Varanlegt vopnahlé og sjálfstæð Palestína Kristrún Frostadóttir skrifar 26. mars 2024 09:31 Undanfarna sex mánuði hefur heimurinn horft upp á hryllilega mannúðarkrísu stigmagnast á Gaza-ströndinni. Hungursneyð vofir yfir íbúum og nær ómögulegt er orðið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og heilbrigðisstarfsfólk að veita særðum og sjúkum aðstoð undir stöðugu sprengjuregni. Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst því yfir að þau muni ekki heimila neyðaraðstoð frá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í norðurhluta Gaza þar sem neyðin er einna mest. Krafan er varanlegt vopnahlé Það hefur tekið alþjóðasamfélagið óafsakanlega langan tíma að sameinast um skýr skilaboð um varanlegt vopnahlé á Gaza. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í liðinni viku náðist þó langþráð samstaða um ákall um tafarlaust mannúðarhlé á Gaza – og í framhaldinu varanlegt vopnahlé, skilyrðislausa lausn gísla og afléttingu á öllum hömlum á mannúðaraðstoð. Þá komu ríki Evrópusambandsins sér jafnframt saman um refsiaðgerðir gegn ólöglegu landtökufólki á Vesturbakkanum auk þess sem Spánn, Írland, Slóvenía og Malta bættust í hóp þeirra tíu Evrópusambandsríkja sem lýst hafa yfir stuðningi við viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu. Í gær fór svo fram söguleg atkvæðagreiðsla þegar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um tafarlaust vopnahlé sem vara á út föstumánuð múslima hið minnsta, skilyrðislausa lausn gísla ásamt afléttingu á öllum hindrunum á mannúðaraðstoð. Ályktunin var lögð fram af þeim tíu ríkjum sem ekki eiga fast sæti í Öryggisráðinu en ákvörðun Bandaríkjanna um að beita ekki neitunarvaldi heldur sitja hjá við afgreiðsluna markar tímamót í samskiptum Bandaríkjanna og Ísraels. Allt er þetta til marks um að loksins virðist þolinmæði alþjóðasamfélagsins gagnvart framgöngu ísraelskra stjórnvalda vera á þrotum. Í Ísrael hefur einnig fjarað undan stuðningi við þarlend stjórnvöld. Tökum ákveðnari skref og tölum fyrir sjálfstæðri Palestínu Viðbrögð ríkisstjórnar Íslands við mannúðarkrísunni fyrir botni Miðjarðarhafs hafa því miður verið gagnrýniverð fyrir margra hluta sakir. Þeirri gagnrýni höfum við í Samfylkingunni haldið á lofti á Alþingi og víðar á opinberum vettvangi. Í kjölfar gagnrýni á ríkisstjórnina, eftir hjásetu Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu um vopnahlé í október, sameinaðist Alþingi um þingsályktun sem skýrði afstöðu Íslands þar sem meðal annars var sett fram krafa um tafarlaust vopnahlé. Þá hefur utanríkisráðherra nú aflétt frystingu á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA – en ákvörðun um frystingu framlaganna olli verulegum vonbrigðum fyrr á árinu. Loks hefur tekist að koma 72 dvalarleyfishöfum út af Gaza-svæðinu. Allt skiptir þetta máli. Nú er hins vegar tímabært að Ísland taki ákveðnari skref til stuðnings palestínsku þjóðinni. Við getum verið stolt af því að hafa verið eitt af fyrstu ríkjum Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með þingsályktun haustið 2011. Og í desember sama ár staðfestu utanríkisráðherrar Íslands og Palestínu upptöku stjórnmálasambands milli ríkjanna með formlegum hætti. Íslensk stjórnvöld ættu nú að halda þessari afstöðu á lofti og tala hátt og ákveðið fyrir stofnun sjálfstæðs og fullvalda ríkis Palestínu. Varanlegur friður verður ekki tryggður öðruvísi en með tveggja ríkja lausn. Ef Ísrael virðir að vettugi ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í gær ættu íslensk stjórnvöld einnig að eiga frumkvæði að viðræðum við önnur Norðurlandaríki um mögulegar efnahagslegar og pólitískar þvingunaraðgerðir gagnvart Ísrael. Hörmungum verður að linna – og Ísland verður að leggja sitt af mörkum til þess á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Undanfarna sex mánuði hefur heimurinn horft upp á hryllilega mannúðarkrísu stigmagnast á Gaza-ströndinni. Hungursneyð vofir yfir íbúum og nær ómögulegt er orðið fyrir alþjóðleg hjálparsamtök og heilbrigðisstarfsfólk að veita særðum og sjúkum aðstoð undir stöðugu sprengjuregni. Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst því yfir að þau muni ekki heimila neyðaraðstoð frá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í norðurhluta Gaza þar sem neyðin er einna mest. Krafan er varanlegt vopnahlé Það hefur tekið alþjóðasamfélagið óafsakanlega langan tíma að sameinast um skýr skilaboð um varanlegt vopnahlé á Gaza. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í liðinni viku náðist þó langþráð samstaða um ákall um tafarlaust mannúðarhlé á Gaza – og í framhaldinu varanlegt vopnahlé, skilyrðislausa lausn gísla og afléttingu á öllum hömlum á mannúðaraðstoð. Þá komu ríki Evrópusambandsins sér jafnframt saman um refsiaðgerðir gegn ólöglegu landtökufólki á Vesturbakkanum auk þess sem Spánn, Írland, Slóvenía og Malta bættust í hóp þeirra tíu Evrópusambandsríkja sem lýst hafa yfir stuðningi við viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu. Í gær fór svo fram söguleg atkvæðagreiðsla þegar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um tafarlaust vopnahlé sem vara á út föstumánuð múslima hið minnsta, skilyrðislausa lausn gísla ásamt afléttingu á öllum hindrunum á mannúðaraðstoð. Ályktunin var lögð fram af þeim tíu ríkjum sem ekki eiga fast sæti í Öryggisráðinu en ákvörðun Bandaríkjanna um að beita ekki neitunarvaldi heldur sitja hjá við afgreiðsluna markar tímamót í samskiptum Bandaríkjanna og Ísraels. Allt er þetta til marks um að loksins virðist þolinmæði alþjóðasamfélagsins gagnvart framgöngu ísraelskra stjórnvalda vera á þrotum. Í Ísrael hefur einnig fjarað undan stuðningi við þarlend stjórnvöld. Tökum ákveðnari skref og tölum fyrir sjálfstæðri Palestínu Viðbrögð ríkisstjórnar Íslands við mannúðarkrísunni fyrir botni Miðjarðarhafs hafa því miður verið gagnrýniverð fyrir margra hluta sakir. Þeirri gagnrýni höfum við í Samfylkingunni haldið á lofti á Alþingi og víðar á opinberum vettvangi. Í kjölfar gagnrýni á ríkisstjórnina, eftir hjásetu Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu um vopnahlé í október, sameinaðist Alþingi um þingsályktun sem skýrði afstöðu Íslands þar sem meðal annars var sett fram krafa um tafarlaust vopnahlé. Þá hefur utanríkisráðherra nú aflétt frystingu á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA – en ákvörðun um frystingu framlaganna olli verulegum vonbrigðum fyrr á árinu. Loks hefur tekist að koma 72 dvalarleyfishöfum út af Gaza-svæðinu. Allt skiptir þetta máli. Nú er hins vegar tímabært að Ísland taki ákveðnari skref til stuðnings palestínsku þjóðinni. Við getum verið stolt af því að hafa verið eitt af fyrstu ríkjum Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með þingsályktun haustið 2011. Og í desember sama ár staðfestu utanríkisráðherrar Íslands og Palestínu upptöku stjórnmálasambands milli ríkjanna með formlegum hætti. Íslensk stjórnvöld ættu nú að halda þessari afstöðu á lofti og tala hátt og ákveðið fyrir stofnun sjálfstæðs og fullvalda ríkis Palestínu. Varanlegur friður verður ekki tryggður öðruvísi en með tveggja ríkja lausn. Ef Ísrael virðir að vettugi ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í gær ættu íslensk stjórnvöld einnig að eiga frumkvæði að viðræðum við önnur Norðurlandaríki um mögulegar efnahagslegar og pólitískar þvingunaraðgerðir gagnvart Ísrael. Hörmungum verður að linna – og Ísland verður að leggja sitt af mörkum til þess á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun