Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2024 19:30 Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, segir Bankasýslu ríkisins ekki hafa óskað eftir viðbótargögnum frá ráðinu um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Bankaráð Landsbankans svaraði í dag bréfi Bankasýslu ríkisins frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Í svari bankaráðs er rakið að formaður þess hafi í júlí í fyrra greint Bankasýslunni frá því í tölvupósti að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga á að kaupa TM. Bankasýsla hafi samdægur svarað tölvupóstinum án athugasemda varðandi kaupin. Formlegt söluferli á TM hafi þá hafist 17. nóvember síðastliðinn og rúmum mánuði síðan hafi bankaráð upplýst Bankasýsluna í símtali við stjórnarformann að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Tölduð þið það vera nóg? „Við töldum að við hefðum upplýst Bankasýsluna nægilega. Við gerðum það fyrst í fyrra sumar, við gerðum það í desember, þegar við lögðum fram óskuldbindandi tilboð, og Bankasýslan hefur ekki á neinum tíma síðan beðið um viðbótargögn,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans. Landsbankinn hafi 15. mars síðastliðinn lagt fram skuldbindandi tilboð í TM og upplýst Bankasýsluna um það tveimur dögum síðar. Forstjóri bankasýslunnar sagði í bréfi til fjármálaráðherra á dögunum að engar formlegar upplýsingar hefði á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Helga Björk hafi einungis minnst á áhuga bankans á að taka þátt í óformlegu símtali í desember. Því hafi kauptilboðið komið honum að óvörum, sem fjármálaráðherra hefur tekið undir. Koma þessi viðbrögð á óvart? „Já, þau koma mér reyndar mjög á óvart. Af því að við erum búin að vera í samtölum eða höfum upplýst um okkar áhuga á því að kaupa TM frá því í fyrra sumar. Þeirra viðbrögð koma mér mjög á óvart.“ Fréttastofa óskaði ítrekað eftir viðbrögðum frá Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra BAnkasýslunnar, í dag án árangurs. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48 Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51 Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. 22. mars 2024 10:59 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Bankaráð Landsbankans svaraði í dag bréfi Bankasýslu ríkisins frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Í svari bankaráðs er rakið að formaður þess hafi í júlí í fyrra greint Bankasýslunni frá því í tölvupósti að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga á að kaupa TM. Bankasýsla hafi samdægur svarað tölvupóstinum án athugasemda varðandi kaupin. Formlegt söluferli á TM hafi þá hafist 17. nóvember síðastliðinn og rúmum mánuði síðan hafi bankaráð upplýst Bankasýsluna í símtali við stjórnarformann að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Tölduð þið það vera nóg? „Við töldum að við hefðum upplýst Bankasýsluna nægilega. Við gerðum það fyrst í fyrra sumar, við gerðum það í desember, þegar við lögðum fram óskuldbindandi tilboð, og Bankasýslan hefur ekki á neinum tíma síðan beðið um viðbótargögn,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans. Landsbankinn hafi 15. mars síðastliðinn lagt fram skuldbindandi tilboð í TM og upplýst Bankasýsluna um það tveimur dögum síðar. Forstjóri bankasýslunnar sagði í bréfi til fjármálaráðherra á dögunum að engar formlegar upplýsingar hefði á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Helga Björk hafi einungis minnst á áhuga bankans á að taka þátt í óformlegu símtali í desember. Því hafi kauptilboðið komið honum að óvörum, sem fjármálaráðherra hefur tekið undir. Koma þessi viðbrögð á óvart? „Já, þau koma mér reyndar mjög á óvart. Af því að við erum búin að vera í samtölum eða höfum upplýst um okkar áhuga á því að kaupa TM frá því í fyrra sumar. Þeirra viðbrögð koma mér mjög á óvart.“ Fréttastofa óskaði ítrekað eftir viðbrögðum frá Jóni Gunnari Jónssyni, forstjóra BAnkasýslunnar, í dag án árangurs.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48 Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51 Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. 22. mars 2024 10:59 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48
Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51
Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. 22. mars 2024 10:59