Íslensk ungmenni óhamingjusamari en eldri kynslóðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2024 19:48 Sérstök áhersla var á ungt fólk á hamingjumálþingi í dag. Vísir/Einar Ísland vermir þriðja sætið á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Þetta sýnir ný alþjóðleg hamingjuskýrsla. Talsverður munur er á hamingju ungmenna og þeirra sem eldri eru en íslensku ungmennin eru þó hamingjusamari en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum sem jafnan eru þau lönd sem Íslendingar bera sig saman við. Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn en af því tilefni var blásið til málþings í Háskóla Íslands. Finnland er samkvæmt alþjóðlegri hamingjuskýrslu efst á blaði. „Við erum í þriðja sæti á eftir Finnum og Dönum og höfum verið þar núna seinustu tvö ár, við höfum náð öðru sætinu en erum núna í þriðja en það er varla marktækur munur á Íslandi og Danmörku,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sem er sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu og doktor í sálfræði. Sérstök áhersla var lögð á stöðu ungmenna á málþinginu. En íslensk ungmenni verma fjórða sætið yfir þau hamingjusömustu en athygli vekur að ekkert Norðurlandanna er ofar en Ísland í þeim aldursflokki. Þó eru blikur á lofti því á Íslandi er mikill munur á milli kynslóða hvað hamingjuna varðar. „Ef við skoðum aldurshópinn 18-24 ára, þá er um 40% þeirra sem telja sig hamingjusöm á meðan það er 70% hjá elsta hópnum. Þannig að það er mikill munur á aldurshópunum hérna á Íslandi.“ Dóra segir að félagsleg tengsl kunni að skýra þennan mun. „Við höfum verið að mæla einmanaleika síðan 2016. Við héldum þá að það væri elsta fólkið sem væri mest einmana en það voru ungir karlmenn þegar við byrjuðum að skoða þetta en nú hafa ungar konur náð ungum körlum í einmanaleika sem er ekki gott þannig að við erum að sjá aukningu í einmanaleika og félagslegri útilokun meðal unga fólksins og þess vegna ákváðum við í málþinginu í ár að hafa sérstakan fókus á unga fólkið okkar.“ „Við erum að sjá að þar er minni hamingja heldur en í öðrum aldursflokkum, aukinn einmanaleiki, og við þurfum að skoða hvað það er sem við getum gert til að styðja þennan hóp og styðja félagslegu tengslin.“ Ekkert þeirra ungmenna sem fréttastofa ræddi við á Háskólatorgi kannaðist við þessa óhamingju. Hægt er að sjá og heyra viðtöl við nokkra háskólanema í fréttinni hér að ofan. Háskólar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hamingja og sjálfbær velsæld „Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“ er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni af alþjóða hamingjudeginum í dag. Málþingið stendur milli klukkan 13 og 16 í dag og fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. 20. mars 2024 12:31 Íslendingar enn blússandi hamingjusamir en blikur á lofti varðandi unga fólkið Ísland er í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt World Happiness Report 2024, á eftir Finnlandi og Danmörku. Það virðist hins vegar halla undan fæti hjá unga fólkinu, sem mælist síður hamingjusamt en áður. 20. mars 2024 08:26 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn en af því tilefni var blásið til málþings í Háskóla Íslands. Finnland er samkvæmt alþjóðlegri hamingjuskýrslu efst á blaði. „Við erum í þriðja sæti á eftir Finnum og Dönum og höfum verið þar núna seinustu tvö ár, við höfum náð öðru sætinu en erum núna í þriðja en það er varla marktækur munur á Íslandi og Danmörku,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sem er sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu og doktor í sálfræði. Sérstök áhersla var lögð á stöðu ungmenna á málþinginu. En íslensk ungmenni verma fjórða sætið yfir þau hamingjusömustu en athygli vekur að ekkert Norðurlandanna er ofar en Ísland í þeim aldursflokki. Þó eru blikur á lofti því á Íslandi er mikill munur á milli kynslóða hvað hamingjuna varðar. „Ef við skoðum aldurshópinn 18-24 ára, þá er um 40% þeirra sem telja sig hamingjusöm á meðan það er 70% hjá elsta hópnum. Þannig að það er mikill munur á aldurshópunum hérna á Íslandi.“ Dóra segir að félagsleg tengsl kunni að skýra þennan mun. „Við höfum verið að mæla einmanaleika síðan 2016. Við héldum þá að það væri elsta fólkið sem væri mest einmana en það voru ungir karlmenn þegar við byrjuðum að skoða þetta en nú hafa ungar konur náð ungum körlum í einmanaleika sem er ekki gott þannig að við erum að sjá aukningu í einmanaleika og félagslegri útilokun meðal unga fólksins og þess vegna ákváðum við í málþinginu í ár að hafa sérstakan fókus á unga fólkið okkar.“ „Við erum að sjá að þar er minni hamingja heldur en í öðrum aldursflokkum, aukinn einmanaleiki, og við þurfum að skoða hvað það er sem við getum gert til að styðja þennan hóp og styðja félagslegu tengslin.“ Ekkert þeirra ungmenna sem fréttastofa ræddi við á Háskólatorgi kannaðist við þessa óhamingju. Hægt er að sjá og heyra viðtöl við nokkra háskólanema í fréttinni hér að ofan.
Háskólar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hamingja og sjálfbær velsæld „Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“ er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni af alþjóða hamingjudeginum í dag. Málþingið stendur milli klukkan 13 og 16 í dag og fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. 20. mars 2024 12:31 Íslendingar enn blússandi hamingjusamir en blikur á lofti varðandi unga fólkið Ísland er í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt World Happiness Report 2024, á eftir Finnlandi og Danmörku. Það virðist hins vegar halla undan fæti hjá unga fólkinu, sem mælist síður hamingjusamt en áður. 20. mars 2024 08:26 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Bein útsending: Hamingja og sjálfbær velsæld „Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“ er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni af alþjóða hamingjudeginum í dag. Málþingið stendur milli klukkan 13 og 16 í dag og fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. 20. mars 2024 12:31
Íslendingar enn blússandi hamingjusamir en blikur á lofti varðandi unga fólkið Ísland er í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt World Happiness Report 2024, á eftir Finnlandi og Danmörku. Það virðist hins vegar halla undan fæti hjá unga fólkinu, sem mælist síður hamingjusamt en áður. 20. mars 2024 08:26