Samfylkingin slær ryki í augu almennings Hildur Sverrisdóttir skrifar 20. mars 2024 19:00 Málflutningur Samfylkingarinnar í máli fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðunni veldur miklum vonbrigðum. Það var til að mynda ótrúlegt að hlusta á formann Samfylkingarinnar í Kastljósi í gærkvöldi. Í aðra röndina talaði hún um sjálfstæði Bankasýslunnar, en í hina lýsti hún mikilli furðu yfir því að fjármálaráðherra hefði ekki stigið sjálf fyrirfram inn í kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Eigandastefna ríkisins tekur fyrir samskipti um rekstur félaga Afstaða formannsins stenst enga skoðun. Í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem nær til þeirra fjármálafyrirtækja sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með: „Meginverkefni Bankasýslu ríkisins er að sjá um samskipti ríkisins við fjármálafyrirtæki sem ríkið á eignarhluti í og tengjast eigendahlutverki þess. Þau samskipti eiga að meginstefnu til að fara fram í gegnum stjórnir fjármálafyrirtækjanna. Vegna armslengdarsjónarmiða laganna er ekki gert ráð fyrir að þessir aðilar eigi bein samskipti við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að eignarhaldi ríkisins eða rekstri félaganna.“ Upplýsingar um fyrirhuguð kaup eru lögum samkvæmt innherjaupplýsingar, en samt taldi formaður Samfylkingarinnar að „hundruðir opinberra starfsmanna” hefðu átt að getað upplýst fjármálaráðherra nægilega um fyrirhuguð viðskipti til að hún stigi inn í þau. Viðskipti sem bankaráð Landsbankans hafði ekki einu sinni upplýst Bankasýsluna formlega um og það þrátt fyrir að í fyrrgreindri eigendastefnu segi að fjármálafyrirtæki skuli bera allar „meiriháttar aðgerðir“ undir hana - sem kaup að andvirði tæplega þrjátíu þúsund milljóna íslenskra króna auðvitað er. Það er furðulegt að formaður Samfylkingarinnar skuli ekki þekkja eigandastefnu ríkisins betur en raun ber vitni: Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir beinum samskiptum við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. 12 Eurovision stig til ráðherra Formaður Samfylkingarinnar taldi það svo engan veginn kjarna máls að ríkisbanki væri hér að soga til sín og ríkisvæða tryggingafélag á almennum markaði. Aðalatriðið væri auðvitað „ákvarðanatökuferlið” eins og hún orðaði það. Ákvarðanatökuferli sem var reyndar bara upp á tíu hjá hæstvirtum ráðherra. 12 Eurovision-stig til ráðherra fyrir ákvarðanatökuferli sitt í þessu máli upp á punkt og prik eins og lagt er upp með í hinni ágætu eigandastefnu. Þá gagnrýndi formaðurinn að Bankasýslan, sem Samfylkingin kom á fót, hefði ekki verið lögð niður innan fimm ára frá stofnun líkt og til stóð. Hún nefndi reyndar ekki að Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, lagði til niðurlagningu stofnunarinnar með frumvarpi fyrir níu árum síðan. Við það tilefni sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrum formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis: „Eins og hæstvirtun fjármálaráðherra er kunnugt um er ég algjörlega mótfallinn frumvarpinu og skil ekkert í honum að vera að kalla yfir sig öll þau vandræði sem munu hljótast af því að samþykkja það.” Samfylkingunni hefur því snúist hugur um þetta mál, og það er reyndar alls ekki einsdæmi um þessar mundir. Formaðurinn nefndi ekki heldur en rifja má upp í þessu samhengi að fimm ára líftíminn miðaðist við að búið yrði að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Landsbankans. En formaður Samfylkingarinnar kveðst hins vegar algjörlega mótfallin því að selja Landsbankann. Skila auðu um fyrirhuguð kaup Formaðurinn fékkst hins vegar ekki til að svara hvað henni fyndist um fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Enda væri það, líkt og áður hefur komið fram að áliti formannsins, ekki kjarni máls. Málflutningur Samfylkingarinnar í þessu máli veldur miklum vonbrigðum enda reynt að kasta ryki í augu almennings með því að því að halda því fram að ráðherra hafi ekki sinnt skyldum sínum, þvert á staðreyndir. Í þessu máli er fyrirkomulagið algerlega skýrt. Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eigi bein samskipti við fjármálaráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. Punktur. Hér hefur ráðherra ekki gert neitt nema hið rétta í stöðunni. Að reyna að halda öðru fram er, svo það sé aftur sagt, aum tilraun til að slá ryki í augu almennings. Aumast af öllu er að hafa svo ekki skoðun á aðalatriði málsins sem er kýrskýrt hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum: Ríkið á ekki að eiga tryggingafélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kaup Landsbankans á TM Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Landsbankinn Tryggingar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Málflutningur Samfylkingarinnar í máli fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðunni veldur miklum vonbrigðum. Það var til að mynda ótrúlegt að hlusta á formann Samfylkingarinnar í Kastljósi í gærkvöldi. Í aðra röndina talaði hún um sjálfstæði Bankasýslunnar, en í hina lýsti hún mikilli furðu yfir því að fjármálaráðherra hefði ekki stigið sjálf fyrirfram inn í kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Eigandastefna ríkisins tekur fyrir samskipti um rekstur félaga Afstaða formannsins stenst enga skoðun. Í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem nær til þeirra fjármálafyrirtækja sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með: „Meginverkefni Bankasýslu ríkisins er að sjá um samskipti ríkisins við fjármálafyrirtæki sem ríkið á eignarhluti í og tengjast eigendahlutverki þess. Þau samskipti eiga að meginstefnu til að fara fram í gegnum stjórnir fjármálafyrirtækjanna. Vegna armslengdarsjónarmiða laganna er ekki gert ráð fyrir að þessir aðilar eigi bein samskipti við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að eignarhaldi ríkisins eða rekstri félaganna.“ Upplýsingar um fyrirhuguð kaup eru lögum samkvæmt innherjaupplýsingar, en samt taldi formaður Samfylkingarinnar að „hundruðir opinberra starfsmanna” hefðu átt að getað upplýst fjármálaráðherra nægilega um fyrirhuguð viðskipti til að hún stigi inn í þau. Viðskipti sem bankaráð Landsbankans hafði ekki einu sinni upplýst Bankasýsluna formlega um og það þrátt fyrir að í fyrrgreindri eigendastefnu segi að fjármálafyrirtæki skuli bera allar „meiriháttar aðgerðir“ undir hana - sem kaup að andvirði tæplega þrjátíu þúsund milljóna íslenskra króna auðvitað er. Það er furðulegt að formaður Samfylkingarinnar skuli ekki þekkja eigandastefnu ríkisins betur en raun ber vitni: Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir beinum samskiptum við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. 12 Eurovision stig til ráðherra Formaður Samfylkingarinnar taldi það svo engan veginn kjarna máls að ríkisbanki væri hér að soga til sín og ríkisvæða tryggingafélag á almennum markaði. Aðalatriðið væri auðvitað „ákvarðanatökuferlið” eins og hún orðaði það. Ákvarðanatökuferli sem var reyndar bara upp á tíu hjá hæstvirtum ráðherra. 12 Eurovision-stig til ráðherra fyrir ákvarðanatökuferli sitt í þessu máli upp á punkt og prik eins og lagt er upp með í hinni ágætu eigandastefnu. Þá gagnrýndi formaðurinn að Bankasýslan, sem Samfylkingin kom á fót, hefði ekki verið lögð niður innan fimm ára frá stofnun líkt og til stóð. Hún nefndi reyndar ekki að Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, lagði til niðurlagningu stofnunarinnar með frumvarpi fyrir níu árum síðan. Við það tilefni sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrum formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis: „Eins og hæstvirtun fjármálaráðherra er kunnugt um er ég algjörlega mótfallinn frumvarpinu og skil ekkert í honum að vera að kalla yfir sig öll þau vandræði sem munu hljótast af því að samþykkja það.” Samfylkingunni hefur því snúist hugur um þetta mál, og það er reyndar alls ekki einsdæmi um þessar mundir. Formaðurinn nefndi ekki heldur en rifja má upp í þessu samhengi að fimm ára líftíminn miðaðist við að búið yrði að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Landsbankans. En formaður Samfylkingarinnar kveðst hins vegar algjörlega mótfallin því að selja Landsbankann. Skila auðu um fyrirhuguð kaup Formaðurinn fékkst hins vegar ekki til að svara hvað henni fyndist um fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Enda væri það, líkt og áður hefur komið fram að áliti formannsins, ekki kjarni máls. Málflutningur Samfylkingarinnar í þessu máli veldur miklum vonbrigðum enda reynt að kasta ryki í augu almennings með því að því að halda því fram að ráðherra hafi ekki sinnt skyldum sínum, þvert á staðreyndir. Í þessu máli er fyrirkomulagið algerlega skýrt. Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eigi bein samskipti við fjármálaráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. Punktur. Hér hefur ráðherra ekki gert neitt nema hið rétta í stöðunni. Að reyna að halda öðru fram er, svo það sé aftur sagt, aum tilraun til að slá ryki í augu almennings. Aumast af öllu er að hafa svo ekki skoðun á aðalatriði málsins sem er kýrskýrt hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum: Ríkið á ekki að eiga tryggingafélag.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun