Af hverju eru næringarsnauð matvæli í forgrunni við íþróttaiðkun barna okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar 19. mars 2024 07:00 Flestir sem stunda íþróttir vita að góð næring skiptir miklu máli fyrir bæði heilsu og árangur. Þegar kemur að ungmennum sem taka þátt í íþróttum er góð næring sérstaklega mikilvæg þar sem börn og unglingar ganga í gegnum miklar líkamlegar breytingar og er nauðsynlegt fyrir þau að mæta næringarþörf sinni. Mikilvægt er fyrir börn og unglinga sem stunda íþróttir að fá réttar upplýsingar um næringu sem styður við vöxt þeirra og þroska og veitir þá viðbótarorku sem getur verið þörf á í kringum þjálfun. Ungmenni í íþróttum hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir orku og næringarefni en fullorðnir og þarf því að tryggja að þau matvæli sem ungmennin velja sér að borða séu bæði orku- og næringarrík. Matarumhverfi mótar hegðun fólks og hefur sterk áhrif á fæðuval og fæðuvenjur. Þegar börn eiga í hlut er mikilvægt að leggja áherslu á þætti sem hafa jákvæð áhrif á lífsstíl og heilsuhegðun en á þessum aldri er fæðumynstur að mótast til framtíðar. Það er því mikilvægt að byrja strax og hvetja til uppbyggilegrar heilsuhegðunar snemma á lífsleiðinni til að byggja upp góðan grunn fyrir framtíðina. Við íþróttaiðkun fá börn oft misvísandi skilaboð um heilsu þar sem þau eru hvött til að hreyfa sig sér til heilsubótar en óheilsusamlegir matarkostir blasa oft við þeim, bæði í veitingasölu og á auglýsingaskiltum í íþróttasölum. Á íþróttaviðburðum er yfirleitt mikið magn af næringarsnauðum kostum eins og bakkelsi, sælgæti og gosdrykkjum til sölu. Þessar matvörur innihalda ekki mikið magn nauðsynlegra næringarefna fyrir litla kroppa sem eru að vaxa og þroskast. Það að næringarsnauðir kostir séu meira áberandi bæði í veitingasölum og sem auglýsingar á veggjum íþróttamiðstöðva þegar íþróttaviðburðir fyrir unga iðkendur eiga sér stað er ekki í samræmi við það hlutverk sem eðlilegt væri að fælist í íþróttastarfi með börnum sem ætti að hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Mikilvægt er að börn og ungmenni hafi aðgang að hollum mat og drykk við íþróttaiðkun sína og er kjörið fyrir íþróttafélög að hvetja til heilsusamlegrar næringar með því að bjóða upp á næringarríka valkosti á íþróttaviðburðum. Einnig er mikilvægt að börn í íþróttum fái fræðslu um næringarríkt, fjölbreytt og heilsusamlegt mataræði. Hins vegar dugar fræðsla oft ekki ein og sér heldur þarf einnig að taka til aðgerða á öðrum vettvangi og kemur þar umhverfið inn sem einn helsti áhrifavaldur. Með því að breyta matarumhverfinu við íþróttaiðkun barna er hægt að hafa mikil áhrif á fæðuval þeirra. Ungmenni í íþróttum líta gjarnan upp til eldri iðkenda, þjálfara og foreldra og þurfum við því öll að vera góðar fyrirmyndir þegar það kemur að heilsusamlegum lífsstíl og sérstaklega þegar það kemur að næringu. Við sem erum fyrirmyndir fyrir þennan hóp þurfum að hafa í huga hvað við erum sjálf að borða, hvaða mat við erum að bjóða upp á heima, í veitingasölum íþróttamiðstöðva og við æfingar og keppni ungra barna. Hér ber einnig að nefna markaðssetningu, en í mörgum tilfellum sjáum við afreksíþróttafólkið okkar auglýsa orkudrykki, gosdrykki og próteinbættar matvörur sem eru ekki æskilegar börnum í tengslum við íþróttaiðkun. Ábyrgðin liggur því víða og við þurfum að leggjast öll á eitt við að auka til muna aðgengi og sýnileika á hollri fæðu og drykkjum við íþróttaiðkun ungmenna og hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Það ætti að vera stefna hvers íþróttafélags að styðja við heilbrigðar fæðuvenjur ungra iðkenda sinna. Ég hvet sveitarfélög og íþróttafélög til að setja sér stefnu í næringarmálum og bjóða upp á næringarrík matvæli í íþróttamiðstöðum og á íþróttaviðburðum barna. Á heilsuveru er að finna ýmsar upplýsingar tengt næringu barna við íþróttaiðkun og hugmyndum af máltíðum https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/naering/ithrottir-og-naering/naering-barna-i-ithrottum/. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir sem stunda íþróttir vita að góð næring skiptir miklu máli fyrir bæði heilsu og árangur. Þegar kemur að ungmennum sem taka þátt í íþróttum er góð næring sérstaklega mikilvæg þar sem börn og unglingar ganga í gegnum miklar líkamlegar breytingar og er nauðsynlegt fyrir þau að mæta næringarþörf sinni. Mikilvægt er fyrir börn og unglinga sem stunda íþróttir að fá réttar upplýsingar um næringu sem styður við vöxt þeirra og þroska og veitir þá viðbótarorku sem getur verið þörf á í kringum þjálfun. Ungmenni í íþróttum hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir orku og næringarefni en fullorðnir og þarf því að tryggja að þau matvæli sem ungmennin velja sér að borða séu bæði orku- og næringarrík. Matarumhverfi mótar hegðun fólks og hefur sterk áhrif á fæðuval og fæðuvenjur. Þegar börn eiga í hlut er mikilvægt að leggja áherslu á þætti sem hafa jákvæð áhrif á lífsstíl og heilsuhegðun en á þessum aldri er fæðumynstur að mótast til framtíðar. Það er því mikilvægt að byrja strax og hvetja til uppbyggilegrar heilsuhegðunar snemma á lífsleiðinni til að byggja upp góðan grunn fyrir framtíðina. Við íþróttaiðkun fá börn oft misvísandi skilaboð um heilsu þar sem þau eru hvött til að hreyfa sig sér til heilsubótar en óheilsusamlegir matarkostir blasa oft við þeim, bæði í veitingasölu og á auglýsingaskiltum í íþróttasölum. Á íþróttaviðburðum er yfirleitt mikið magn af næringarsnauðum kostum eins og bakkelsi, sælgæti og gosdrykkjum til sölu. Þessar matvörur innihalda ekki mikið magn nauðsynlegra næringarefna fyrir litla kroppa sem eru að vaxa og þroskast. Það að næringarsnauðir kostir séu meira áberandi bæði í veitingasölum og sem auglýsingar á veggjum íþróttamiðstöðva þegar íþróttaviðburðir fyrir unga iðkendur eiga sér stað er ekki í samræmi við það hlutverk sem eðlilegt væri að fælist í íþróttastarfi með börnum sem ætti að hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Mikilvægt er að börn og ungmenni hafi aðgang að hollum mat og drykk við íþróttaiðkun sína og er kjörið fyrir íþróttafélög að hvetja til heilsusamlegrar næringar með því að bjóða upp á næringarríka valkosti á íþróttaviðburðum. Einnig er mikilvægt að börn í íþróttum fái fræðslu um næringarríkt, fjölbreytt og heilsusamlegt mataræði. Hins vegar dugar fræðsla oft ekki ein og sér heldur þarf einnig að taka til aðgerða á öðrum vettvangi og kemur þar umhverfið inn sem einn helsti áhrifavaldur. Með því að breyta matarumhverfinu við íþróttaiðkun barna er hægt að hafa mikil áhrif á fæðuval þeirra. Ungmenni í íþróttum líta gjarnan upp til eldri iðkenda, þjálfara og foreldra og þurfum við því öll að vera góðar fyrirmyndir þegar það kemur að heilsusamlegum lífsstíl og sérstaklega þegar það kemur að næringu. Við sem erum fyrirmyndir fyrir þennan hóp þurfum að hafa í huga hvað við erum sjálf að borða, hvaða mat við erum að bjóða upp á heima, í veitingasölum íþróttamiðstöðva og við æfingar og keppni ungra barna. Hér ber einnig að nefna markaðssetningu, en í mörgum tilfellum sjáum við afreksíþróttafólkið okkar auglýsa orkudrykki, gosdrykki og próteinbættar matvörur sem eru ekki æskilegar börnum í tengslum við íþróttaiðkun. Ábyrgðin liggur því víða og við þurfum að leggjast öll á eitt við að auka til muna aðgengi og sýnileika á hollri fæðu og drykkjum við íþróttaiðkun ungmenna og hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Það ætti að vera stefna hvers íþróttafélags að styðja við heilbrigðar fæðuvenjur ungra iðkenda sinna. Ég hvet sveitarfélög og íþróttafélög til að setja sér stefnu í næringarmálum og bjóða upp á næringarrík matvæli í íþróttamiðstöðum og á íþróttaviðburðum barna. Á heilsuveru er að finna ýmsar upplýsingar tengt næringu barna við íþróttaiðkun og hugmyndum af máltíðum https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/naering/ithrottir-og-naering/naering-barna-i-ithrottum/. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun