hægt að laða að erlent fjármagn og stunda öflug viðskipti áöllum ofangreindum sviðum til dæmis með því að veita aðkomu að verkefnum í gegnum nýtingarleyfi til lengri tíma svo að fjárfesting sé arðbær og eftirsótt. Fjárfesting í gegnum nýtingarleyfi er til dæmis nýtt í auðlindaríku landi líkt og Ástralíu. Auðlindin er þá nær því að vera til leigu af eiganda sem fjárfestir í ólíkum verkefnum hverju sinni. Fleiri leiðir eru færar og hægt að greina eftir því sem sýn og markmið stjórnmála eru á málin. Af hverju skiptir þetta máli: Geopólitík og hagsmunir ríkja til langs tíma Þegar fjöldi jarða er þegar í erlendri eigu, og auðlindir því sömuleiðis, er eðlilegt að spyrja hvort þetta sé eitthvað til að taka slaginn fyrir. En yfir langan tíma þegar að einstakir bútar landsins raðast saman upp í stærri heildarmynd þá getur niðurstaðan haft áhrif ástjórn okkar og hagsmuni bæði innan lands og utan. Þess vegna þarf að teikna upp mismunandi sviðsmyndir af eignarhaldi auðlinda og greina hvað þær geta þýtt fyrir landið fyrir komandi kynslóðir. Þannig má taka meðvitaðar ákvarðanir um hvert skal haldið með útfærslu í lögum og reglum og styðja þróun byggða landsins um leið. Barátta fortíðarinnar Við getum verið þakklát ýmsum baráttumálum fortíðarinnar á sviði auðlindamála. Vel er lýst í ævisögu Jóhannesar Nordal þeirri hugsun ríkisins að kaupendur orkunnar gætu verið erlendir fjárfestar og fyrirtæki líkt og álverin, en að framleiðslan á orkunni væri í innlendri eigu. Höfum í huga að slíkt var alls ekki sjálfsagt. Í mörgum ríkjum eiga fyrirtæki virkjanirnar sömuleiðis og svo hefði vel geta farið hér. Þessi langtímahugsun forvera okkar tryggði hins vegar að við eigum gríðarleg verðmæti í virkjunum landsins í dag. Í sjávarútveginum er annað gott dæmi. Þar háðum við endurtekin þorskastríð við Breta til að tryggja að við ættum fiskinn í sjónumvið landið okkar. Þótt ýmis deilumál hafi risið um kvótakerfið má samt segja að flestir séu sammála um að við getum verið þakklát þeirri niðurstöðu að takmarkanir voru settar á erlent eignarhald auðlindarinnar sjálfrar sem skilar miklu í þjóðarbúið. Fyrir framtíðina Áþeim tíma sem Landsvirkjun var stofnuð og barist var fyrir landhelginni voru Íslendingar að leggja grunn að framtíð sinni sem nýlega sjálfstæðu ríki og mikil áhersla var lögð á að byggja til framtíðar. Í dag hefur samfélagið vaxið og dafnað og verðmæti þessara auðlinda okkar – hvort sem er kalt eða heitt vatn, orku og jarðefna – sömuleiðis aukist til muna. Í raun má segja að við höfum aldrei verið með jafn góð spil á hendi og möguleikar okkar eru óteljandi og öfundsverðir í alþjóðlegu samhengi. Við þurfum hins vegar að vera saman að láta okkur málin varða svo að vel sé búið um hnútana og tækifærin fyrir samfélagið nýtt til fulls. Með slíkri langtímahugsun má tryggja að afkomendur okkar geti, líkt og við, litið um öxl og fyllst þakklæti yfir hvernig við spiluðum úr spilunum af kostgæfni; fyrir kynslóðir okkar tíma en ekki síður fyrir framtíðina. Höfundur er Orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard-háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Jarða- og lóðamál Námuvinnsla Jarðakaup útlendinga Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Við sjáum dæmi dæmi um erlend jarðakaup til útflutnings á jarðefnum í undirbúningi á Mýrdalssandi. Lögin í kringum nýtingu jarðefna voru m.a. hönnuð til að bændur og Vegagerðin hefðu auðvelt aðgengi að möl og sandi til að byggja fjárhús og vegi. Lögin voru ekki hönnuð til að flytja út fjöll og fell. Við sjáum dæmi um erlend kaup á landi til að eignast vatn í Ölfusi. Lögin í kringum vatnið voru meðal annars hönnuð til þess að tryggja sveitarfélögum aðgengi að vatni. Þau gerðu ekki ráð fyrir að vatn væri mikilvæg stragedísk verðmæti í hlýnandi heimi sem flest önnur ríki hafa kortlagt út í ystu æsar. Við sjáum áhuga á jarðakaupum í tilgangi orkunýtingar og innviða aukast en dæmi um slíkt má finna í vatnsafli, vindi og jarðhita. Græna orkan er olía framtíðarinnar og eignarhald á slíkum auðlindum þarf að hugsa til langs tíma. Allt eru þetta dæmi um þróun sem Orkustofnun tekur eftir þar sem málefni kalds og heits vatns, jarðefna og orku er á borði stofnunarinnar. Þróunin vekur upp margs konar spurningar um nauðsyn þess að styrkja lagaramma og stjórnsýslu þessara málaflokka. Alþjóðaviðskipti lífæð þjóðarinnar en sala á auðlindum ekki nauðsynleg Vel er vitað að grunnurinn að velmegun Íslands liggur í öflugum alþjóðaviðskiptum. Það sést í útflutningi á áli og sjávarfangi svo dæmi séu tekin. Miklir möguleikar til framtíðar eru einmitt tengdir viðskiptum á ofangreindum auðlindasviðum líkt og þau metnaðarfullu alþjóðlegu verkefni sem hér hafa verið nefnd bera merki um. Alþjóðaviðskipti og fjárfestingar krefjast þó ekki að auðlindir séu seldar út fyrir landsteinana til að stunda þau. Þvert á móti er hægt að laða að erlent fjármagn og stunda öflug viðskipti áöllum ofangreindum sviðum til dæmis með því að veita aðkomu að verkefnum í gegnum nýtingarleyfi til lengri tíma svo að fjárfesting sé arðbær og eftirsótt. Fjárfesting í gegnum nýtingarleyfi er til dæmis nýtt í auðlindaríku landi líkt og Ástralíu. Auðlindin er þá nær því að vera til leigu af eiganda sem fjárfestir í ólíkum verkefnum hverju sinni. Fleiri leiðir eru færar og hægt að greina eftir því sem sýn og markmið stjórnmála eru á málin. Af hverju skiptir þetta máli: Geopólitík og hagsmunir ríkja til langs tíma Þegar fjöldi jarða er þegar í erlendri eigu, og auðlindir því sömuleiðis, er eðlilegt að spyrja hvort þetta sé eitthvað til að taka slaginn fyrir. En yfir langan tíma þegar að einstakir bútar landsins raðast saman upp í stærri heildarmynd þá getur niðurstaðan haft áhrif ástjórn okkar og hagsmuni bæði innan lands og utan. Þess vegna þarf að teikna upp mismunandi sviðsmyndir af eignarhaldi auðlinda og greina hvað þær geta þýtt fyrir landið fyrir komandi kynslóðir. Þannig má taka meðvitaðar ákvarðanir um hvert skal haldið með útfærslu í lögum og reglum og styðja þróun byggða landsins um leið. Barátta fortíðarinnar Við getum verið þakklát ýmsum baráttumálum fortíðarinnar á sviði auðlindamála. Vel er lýst í ævisögu Jóhannesar Nordal þeirri hugsun ríkisins að kaupendur orkunnar gætu verið erlendir fjárfestar og fyrirtæki líkt og álverin, en að framleiðslan á orkunni væri í innlendri eigu. Höfum í huga að slíkt var alls ekki sjálfsagt. Í mörgum ríkjum eiga fyrirtæki virkjanirnar sömuleiðis og svo hefði vel geta farið hér. Þessi langtímahugsun forvera okkar tryggði hins vegar að við eigum gríðarleg verðmæti í virkjunum landsins í dag. Í sjávarútveginum er annað gott dæmi. Þar háðum við endurtekin þorskastríð við Breta til að tryggja að við ættum fiskinn í sjónumvið landið okkar. Þótt ýmis deilumál hafi risið um kvótakerfið má samt segja að flestir séu sammála um að við getum verið þakklát þeirri niðurstöðu að takmarkanir voru settar á erlent eignarhald auðlindarinnar sjálfrar sem skilar miklu í þjóðarbúið. Fyrir framtíðina Áþeim tíma sem Landsvirkjun var stofnuð og barist var fyrir landhelginni voru Íslendingar að leggja grunn að framtíð sinni sem nýlega sjálfstæðu ríki og mikil áhersla var lögð á að byggja til framtíðar. Í dag hefur samfélagið vaxið og dafnað og verðmæti þessara auðlinda okkar – hvort sem er kalt eða heitt vatn, orku og jarðefna – sömuleiðis aukist til muna. Í raun má segja að við höfum aldrei verið með jafn góð spil á hendi og möguleikar okkar eru óteljandi og öfundsverðir í alþjóðlegu samhengi. Við þurfum hins vegar að vera saman að láta okkur málin varða svo að vel sé búið um hnútana og tækifærin fyrir samfélagið nýtt til fulls. Með slíkri langtímahugsun má tryggja að afkomendur okkar geti, líkt og við, litið um öxl og fyllst þakklæti yfir hvernig við spiluðum úr spilunum af kostgæfni; fyrir kynslóðir okkar tíma en ekki síður fyrir framtíðina. Höfundur er Orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard-háskóla.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun