Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2024 15:44 Donald Trump á sviði í Ohio í gær. AP/Meg Kinnard Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. Ræðuna hélt Trump í Ohio í gær og fór hann um víðan völl í um níutíu mínútna langri ræðunni. Eins og fram kemur í frétt New York Times varpaði Trump frá sér móðgunum og spáði því að ef hann yrði ekki forseti Bandaríkjanna yrðu kosningarnar í nóvember þær síðustu í Bandaríkjunum. Meðal annars líkti hann flótta- og farandfólki við dýr og sagði að ef hann tapaði gegn Joe Biden í nóvember myndu bandaríkin ganga gegnum blóðbað. Þegar hann talaði um farand- og flóttafólk og ólöglega innflytjendur hélt Trump því fram að önnur ríki hefðu tæmt fangelsi sín og sent glæpamenn að landamærum Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvort þið kallið þau „fólk“, í sumum tilfellum,“ sagði Trump. „Þetta er ekki fólk, að mínu áliti.“ Seinna meir kallaði hann þetta fólk „dýr“. Embættismenn, og þar af menn sem störfuðu í ríkisstjórn Trumps, segja flesta sem koma að landamærunum vera fátækt og viðkvæmt fólk í leit að betra lífi. Það er ekkert sem bendir til þess að farand- og flóttafólk fremji frekar glæpi en annað fólk. "I don't know if you call them people ... these are animals" -- Trump on undocumented immigration pic.twitter.com/HVO7AqHDih— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump lýsti fjölgun farand- og flóttafólks á landamærunum við innrás og kenndi Joe Biden um. Trump sjálfur kom þó nýverið í veg fyrir að frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka og hefði leitt til einhverra umfangsmestu aðgerða á landamærunum í áratugi, yrði að lögum. Þá lýsti hann því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Varaði við efnahagslegu „blóðbaði“ Á einum tímapunkti í ræðu sinni var Trump að tala um efnahagsmál í Bandaríkjunum, tolla, samkeppni við Kína og bílaframleiðslu. Hann hét því að setja umfangsmikla tolla á erlenda bíla, þar sem Kínverjar ætluðu að framleiða mikinn fjölda bíla í Mexíkó. „Við ætlum að setja hundrað prósenta toll á hvern einasta bíl sem kemur yfir landamærin og þið munið ekki geta selt þessum aðilum…Ef ég verð kjörinn,“ sagði Trump. „Ef ég verð ekki kjörinn, verður þetta blóðbað fyrir allt…Það verður það minnsta. Þetta verður blóðbað fyrir landið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump ítrekað í ræðu sinni að hann í erfiðleikum með að lesa textavélina og var augljóst að hann var ítrekað að leika af fingrum fram. "Don't pay the teleprompter company" -- Trump, having a hard time reading the teleprompter in the wind, muses about stiffing the company that set it up pic.twitter.com/b2KVEgN2pB— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump gerði grín að því að héraðssaksóknari Fulton-sýslu, sem heldur utan um eitt af fjórum dómsmálum gegn honum héti Fani Willis, því nafnið Fani hljómaði eins og „fanny“ sem er enskt orð yfir rass. Hann kallaði Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, Gavin New-scum og gerði grín að holdarfari ríkisstjóra Illinois. Trump kallaði Joe Biden, forseta, nokkrum sinnum heimskan í ræðu sinni. Á einum tímapunkti virtist Trump ætla að kalla Biden „heimskan tíkarson“ en hætti við. "How about a couple more indictments, Joe, you dumb sonofa ... " -- Trump pic.twitter.com/pHnz1Rn4sR— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Ræðuna hélt Trump í Ohio í gær og fór hann um víðan völl í um níutíu mínútna langri ræðunni. Eins og fram kemur í frétt New York Times varpaði Trump frá sér móðgunum og spáði því að ef hann yrði ekki forseti Bandaríkjanna yrðu kosningarnar í nóvember þær síðustu í Bandaríkjunum. Meðal annars líkti hann flótta- og farandfólki við dýr og sagði að ef hann tapaði gegn Joe Biden í nóvember myndu bandaríkin ganga gegnum blóðbað. Þegar hann talaði um farand- og flóttafólk og ólöglega innflytjendur hélt Trump því fram að önnur ríki hefðu tæmt fangelsi sín og sent glæpamenn að landamærum Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvort þið kallið þau „fólk“, í sumum tilfellum,“ sagði Trump. „Þetta er ekki fólk, að mínu áliti.“ Seinna meir kallaði hann þetta fólk „dýr“. Embættismenn, og þar af menn sem störfuðu í ríkisstjórn Trumps, segja flesta sem koma að landamærunum vera fátækt og viðkvæmt fólk í leit að betra lífi. Það er ekkert sem bendir til þess að farand- og flóttafólk fremji frekar glæpi en annað fólk. "I don't know if you call them people ... these are animals" -- Trump on undocumented immigration pic.twitter.com/HVO7AqHDih— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump lýsti fjölgun farand- og flóttafólks á landamærunum við innrás og kenndi Joe Biden um. Trump sjálfur kom þó nýverið í veg fyrir að frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka og hefði leitt til einhverra umfangsmestu aðgerða á landamærunum í áratugi, yrði að lögum. Þá lýsti hann því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Varaði við efnahagslegu „blóðbaði“ Á einum tímapunkti í ræðu sinni var Trump að tala um efnahagsmál í Bandaríkjunum, tolla, samkeppni við Kína og bílaframleiðslu. Hann hét því að setja umfangsmikla tolla á erlenda bíla, þar sem Kínverjar ætluðu að framleiða mikinn fjölda bíla í Mexíkó. „Við ætlum að setja hundrað prósenta toll á hvern einasta bíl sem kemur yfir landamærin og þið munið ekki geta selt þessum aðilum…Ef ég verð kjörinn,“ sagði Trump. „Ef ég verð ekki kjörinn, verður þetta blóðbað fyrir allt…Það verður það minnsta. Þetta verður blóðbað fyrir landið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump ítrekað í ræðu sinni að hann í erfiðleikum með að lesa textavélina og var augljóst að hann var ítrekað að leika af fingrum fram. "Don't pay the teleprompter company" -- Trump, having a hard time reading the teleprompter in the wind, muses about stiffing the company that set it up pic.twitter.com/b2KVEgN2pB— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump gerði grín að því að héraðssaksóknari Fulton-sýslu, sem heldur utan um eitt af fjórum dómsmálum gegn honum héti Fani Willis, því nafnið Fani hljómaði eins og „fanny“ sem er enskt orð yfir rass. Hann kallaði Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, Gavin New-scum og gerði grín að holdarfari ríkisstjóra Illinois. Trump kallaði Joe Biden, forseta, nokkrum sinnum heimskan í ræðu sinni. Á einum tímapunkti virtist Trump ætla að kalla Biden „heimskan tíkarson“ en hætti við. "How about a couple more indictments, Joe, you dumb sonofa ... " -- Trump pic.twitter.com/pHnz1Rn4sR— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira