Norðurlönd – friður og öryggi Oddný G. Harðardóttir skrifar 23. mars 2024 08:02 Í dag 23. mars er dagur Norðurlanda. Norðurlandaráð, sem er samstarfsvettvangur norrænna þingmanna, var stofnað árið 1952. Norrænu ríkin skiptast á með að fara með formennski í ráðinu. Í ár er það hlutverk Íslendinga. Á fundum Norðurlandaráðs er iðulega tekist á og deilt um málefni, rétt eins og þingmenn gera heima fyrir. En líkt og á þjóðþingum Norðurlanda ríkir meðal langflestra fulltrúa í Norðurlandaráði almenn sátt um nokkur grundvallargildi sem snerta lýðræði, jafnrétti, mannréttindi, frið og velferð. Þessi grundvöllur er traustur og hann stendur auðveldlega af sér ágreining um einstök mál og beinskeytt skoðanaskipti á fundum og þingum Norðurlandaráðs. Norrænu samstarfi stendur ekki ógn af pólitískum skoðanaskiptum heldur af öfgafullum öflum sem vilja ekki að norræn samvinna og samkennd byggi á jöfnu gildi allra manna og virðingu fyrir mannréttindum heldur á kynþáttahyggju, útilokun minnihlutahópa og andúð á öllu því sem framandi er. Þessi öfl voru til fyrir einni öld þegar norrænu félögin voru stofnuð, þau voru svo sannarlega til á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar og þau eru enn til staðar nú á dögum. Við sem störfum á þessum vettvangi verðum að vera vakandi fyrir þessari hættu og sjá til þess að öfgahópar nái þar ekki fótfestu. Friður og öryggi Stríð í Evrópu og Mið-Austurlöndum ógnar nú friði í heiminum. Við þurfum að leita aftur til síðari heimsstyrjalda til að finna hliðstæður við það ástand sem ríkir á alþjóðavettvangi. Á tímum átaka, hernaðarhyggju og vígbúnaðar er mikilvægt að friðarraddir heyrist á pólitískum vettvangi. Skelfilegar fregnir af mannfalli og þjáningum í stríði Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraels undirstrika þörfina á finna friðsamlegar lausnir á deilumálum. Við þessar aðstæður skiptir samstaða og samvinna norrænu þjóðanna miklu. Það er litið á okkur sem boðbera friðar og við höfum verið eindregnir talsmenn alþjóðlegra samninga um frið og afvopnun. Og við verðum að halda því áfram. Síðastliðin 200 ár hefur norrænum ríkjunum tekist að leysa deilumál sín á milli á friðsamlegan hátt. Sterk hefð er fyrir því að Norðurlönd miðli málum milli stríðandi fylkinga í öðrum heimshlutum og styðji sjálfsákvörðunarrétt smáþjóða og mannréttindi með ráðum og dáð. Öll norrænu ríkin eiga nú aðild að Atlantshafsbandalaginu og sú staða gefur tilefni til umræðu um samstarf, hlutverk og stöðu Norðurlanda innan samtakanna. Norðurlandaráð ætti að taka virkan þátt í því samtali. Við þurfum að beita okkur saman til að tryggja frið og öryggi til framtíðar. Norðurlöndin hafa lagt áherslu á að norðurslóðir séu og eigi að vera lágspennusvæði með tilliti til vopnaðra átaka. Til að ná þessu þurfum við að vinna að friði og friðsamlegum lausnum. Friður og öryggi eru grunnur þess að lifa góðu lífi sem sérhver manneskja þráir. Umhverfis- og loftlagsmál Umhverfis- og loftslagsmál á norðurslóðum eru nátengd friði og öryggi. Þegar íshellan bráðnar opnast nýjar siglingaleiðir og verðmætar auðlindir verða aðgengilegri. Öflugar þjóðir munu þá án efa leita leiða til að ná yfirráðum yfir og virkja þessar auðlindir. Þetta getur leitt til spennu og átaka sem ógna öryggi og friðsamlegri tilveru þjóða sem búa á norðurslóðum. Á norðurslóðum gætir áhrifa loftslagsbreytinga fyrr og með meira afgerandi hætti en annars staðar. Vegna viðkvæmrar náttúru norðurskautsins, veðurfars og strjálbýlis getur verið erfitt að bregðast við umhverfishamförum og öðrum ógnum. Norðurlöndin vilja vera leiðandi í heiminum í umhverfis- og loftslagsmálum sem byggja á réttlátum grænum umskiptum. Það er í þeim anda, með áherslu á velferð og lífskjör íbúa norðurslóða, sem við viljum að Norðurlandaráð beini sjónum sínum sérstaklega að loftslagsmálum á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Höfundur er varaforseti Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Norðurlandaráð Utanríkismál Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 23. mars er dagur Norðurlanda. Norðurlandaráð, sem er samstarfsvettvangur norrænna þingmanna, var stofnað árið 1952. Norrænu ríkin skiptast á með að fara með formennski í ráðinu. Í ár er það hlutverk Íslendinga. Á fundum Norðurlandaráðs er iðulega tekist á og deilt um málefni, rétt eins og þingmenn gera heima fyrir. En líkt og á þjóðþingum Norðurlanda ríkir meðal langflestra fulltrúa í Norðurlandaráði almenn sátt um nokkur grundvallargildi sem snerta lýðræði, jafnrétti, mannréttindi, frið og velferð. Þessi grundvöllur er traustur og hann stendur auðveldlega af sér ágreining um einstök mál og beinskeytt skoðanaskipti á fundum og þingum Norðurlandaráðs. Norrænu samstarfi stendur ekki ógn af pólitískum skoðanaskiptum heldur af öfgafullum öflum sem vilja ekki að norræn samvinna og samkennd byggi á jöfnu gildi allra manna og virðingu fyrir mannréttindum heldur á kynþáttahyggju, útilokun minnihlutahópa og andúð á öllu því sem framandi er. Þessi öfl voru til fyrir einni öld þegar norrænu félögin voru stofnuð, þau voru svo sannarlega til á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar og þau eru enn til staðar nú á dögum. Við sem störfum á þessum vettvangi verðum að vera vakandi fyrir þessari hættu og sjá til þess að öfgahópar nái þar ekki fótfestu. Friður og öryggi Stríð í Evrópu og Mið-Austurlöndum ógnar nú friði í heiminum. Við þurfum að leita aftur til síðari heimsstyrjalda til að finna hliðstæður við það ástand sem ríkir á alþjóðavettvangi. Á tímum átaka, hernaðarhyggju og vígbúnaðar er mikilvægt að friðarraddir heyrist á pólitískum vettvangi. Skelfilegar fregnir af mannfalli og þjáningum í stríði Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraels undirstrika þörfina á finna friðsamlegar lausnir á deilumálum. Við þessar aðstæður skiptir samstaða og samvinna norrænu þjóðanna miklu. Það er litið á okkur sem boðbera friðar og við höfum verið eindregnir talsmenn alþjóðlegra samninga um frið og afvopnun. Og við verðum að halda því áfram. Síðastliðin 200 ár hefur norrænum ríkjunum tekist að leysa deilumál sín á milli á friðsamlegan hátt. Sterk hefð er fyrir því að Norðurlönd miðli málum milli stríðandi fylkinga í öðrum heimshlutum og styðji sjálfsákvörðunarrétt smáþjóða og mannréttindi með ráðum og dáð. Öll norrænu ríkin eiga nú aðild að Atlantshafsbandalaginu og sú staða gefur tilefni til umræðu um samstarf, hlutverk og stöðu Norðurlanda innan samtakanna. Norðurlandaráð ætti að taka virkan þátt í því samtali. Við þurfum að beita okkur saman til að tryggja frið og öryggi til framtíðar. Norðurlöndin hafa lagt áherslu á að norðurslóðir séu og eigi að vera lágspennusvæði með tilliti til vopnaðra átaka. Til að ná þessu þurfum við að vinna að friði og friðsamlegum lausnum. Friður og öryggi eru grunnur þess að lifa góðu lífi sem sérhver manneskja þráir. Umhverfis- og loftlagsmál Umhverfis- og loftslagsmál á norðurslóðum eru nátengd friði og öryggi. Þegar íshellan bráðnar opnast nýjar siglingaleiðir og verðmætar auðlindir verða aðgengilegri. Öflugar þjóðir munu þá án efa leita leiða til að ná yfirráðum yfir og virkja þessar auðlindir. Þetta getur leitt til spennu og átaka sem ógna öryggi og friðsamlegri tilveru þjóða sem búa á norðurslóðum. Á norðurslóðum gætir áhrifa loftslagsbreytinga fyrr og með meira afgerandi hætti en annars staðar. Vegna viðkvæmrar náttúru norðurskautsins, veðurfars og strjálbýlis getur verið erfitt að bregðast við umhverfishamförum og öðrum ógnum. Norðurlöndin vilja vera leiðandi í heiminum í umhverfis- og loftslagsmálum sem byggja á réttlátum grænum umskiptum. Það er í þeim anda, með áherslu á velferð og lífskjör íbúa norðurslóða, sem við viljum að Norðurlandaráð beini sjónum sínum sérstaklega að loftslagsmálum á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Höfundur er varaforseti Norðurlandaráðs.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun