Ekki með Ítalíu eftir meinta kynþáttafordóma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 17:45 Francesco Acerbi (til vinstri) verður ekki með ítalska landsliðinu í komandi leikjum. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Francesco Acerbi, miðvörður toppliðs Inter Milan, hefur dregið sig úr landsliðshópi Ítalíu fyrir komandi verkefni eftir ásakanir um kynþáttafordóma í leik Inter og Napolí á dögunum. Hinn 36 ára gamli Acerbi hefur leikið 34 A-landsleiki á ferli sínum sem spannar nærri tvo áratugi. Hann upphaflega valinn í hópinn sem leikur vináttulandsleiki við Venesúela og Ekvador í Bandaríkjunum en Gianluca Mancini hefur nú tekið sæti hans. Í leiknum gegn Napoli fór Juan Jesus, upp að dómara leiksins sem kallar Acerbi í kjölfarið til sín. Í gær, mánudag, birti Jesus svo færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segir Acerbi hafa notað orðið „svartur“ á niðrandi hátt. Hinn 36 ára gamli Acerbi neitar sök og var ekki refsað á meðan leik stóð. Inter Milan defender Francesco Acerbi is facing an investigation over an alleged racist remark he made towards Napoli s Juan Jesus during Sunday s 1-1 draw at San Siro.https://t.co/7GppM1eRH5— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 19, 2024 Í yfirlýsingu frá FIGC, ítalska knattspyrnusambandinu, segir að Acerbi hafi útskýrt sína hlið fyrir landsliðsþjálfaranum Luciano Spalletti og samherjum sínum. Þar hélt hann því statt og stöðugt fram að engin niðrandi orð hefur verið látin falla og hann hafi á engan hátt gerst sekur um kynþáttaníð. Það var þó ákveðið að hann myndi stíga til hliðar að þessu sinni og ekki vera hluti af hópnum að þessu sinni. Jesus hefur aðra sögu að segja og segir að Acerbi hafi beðið sig afsökunar eftir að hann kvartaði til dómara leiksins. Ku Acerbi hafa sagt „farðu í burtu, þú ert bara svartur.“ View this post on Instagram A post shared by Juan Jesus (@juan05jesus) „Í dag breytti hann staðreyndum málsins og segist ekki hafa sagt neitt sem túlka má sem kynþáttaníð. Ég hef engu við það að bæta,“ sagði Jesus einnig á Instagram-síðu sinni. Rannsókn á málinu stendur nú yfir. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Acerbi hefur leikið 34 A-landsleiki á ferli sínum sem spannar nærri tvo áratugi. Hann upphaflega valinn í hópinn sem leikur vináttulandsleiki við Venesúela og Ekvador í Bandaríkjunum en Gianluca Mancini hefur nú tekið sæti hans. Í leiknum gegn Napoli fór Juan Jesus, upp að dómara leiksins sem kallar Acerbi í kjölfarið til sín. Í gær, mánudag, birti Jesus svo færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segir Acerbi hafa notað orðið „svartur“ á niðrandi hátt. Hinn 36 ára gamli Acerbi neitar sök og var ekki refsað á meðan leik stóð. Inter Milan defender Francesco Acerbi is facing an investigation over an alleged racist remark he made towards Napoli s Juan Jesus during Sunday s 1-1 draw at San Siro.https://t.co/7GppM1eRH5— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 19, 2024 Í yfirlýsingu frá FIGC, ítalska knattspyrnusambandinu, segir að Acerbi hafi útskýrt sína hlið fyrir landsliðsþjálfaranum Luciano Spalletti og samherjum sínum. Þar hélt hann því statt og stöðugt fram að engin niðrandi orð hefur verið látin falla og hann hafi á engan hátt gerst sekur um kynþáttaníð. Það var þó ákveðið að hann myndi stíga til hliðar að þessu sinni og ekki vera hluti af hópnum að þessu sinni. Jesus hefur aðra sögu að segja og segir að Acerbi hafi beðið sig afsökunar eftir að hann kvartaði til dómara leiksins. Ku Acerbi hafa sagt „farðu í burtu, þú ert bara svartur.“ View this post on Instagram A post shared by Juan Jesus (@juan05jesus) „Í dag breytti hann staðreyndum málsins og segist ekki hafa sagt neitt sem túlka má sem kynþáttaníð. Ég hef engu við það að bæta,“ sagði Jesus einnig á Instagram-síðu sinni. Rannsókn á málinu stendur nú yfir.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira