Skipulagsstofnun brýnir fyrir Vegagerðinni að vanda til verka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2024 08:31 Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg, vinnur nú að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Vegagerðin Skipulagsstofnun gerir ýmsar athugasemdir við matsáætlun Vegagerðarinnar vegna Sundabrautar og ítrekar meðal annars að í umhverfismatsskýrslu verði greint frá því á hvaða forsendum öðrum kostum, til að mynda jarðgöngum, var hafnað. Álit Skipulagsstofnunar á matsáætlun Vegagerðarinnar kom út núna í vikunni en í því er meðal annars horf til hina fjölmörgu umsagna sem bárust um málið. Umsagnir bárust frá tíu opinberum aðilum og 96 til viðbótar, flestar frá einstaklingum. Ljóst er af umsögnunum að framkvæmdin er afar umdeild, ekki síst meðal íbúa á þeim svæðum sem munu verða fyrir áhrifum. Aukin umferð og aðför að náttúrulegum svæðum eru meðal þess sem fólk hefur áhyggjur af, auk áhrifa á loftgæði. Margir gera athugasemdir við að jarðgöng hafi ekki verið skoðuð af meiri alvöru og tekur Skipulagsstofnun undir þær og segir að við mat á umhverfisáhrifum sé Vegagerðin skyldug til að gera grein fyrir öllum valkostum sem hafa verið skoðaðir. „Í mörgum umsögnum er óskað eftir skoðun á fleiri jarðgangakostum, m.a. göngum alla leið, göngum milli Sæbrautar og Geldinganess, göngum milli Gufuness og Álfsness og sumir að botngöng verði skoðuð nánar. Vegagerðin hafnar þessum tillögum, m.a. með vísan í kostnað og markmið framkvæmdar. Skipulagsstofnun telur ljóst að jarðgöng myndu hafa mun minni áhrif á marga umhverfisþætti samanborið við veg á yfirborði. Því telur stofnunin mikilvægt að í umhverfismatsskýrslu verði gerð grein fyrir þeim valkostum sem hafa verið skoðaðir í umhverfismatsferlinu og færð skýr rök fyrir vali á framlögðum kostum og af hverju ekki var talin ástæða til að meta umhverfisáhrif annarra kosta,“ segir meðal annars í áliti Samgöngustofnunar. Aukinn umferðarþungi á Sæbraut verulegt áhyggjuefni Í álitinu er einnig komið inn á áhyggjur fólks vegna áhrifa Sundabrautar á umferð, ekki síst um Sæbraut. Sæbraut sé þegar teppt af umferð á vissum tímum flesta virka daga og tenging Sundabrautr við Sæbraut muni auka álagið enn frekar. Ekkert liggi fyrir um það hvernig auka eigi afkastagetu Sæbrautar og fyrirætluð byggðarþétting á aðlægum svæðum muni auka umferðarálagið enn frekar. Þá standi fleiri framkvæmdir fyrir dyrum á næstu árum, til að mynda við Borgarlínu, og reikna megi með miklum töfum á umferð vegna þessa. Vegagerðin segir að umferðargreining verði unnin og fjallað um hana í umhverfismatsskýrslu en Skipulagsstofnun segir um lykilatriði að ræða og að umferðargreining sé nauðsynleg forsenda framkvæmda. „Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla ítarlega um og meta út frá skýrum forsendum áhrif Sundabrautar á umferð og umferðaröryggi á helstu stofnbrautum og hliðarvegum á áhrifasvæði hennar á framkvæmda- og rekstrartíma og bera saman við líklega þróun umferðar án Sundabrautar, þ.e. núllkost. Gera þarf grein fyrir áhrifum framkvæmdarinnar á heildarfjölda ekinna kílómetra og ferðatíma fyrir alla ferðamáta, þ.e. akandi, almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi, og bera saman við núllkost. Við matið þarf m.a. að horfa til framtíðarþróunar byggðar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi og samlegðaráhrifa á framkvæmdartíma með öðrum áformuðum framkvæmdum á stofnbrautum, s.s. Borgarlínu og vegstokki á Sæbraut.“ „Kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa“ Skipulagsstofnun tekur einnig undir umsagnir aðila á borð við Náttúrufræðistofnun Íslands um nauðsyn þess að kanna áhrif framkvæmdarinnar á dýralíf, gróðurfar og vistgerðir og jarðminjar. Þá kemur fram að nú þegar sé unnið að rannsóknum á aflögðum ruslahaug í Gufunesi, þar sem Umhverfisstofnun segir hættu á gasmengun og mengun grunn- og yfirborðsvatns. Loftgæði eru umsagnaraðilum einnig hugleikin en Umhverfisstofnun hefur meðal annars bent á að uppþyrlun jarðvegsryks gæti orðið veruleg á framkvæmdatímanum og haft talsverð áhrif í nærliggjandi íbúðahverfum. Bæði sé um að ræða óþægindi á borð við óhreinindi á bílum og mannvirkjum en einnig neikvæð heilsufarsleg áhrif. Í áliti Skipulagsstofuninar er einnig vikið að almennum áhrifum á samfélagið. „Skipulagsstofnun telur ljóst að Sundabraut kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa sem búa í næsta nágrenni við hana, bæði á fimm ára framkvæmdatíma sem og rekstrartíma. Stofnunin telur áhyggjur íbúa réttmætar og mikilvægt að umhverfismatið sé nýtt til þess að varpa ljósi á áhrif framkvæmdarinnar á íbúabyggð innan áhrifasvæðis Sundabrautar. Skipulagsstofnun tekur undir ábendingar Akraneskaupstaðar um að meta þurfi áhrif Sundabrautar á byggðaþróun norðan Hvalfjarðar. Telur stofnunin að hér sé um veigamikið atriði að ræða sem horfa þurfi til við mat á áhrifum framkvæmdarinnar á aðra umhverfisþætti, s.s. umferð og loftslag. Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla um og meta áhrif allra valkosta, þ.m.t. núllkostar, á íbúabyggð á áhrifasvæði Sundabrautar og þróun hennar samkvæmt skipulagi, samgönguhætti og lífsgæði íbúa á framkvæmda- og rekstrartíma.“ Samgöngur Reykjavík Sundabraut Umferð Loftgæði Umhverfismál Vegagerð Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Álit Skipulagsstofnunar á matsáætlun Vegagerðarinnar kom út núna í vikunni en í því er meðal annars horf til hina fjölmörgu umsagna sem bárust um málið. Umsagnir bárust frá tíu opinberum aðilum og 96 til viðbótar, flestar frá einstaklingum. Ljóst er af umsögnunum að framkvæmdin er afar umdeild, ekki síst meðal íbúa á þeim svæðum sem munu verða fyrir áhrifum. Aukin umferð og aðför að náttúrulegum svæðum eru meðal þess sem fólk hefur áhyggjur af, auk áhrifa á loftgæði. Margir gera athugasemdir við að jarðgöng hafi ekki verið skoðuð af meiri alvöru og tekur Skipulagsstofnun undir þær og segir að við mat á umhverfisáhrifum sé Vegagerðin skyldug til að gera grein fyrir öllum valkostum sem hafa verið skoðaðir. „Í mörgum umsögnum er óskað eftir skoðun á fleiri jarðgangakostum, m.a. göngum alla leið, göngum milli Sæbrautar og Geldinganess, göngum milli Gufuness og Álfsness og sumir að botngöng verði skoðuð nánar. Vegagerðin hafnar þessum tillögum, m.a. með vísan í kostnað og markmið framkvæmdar. Skipulagsstofnun telur ljóst að jarðgöng myndu hafa mun minni áhrif á marga umhverfisþætti samanborið við veg á yfirborði. Því telur stofnunin mikilvægt að í umhverfismatsskýrslu verði gerð grein fyrir þeim valkostum sem hafa verið skoðaðir í umhverfismatsferlinu og færð skýr rök fyrir vali á framlögðum kostum og af hverju ekki var talin ástæða til að meta umhverfisáhrif annarra kosta,“ segir meðal annars í áliti Samgöngustofnunar. Aukinn umferðarþungi á Sæbraut verulegt áhyggjuefni Í álitinu er einnig komið inn á áhyggjur fólks vegna áhrifa Sundabrautar á umferð, ekki síst um Sæbraut. Sæbraut sé þegar teppt af umferð á vissum tímum flesta virka daga og tenging Sundabrautr við Sæbraut muni auka álagið enn frekar. Ekkert liggi fyrir um það hvernig auka eigi afkastagetu Sæbrautar og fyrirætluð byggðarþétting á aðlægum svæðum muni auka umferðarálagið enn frekar. Þá standi fleiri framkvæmdir fyrir dyrum á næstu árum, til að mynda við Borgarlínu, og reikna megi með miklum töfum á umferð vegna þessa. Vegagerðin segir að umferðargreining verði unnin og fjallað um hana í umhverfismatsskýrslu en Skipulagsstofnun segir um lykilatriði að ræða og að umferðargreining sé nauðsynleg forsenda framkvæmda. „Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla ítarlega um og meta út frá skýrum forsendum áhrif Sundabrautar á umferð og umferðaröryggi á helstu stofnbrautum og hliðarvegum á áhrifasvæði hennar á framkvæmda- og rekstrartíma og bera saman við líklega þróun umferðar án Sundabrautar, þ.e. núllkost. Gera þarf grein fyrir áhrifum framkvæmdarinnar á heildarfjölda ekinna kílómetra og ferðatíma fyrir alla ferðamáta, þ.e. akandi, almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi, og bera saman við núllkost. Við matið þarf m.a. að horfa til framtíðarþróunar byggðar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi og samlegðaráhrifa á framkvæmdartíma með öðrum áformuðum framkvæmdum á stofnbrautum, s.s. Borgarlínu og vegstokki á Sæbraut.“ „Kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa“ Skipulagsstofnun tekur einnig undir umsagnir aðila á borð við Náttúrufræðistofnun Íslands um nauðsyn þess að kanna áhrif framkvæmdarinnar á dýralíf, gróðurfar og vistgerðir og jarðminjar. Þá kemur fram að nú þegar sé unnið að rannsóknum á aflögðum ruslahaug í Gufunesi, þar sem Umhverfisstofnun segir hættu á gasmengun og mengun grunn- og yfirborðsvatns. Loftgæði eru umsagnaraðilum einnig hugleikin en Umhverfisstofnun hefur meðal annars bent á að uppþyrlun jarðvegsryks gæti orðið veruleg á framkvæmdatímanum og haft talsverð áhrif í nærliggjandi íbúðahverfum. Bæði sé um að ræða óþægindi á borð við óhreinindi á bílum og mannvirkjum en einnig neikvæð heilsufarsleg áhrif. Í áliti Skipulagsstofuninar er einnig vikið að almennum áhrifum á samfélagið. „Skipulagsstofnun telur ljóst að Sundabraut kann að hafa margvísleg neikvæð áhrif á íbúa sem búa í næsta nágrenni við hana, bæði á fimm ára framkvæmdatíma sem og rekstrartíma. Stofnunin telur áhyggjur íbúa réttmætar og mikilvægt að umhverfismatið sé nýtt til þess að varpa ljósi á áhrif framkvæmdarinnar á íbúabyggð innan áhrifasvæðis Sundabrautar. Skipulagsstofnun tekur undir ábendingar Akraneskaupstaðar um að meta þurfi áhrif Sundabrautar á byggðaþróun norðan Hvalfjarðar. Telur stofnunin að hér sé um veigamikið atriði að ræða sem horfa þurfi til við mat á áhrifum framkvæmdarinnar á aðra umhverfisþætti, s.s. umferð og loftslag. Í umhverfismatsskýrslu þarf að fjalla um og meta áhrif allra valkosta, þ.m.t. núllkostar, á íbúabyggð á áhrifasvæði Sundabrautar og þróun hennar samkvæmt skipulagi, samgönguhætti og lífsgæði íbúa á framkvæmda- og rekstrartíma.“
Samgöngur Reykjavík Sundabraut Umferð Loftgæði Umhverfismál Vegagerð Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira