Halla fer á eftir kjörnum áreiturum og ofbeldisseggjum Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2024 10:31 Halla Gunnarsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenska sveitafélaga, sem keyrði málið í gegn á síðasta fundi. vísir/vilhelm Halla Gunnarsdóttir, starfsmaður upplýsingasviðs Landspítala, skrifaði Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf þar sem hún lýsir því hvernig hún ætlar að elta uppi „kjörna áreitara og ofbeldisseggi“. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur stendur til að Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið greiði 14 milljónir fyrir verkefni sem snýst um að stofnað verður sérstakt fagteymi vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. Þetta var samþykkt á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 23.02.2024 á fundi sem haldinn var í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík. Hlutverk teymisins verður að taka við beiðnum um aðstoð frá kjörnum fulltrúum vegna eineltis, ofbeldis, kynbundinnar og kynferðislegar áreitni, meta þær og koma í viðeigandi farveg og eftir atvikum fylgja eftir tilkynningum til teymisins og tryggja að þær fái viðhlítandi málsmeðferð. Teyminu verður jafnframt ætlað að miðla upplýsingum og vinna að forvörnum á ofangreindu sviði. Arnar Þór Sævarsson er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og hann segir að samið hafi verið við Höllu um að taka þetta að sér. „Er hugmyndin í samræmi við stefnumörkun sambandsins en þar segir að sambandið eigi að styðja við að umbótatillögur um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa komist til framkvæmda í samræmi við þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.“ Ályktunin keyrð í gegn af kappi Þessi ályktun var keyrð í gegn af nokkru kappi, samþykkt með 9 atkvæðum en Rósa Guðbjartsdóttir og Einar Brandsson sátu þó hjá við afgreiðslu málsins. „Stjórn sambandsins fagnar þessari tillögu í aðgerðaráætlun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og samþykkir að taka þátt í þessari vinnu og felur framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir.“ Frá nýlegu Sveitastjórnaþingi í Hörpu þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga kom saman.vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri er Arnar Þór Sævarsson og hann sagði að gengið hafi verið til samninga við Höllu í samstarfi við innviðaráðuneytið. Þetta væri ein af aðgerðaráætlunum sem byggir á þingsályktun um málefni sveitarfélaga, sem innviðaráðuneytið haldi utan um. Arnar Þór man ekki alveg tölurnar þegar Vísir heyrði í honum en 14 milljónir hljómuðu sennilega. „Það þarf að búa til ferli í kringum þetta,“ sagði Arnar Þór. En til að byrja með snýst þetta um að byggja upp eitthvað kerfi. Einar Brandsson segir að þarna sé verið að búa til verkefni um hvernig taka eigi á kynferðislegu áreiti milli sveitarstjórnarmanna. Að eitthvert ferli fari í gang klagi sveitarstjórnarmaður annan. „Það sem ekki sést á ályktuninni er að fengin var ákveðin manneskja til að fara í gegnum þetta og búa þetta ferli til. Mín skoðun var sú að eða spurning; hvort svona ferli væri ekki til? Við vildum fá tíma til að skoða þetta betur, aðallega ég og Rósa. Ekki að við séum á móti þessu sem slíku.“ Áreitarar og ofbeldisseggir vari sig Einar segir að það hafi verið nokkurt kapp lagt á að þetta væri samþykkt. Einar Brandsson segir að hann hafi viljað athuga málið betur en ekki var við það komandi. „Þetta var í raun eina sem ég setti fyrir mig, var með þessa spurningu hvort svona ferli væru ekki til hjá hinum og þessum stofnunum, hvort það þyrfti eitthvað nýtt og flókið ferli til að búa nýtt til. Oft má segja að manni vantar aðeins meiri upplýsingar til að gera tekið ákvarðanir og meiri tíma. Fáum gögn á miðvikudegi og eigum að vera klár með þetta á föstudag. Það er nú málið.“ Vísir hefur komist yfir bréf frá Höllu Gunnarsdóttur til stjórnar, sem lagt er til grundvallar og hún ætlar að taka að sér verkefnið. „Ég hef farið ítarlega yfir gögnin sem þið hafið sent mér og fundur okkar var jafnframt mjög gagnlegur,“ segir Halla. Hún vill þó byrja á því að biðja viðtakendur að stilla væntingum sínum í hóf. „Þar sem ég veit ekki um nein góð fordæmi fyrir kröftugum ferlum sem taka vel [á] kjörnum áreiturum og ofbeldisseggjum. En það er auðvitað margt sem er hægt að gera annað en útbúa refsandi ferla og ég held að við gætum vel hannað öflugt fagteymi sem getur haft áhrif til góðs.“ Vill fá aðstöðu hjá sambandinu og aðstoðarmann Til að tryggja góðan framgang málsins telur Halla vert að afmarka verkefnið vel. „Ég legg til að við setjum þetta upp með þeim hætti að ég taki að mér formennsku í starfshópi Sambandsins og ráðuneytisins. Mínar skyldur verði að leiða starf hópsins og tryggja þær afurðir sem kveðið er á um í samstarfssamningnum.“ Halla segist vön að taka 25 til 30 þúsund krónur á tímann fyrir svipuð verkefni en þegar um svo viðamikið verk er að ræða og þetta megi gefa afslátt og taka 23 þúsund krónur á tímann.vísir/vilhelm Þá telur Halla að Sambandið myndi útvega hópnum starfsmann sem aðstoðar hana við bókun funda, samantekt gagna, fundargerðir og fleira praktískt. Jafnframt fengi hún aðstöðu hjá Sambandinu til vinnu og funda þegar þarf. Verkefnið yrði að stofninum til eins og fram kemur í drögum Önnu Gunnhildar Ólafsdóttur hjá innviðaráðuneytinu, að móta hlutverk og uppbyggingu fagteymis, ásamt tillögu að forvörnum. Í því felist að sjálfsögðu upplýsingaöflun um málefnasviðið en Halla lýsir yfir efasemdum um þróun miðlægs gagnagrunns. Ætlar að losa sig úr vinnu einn dag í viku Hún segir áþekk verkefni poppa reglulega upp og gerðar séu síður hér og þar. En þeim þurfi að halda við og sé það talsvert verkefni. Hún bendir á að Vinnueftirlitið sé með ágætis samantekt hér. En allt þetta megi að sjálfsögðu ræða nánar, segir í bréfi Höllu. „Ég vil gjarnan hafa aðkomu að því að fullbúa samninginn við ráðuneytið. Ég tel að mikilvægt sé að opna á leiðir kjörinna fulltrúa til að hafa eitthvert eignarhald á verkefninu svo fagteymið njóti stuðnings og trausts. Samstarfshópurinn þyrfti að hanna slík samráð og leita einnig í smiðju fagaðila sem hafa komið að meðferð mála og starfað í fagteymum,“ segir í bréfinu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Heiða Björg Hilmisdóttir á sveitastjórnaþingi í Hörpu.vísir/vilhelm Og þá víkur Halla að skipulaginu og hún segist hafa skilið sveitarstjórnarmenn þannig að þeir hefðu væntingar um að verkefninu væri lokið í október. Halla telur það gerlegt en þetta þýði að starfshópurinn verði að vera tilbúinn að keyra á þetta af krafti en þar væri upp á einn mánuð að hlaupa. „Ég myndi losa mig úr vinnu einn dag í viku til að vinna að þessu verkefni og meira og minna eftir þörfum bæði verkefnisins og vinnunnar.“ Magnafsláttur þýðir 23 þúsund krónur á tímann Halla segir að í sérfræðiverkefnum á þessu sviði sé hún með taxta á bilinu 25-30 þúsund krónur á tímann. „Fyrir stærra verkefni eins og þetta get ég lækkað það aðeins og til dæmis miðað við 23 þúsund krónur á tímann. Miðað við 7 klukkustundir á vinnudegi (virkur vinnutími) ca. 4 daga í mánuði þá gætu það orðið 28 tímar á mánuði eða að hámarki 644.00 kr. + vsk. í verktakagreiðslu hvern mánuð.“ Halla segir að ef miðað sé við mars – október að báðum mánuðum meðtöldum yrðu greiðslur fyrir þetta tímabil að hámarki 5.152.000 kr. + vsk. „Ég á ekki von á að verkefnið taki lengri tíma en það fer auðvitað aðeins eftir umfangi samráðsins og því gæti verið gott að hafa upp á einn mánuð að hlaupa.“ Halla segist muni vinna þetta í gegnum fyrirtæki sem hún hefur starfað hjá að öðrum sambærilegum verkefnum. Sveitarstjórnarmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur stendur til að Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið greiði 14 milljónir fyrir verkefni sem snýst um að stofnað verður sérstakt fagteymi vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. Þetta var samþykkt á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 23.02.2024 á fundi sem haldinn var í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík. Hlutverk teymisins verður að taka við beiðnum um aðstoð frá kjörnum fulltrúum vegna eineltis, ofbeldis, kynbundinnar og kynferðislegar áreitni, meta þær og koma í viðeigandi farveg og eftir atvikum fylgja eftir tilkynningum til teymisins og tryggja að þær fái viðhlítandi málsmeðferð. Teyminu verður jafnframt ætlað að miðla upplýsingum og vinna að forvörnum á ofangreindu sviði. Arnar Þór Sævarsson er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og hann segir að samið hafi verið við Höllu um að taka þetta að sér. „Er hugmyndin í samræmi við stefnumörkun sambandsins en þar segir að sambandið eigi að styðja við að umbótatillögur um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa komist til framkvæmda í samræmi við þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.“ Ályktunin keyrð í gegn af kappi Þessi ályktun var keyrð í gegn af nokkru kappi, samþykkt með 9 atkvæðum en Rósa Guðbjartsdóttir og Einar Brandsson sátu þó hjá við afgreiðslu málsins. „Stjórn sambandsins fagnar þessari tillögu í aðgerðaráætlun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og samþykkir að taka þátt í þessari vinnu og felur framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir.“ Frá nýlegu Sveitastjórnaþingi í Hörpu þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga kom saman.vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri er Arnar Þór Sævarsson og hann sagði að gengið hafi verið til samninga við Höllu í samstarfi við innviðaráðuneytið. Þetta væri ein af aðgerðaráætlunum sem byggir á þingsályktun um málefni sveitarfélaga, sem innviðaráðuneytið haldi utan um. Arnar Þór man ekki alveg tölurnar þegar Vísir heyrði í honum en 14 milljónir hljómuðu sennilega. „Það þarf að búa til ferli í kringum þetta,“ sagði Arnar Þór. En til að byrja með snýst þetta um að byggja upp eitthvað kerfi. Einar Brandsson segir að þarna sé verið að búa til verkefni um hvernig taka eigi á kynferðislegu áreiti milli sveitarstjórnarmanna. Að eitthvert ferli fari í gang klagi sveitarstjórnarmaður annan. „Það sem ekki sést á ályktuninni er að fengin var ákveðin manneskja til að fara í gegnum þetta og búa þetta ferli til. Mín skoðun var sú að eða spurning; hvort svona ferli væri ekki til? Við vildum fá tíma til að skoða þetta betur, aðallega ég og Rósa. Ekki að við séum á móti þessu sem slíku.“ Áreitarar og ofbeldisseggir vari sig Einar segir að það hafi verið nokkurt kapp lagt á að þetta væri samþykkt. Einar Brandsson segir að hann hafi viljað athuga málið betur en ekki var við það komandi. „Þetta var í raun eina sem ég setti fyrir mig, var með þessa spurningu hvort svona ferli væru ekki til hjá hinum og þessum stofnunum, hvort það þyrfti eitthvað nýtt og flókið ferli til að búa nýtt til. Oft má segja að manni vantar aðeins meiri upplýsingar til að gera tekið ákvarðanir og meiri tíma. Fáum gögn á miðvikudegi og eigum að vera klár með þetta á föstudag. Það er nú málið.“ Vísir hefur komist yfir bréf frá Höllu Gunnarsdóttur til stjórnar, sem lagt er til grundvallar og hún ætlar að taka að sér verkefnið. „Ég hef farið ítarlega yfir gögnin sem þið hafið sent mér og fundur okkar var jafnframt mjög gagnlegur,“ segir Halla. Hún vill þó byrja á því að biðja viðtakendur að stilla væntingum sínum í hóf. „Þar sem ég veit ekki um nein góð fordæmi fyrir kröftugum ferlum sem taka vel [á] kjörnum áreiturum og ofbeldisseggjum. En það er auðvitað margt sem er hægt að gera annað en útbúa refsandi ferla og ég held að við gætum vel hannað öflugt fagteymi sem getur haft áhrif til góðs.“ Vill fá aðstöðu hjá sambandinu og aðstoðarmann Til að tryggja góðan framgang málsins telur Halla vert að afmarka verkefnið vel. „Ég legg til að við setjum þetta upp með þeim hætti að ég taki að mér formennsku í starfshópi Sambandsins og ráðuneytisins. Mínar skyldur verði að leiða starf hópsins og tryggja þær afurðir sem kveðið er á um í samstarfssamningnum.“ Halla segist vön að taka 25 til 30 þúsund krónur á tímann fyrir svipuð verkefni en þegar um svo viðamikið verk er að ræða og þetta megi gefa afslátt og taka 23 þúsund krónur á tímann.vísir/vilhelm Þá telur Halla að Sambandið myndi útvega hópnum starfsmann sem aðstoðar hana við bókun funda, samantekt gagna, fundargerðir og fleira praktískt. Jafnframt fengi hún aðstöðu hjá Sambandinu til vinnu og funda þegar þarf. Verkefnið yrði að stofninum til eins og fram kemur í drögum Önnu Gunnhildar Ólafsdóttur hjá innviðaráðuneytinu, að móta hlutverk og uppbyggingu fagteymis, ásamt tillögu að forvörnum. Í því felist að sjálfsögðu upplýsingaöflun um málefnasviðið en Halla lýsir yfir efasemdum um þróun miðlægs gagnagrunns. Ætlar að losa sig úr vinnu einn dag í viku Hún segir áþekk verkefni poppa reglulega upp og gerðar séu síður hér og þar. En þeim þurfi að halda við og sé það talsvert verkefni. Hún bendir á að Vinnueftirlitið sé með ágætis samantekt hér. En allt þetta megi að sjálfsögðu ræða nánar, segir í bréfi Höllu. „Ég vil gjarnan hafa aðkomu að því að fullbúa samninginn við ráðuneytið. Ég tel að mikilvægt sé að opna á leiðir kjörinna fulltrúa til að hafa eitthvert eignarhald á verkefninu svo fagteymið njóti stuðnings og trausts. Samstarfshópurinn þyrfti að hanna slík samráð og leita einnig í smiðju fagaðila sem hafa komið að meðferð mála og starfað í fagteymum,“ segir í bréfinu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Heiða Björg Hilmisdóttir á sveitastjórnaþingi í Hörpu.vísir/vilhelm Og þá víkur Halla að skipulaginu og hún segist hafa skilið sveitarstjórnarmenn þannig að þeir hefðu væntingar um að verkefninu væri lokið í október. Halla telur það gerlegt en þetta þýði að starfshópurinn verði að vera tilbúinn að keyra á þetta af krafti en þar væri upp á einn mánuð að hlaupa. „Ég myndi losa mig úr vinnu einn dag í viku til að vinna að þessu verkefni og meira og minna eftir þörfum bæði verkefnisins og vinnunnar.“ Magnafsláttur þýðir 23 þúsund krónur á tímann Halla segir að í sérfræðiverkefnum á þessu sviði sé hún með taxta á bilinu 25-30 þúsund krónur á tímann. „Fyrir stærra verkefni eins og þetta get ég lækkað það aðeins og til dæmis miðað við 23 þúsund krónur á tímann. Miðað við 7 klukkustundir á vinnudegi (virkur vinnutími) ca. 4 daga í mánuði þá gætu það orðið 28 tímar á mánuði eða að hámarki 644.00 kr. + vsk. í verktakagreiðslu hvern mánuð.“ Halla segir að ef miðað sé við mars – október að báðum mánuðum meðtöldum yrðu greiðslur fyrir þetta tímabil að hámarki 5.152.000 kr. + vsk. „Ég á ekki von á að verkefnið taki lengri tíma en það fer auðvitað aðeins eftir umfangi samráðsins og því gæti verið gott að hafa upp á einn mánuð að hlaupa.“ Halla segist muni vinna þetta í gegnum fyrirtæki sem hún hefur starfað hjá að öðrum sambærilegum verkefnum.
Sveitarstjórnarmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira