Um er að ræða 246 fermetra hús á tveimur hæðum. Efnisval við uppbyggingu hússins einkennist af miklum munaði og er eignin búin öllum nútíma þægindum. Ásett verð er um 22 milljónir danskar krónur eða 440 milljónir íslenskar.


Útidyrahurðin er með þeim fallegri sem sést hefur, bogadregin máluð svört í stíl við glugga hússins. Gengið er inn í stórt og voldugt andyri með aukinni lofthæð og panelklæddum veggjum.
Eldhúsið er rúmgott með fallegri ljósri innréttingu með gulllita höldum. Í miðju rýminu er stór og mikilfengleg eyja sem hægt er að sitja við. Á borðum og á vegg bakvið helluborðið er steinn í hlýlegum tón.



Stofurnar eru innréttaðar í hlýlegum og mjúkum litatónum með náttúrulegu efnisvali og svörtum hluggum sem gefur rýminu fallegan kontrast. Á gólfum er gegnheilt eikarparket í fiskabeinamynstri sem er sannkölluð klassík í skandinavískri innanhúshönnun.
Samtals eru þrjú svefnherbergi í húsinu, öll eru þau með sér baðherbergi. Í kjallara er auka íbúð með sérinngangi með eldhúsi, baðherbergi, setustofu og innfrarauð gufa.
Garðurinn er sérlega glæsilegur og vel snyrtur garður með stórri verönd og lítilli sundlaug. Auk þess fylgir húsinu einkabrú við ströndina.
Nánari upplýsingar má finna á fasteignavefnum elbaeks.dk













