Allt hófst þetta þegar Hörður Unnsteinsson varpaði fram þeirri vafasömu fullyrðingu í síðustu viku að draumaliðið 1992 hafi verið betri en liðið sem endurheimti æru Bandaríkjanna árið 2012.
Fullyrðing sem hreinstefnumennirnir Kjartan Atli Kjartansson og Tómas Steindórsson hreinlega hlógu að. Í síðasta þætti, ásamt þeim félögum og Herði, var fenginn góður gestur að nafninu Sigurður Orri Kristjánsson, til álitsgjafar.
Dagskráarliðnum sívinsæla, „Annaðhvort eða“, var þannig breytt í stórskemmtilegan samanburð á liðunum tveimur.
„Hörður, ég er svolítið með þér í liði þarna, hér eru menn bara að horfa á nöfn. Larry Bird og Magic Johnson eru orðnir ansi ryðgaðir. Þannig að við getum ekki verið að horfa á það“ byrjaði Sigurður Orri á að segja.
„Þú ert með nokkra farþega þarna í þessu liði. Munið líka það að draumaliðið var að spila á móti mönnum sem tóku myndir af þeim á bekknum, einhverjir píparar“ skaut Hörður Unnsteinsson þá inn í.
Kjartan Atli og Tómas stóðu fastir á sínu máli og stórskemmtilegar rökræður mynduðust manna á milli