Hæstiréttur bannar síþrotamanni að stunda rekstur Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 13:58 Hæstiréttur féllst ekki á að óheimilt hafi verið að beita lögum sem sett voru eftir að atvik málsins áttu sér stað. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára atvinnurekstrarbann manns sem hefur verið í forsvari fyrir níu félög sem enduðu í gjaldþroti. Þrotabú einkahlutafélags sem maðurinn átti einn fór fram á bannið en lýstar kröfur í búið nema ríflega 300 milljónum króna. Maðurinn var úrskurðaður í þriggja ára atvinnurekstrarbann í héraði og fyrir Landsrétti. Bannið byggir á nýlegu ákvæði laga um gjaldþrotaskipti og fleira og því féllst Hæstiréttur á að taka mál mannsins fyrir. Í ákvörðun Hæstaréttar sagði að maðurinn hafi byggt á því í málskotsbeiðni sinni að málið varði mikilvæga háttsemi og hafi ríkt fordæmisgildi þar sem kæruefnið varði nýja löggjöf um atvinnurekstrarbann. Hann hafi vísað til þess annars vegar að mikilvægt væri að Hæstiréttur leysti úr því hvort hin nýju réttarúrræði teljist til refsikenndra viðurlaga og hins vegar að áríðandi væri að Hæstiréttur kvæði upp úr hvort og með hvaða hætti lög um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti og fleira, sem kennd eru við kennitöluflakk, gildi með afturvirkum hætti. Hvorki refsing né refsikennd viðurlög Í niðurstöðukafla Hæstaréttar segir að samkvæmt ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti og fleira sé atvinnubanni einvörðungu ætlað að vera tímabundið og vara mest í þrjú ár. Því sé ætlað með skjótvirkum hætti að vernda kröfuhafa og samfélagið í heild fyrir hættu á tapi sem getur hlotist vegna reksturs félags með takmarkaðri ábyrgð. Þá sé þeim einstaklingum sem sæta atvinnurekstrarbanni ekki óheimilt að stofna eða eiga hlut í slíku félagi meðan á banninu stendur, svo fremi þeir komi ekki að stjórnun þess. Jafnframt geti einstaklingur sem sætir banni eftir sem áður rekið félag með persónulegri og ótakmarkaðri ábyrgð. Með hliðsjón af svokölluðum Engel-viðmiðum um það hvenær maður er talinn borinn sökum um refsiverða háttsemi, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur lagt til grundvallar í slíkum málum, og heildarmati á þeim í ljósi atvika málsins, feli atvinnurekstrarbann það sem manninum var gert að sæta með hinum kærða úrskurði hvorki í sér refsingu né refsikennd viðurlög. Af því leiði að ekki þurfi að leysa úr þeirri málsástæðu mannsins að um afturvirka refsingu hafi verið að ræða. Má beita úrræði sem varð til eftir gjaldþrot Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að úr því leystu þurfi næst að taka til skoðunar þá málsástæðu mannsins að óheimilt sé að byggja ákvörðun um atvinnurekstrarbann samkvæmt ákvæðum breytingarlaganna á háttsemi sem átti sér stað fyrir gildistöku laganna. Bú félagsins sem um ræðir hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember árið 2022. Lög um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti og fleira, þar sem ákvæði um atvinnurekstrarbann var kynnt til sögunnar, hafi tekið gildi í byrjun janúar árið 2023. Sú meginregla gildi að almennt skuli lög ekki vera afturvirk. Sú regla sé þó ekki fortakslaus. Í þeim tilvikum þegar lög geyma nýmæli og reglur, þar sem engra slíkra naut við samkvæmt eldri löggjöf, skuli hinum nýju lögum beitt um öll lögskipti og réttindi manna sem undir hin nýju ákvæði falla þótt upphaf þeirra megi rekja til gildistíma eldri laga. Þessi regla eigi sér stoð í því að löggjafinn hafi svigrúm til þess að skipa málum og koma á umbótum sem æskilegar eru taldar. Ekki megi reisa löggjafanum of þröngar skorður við því að breyta lögum eftir þörfum hverju sinni þótt það kunni að valda óvissu um stöðu þeirra sem gert hafa áætlanir og ráðstafanir á grundvelli eldri laga. Ekki svo íþyngjandi Í dóminum segir að eins og fram komi í lögskýringargögnum með breytingarlögunum felist í atvinnurekstrarbanni ákveðnar skorður við atvinnufrelsi manna sem verndar njóti samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar. Svo sem fram kemur í ákvæðinu geti almannahagsmunir krafist þess að slíkar skorður séu settar með lögum og löggjafinn hafi svigrúm til að skipa atvinnumálum eftir því hvernig aðstæður og þjóðfélagshættir eru á hverjum tíma. Þannig séu margvíslegar skorður settar möguleikum manna á að velja sér tiltekna atvinnu eða atvinnugrein og skilyrði sé að finna í lögum um hæfi manna til að stunda atvinnu eða fá opinbera skráningu á tiltekinni starfsemi. Við mat á því hvort unnt sé að beita hinni nýju löggjöf um háttsemi sem átti sér stað fyrir gildistöku laganna beri auk þess að líta til þess að ákvæði um atvinnubann séu ekki verulega íþyngjandi. Áhrif þeirra felist í því að missa í skamman tíma hæfi til að koma að stjórnun félags með takmarkaðri ábyrgð. Löggjafinn hafi talið að almannahagsmunir krefjist þess að fyrir það verði girt að þeir sem hafi valdið kröfuhöfum og samfélaginu öllu tjóni með skaðlegum og óverjandi viðskiptaháttum haldi áfram þeirri háttsemi. Við setningu laganna hafi samkvæmt þessu verið gætt að meðalhófi en jafnframt horft til þess að knýjandi nauðsyn beri til að sett sé löggjöf á þessu sviði sem á skjótvirkan hátt geti komið í veg fyrir tjón vegna skaðlegra viðskiptahátta. Ríkir þjóðfélagslegir hagsmunir búi að baki löggjöfinni og vernd þeirra hagsmuna verði ekki ljáð fullt inntak nema með löggjöf á þessu sviði sem einnig nær til háttsemi sem átti sér stað áður en lögin tóku gildi. Með vísan til yrði ekki fallist á að óheimilt hafi verið að líta til háttsemi mannsins fyrir gildistöku laganna við ákvörðun um að leggja á hann atvinnurekstrarbann í þrjú ár. Því var niðurstaða Landsréttar staðfest. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Maðurinn var úrskurðaður í þriggja ára atvinnurekstrarbann í héraði og fyrir Landsrétti. Bannið byggir á nýlegu ákvæði laga um gjaldþrotaskipti og fleira og því féllst Hæstiréttur á að taka mál mannsins fyrir. Í ákvörðun Hæstaréttar sagði að maðurinn hafi byggt á því í málskotsbeiðni sinni að málið varði mikilvæga háttsemi og hafi ríkt fordæmisgildi þar sem kæruefnið varði nýja löggjöf um atvinnurekstrarbann. Hann hafi vísað til þess annars vegar að mikilvægt væri að Hæstiréttur leysti úr því hvort hin nýju réttarúrræði teljist til refsikenndra viðurlaga og hins vegar að áríðandi væri að Hæstiréttur kvæði upp úr hvort og með hvaða hætti lög um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti og fleira, sem kennd eru við kennitöluflakk, gildi með afturvirkum hætti. Hvorki refsing né refsikennd viðurlög Í niðurstöðukafla Hæstaréttar segir að samkvæmt ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti og fleira sé atvinnubanni einvörðungu ætlað að vera tímabundið og vara mest í þrjú ár. Því sé ætlað með skjótvirkum hætti að vernda kröfuhafa og samfélagið í heild fyrir hættu á tapi sem getur hlotist vegna reksturs félags með takmarkaðri ábyrgð. Þá sé þeim einstaklingum sem sæta atvinnurekstrarbanni ekki óheimilt að stofna eða eiga hlut í slíku félagi meðan á banninu stendur, svo fremi þeir komi ekki að stjórnun þess. Jafnframt geti einstaklingur sem sætir banni eftir sem áður rekið félag með persónulegri og ótakmarkaðri ábyrgð. Með hliðsjón af svokölluðum Engel-viðmiðum um það hvenær maður er talinn borinn sökum um refsiverða háttsemi, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur lagt til grundvallar í slíkum málum, og heildarmati á þeim í ljósi atvika málsins, feli atvinnurekstrarbann það sem manninum var gert að sæta með hinum kærða úrskurði hvorki í sér refsingu né refsikennd viðurlög. Af því leiði að ekki þurfi að leysa úr þeirri málsástæðu mannsins að um afturvirka refsingu hafi verið að ræða. Má beita úrræði sem varð til eftir gjaldþrot Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að úr því leystu þurfi næst að taka til skoðunar þá málsástæðu mannsins að óheimilt sé að byggja ákvörðun um atvinnurekstrarbann samkvæmt ákvæðum breytingarlaganna á háttsemi sem átti sér stað fyrir gildistöku laganna. Bú félagsins sem um ræðir hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember árið 2022. Lög um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti og fleira, þar sem ákvæði um atvinnurekstrarbann var kynnt til sögunnar, hafi tekið gildi í byrjun janúar árið 2023. Sú meginregla gildi að almennt skuli lög ekki vera afturvirk. Sú regla sé þó ekki fortakslaus. Í þeim tilvikum þegar lög geyma nýmæli og reglur, þar sem engra slíkra naut við samkvæmt eldri löggjöf, skuli hinum nýju lögum beitt um öll lögskipti og réttindi manna sem undir hin nýju ákvæði falla þótt upphaf þeirra megi rekja til gildistíma eldri laga. Þessi regla eigi sér stoð í því að löggjafinn hafi svigrúm til þess að skipa málum og koma á umbótum sem æskilegar eru taldar. Ekki megi reisa löggjafanum of þröngar skorður við því að breyta lögum eftir þörfum hverju sinni þótt það kunni að valda óvissu um stöðu þeirra sem gert hafa áætlanir og ráðstafanir á grundvelli eldri laga. Ekki svo íþyngjandi Í dóminum segir að eins og fram komi í lögskýringargögnum með breytingarlögunum felist í atvinnurekstrarbanni ákveðnar skorður við atvinnufrelsi manna sem verndar njóti samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar. Svo sem fram kemur í ákvæðinu geti almannahagsmunir krafist þess að slíkar skorður séu settar með lögum og löggjafinn hafi svigrúm til að skipa atvinnumálum eftir því hvernig aðstæður og þjóðfélagshættir eru á hverjum tíma. Þannig séu margvíslegar skorður settar möguleikum manna á að velja sér tiltekna atvinnu eða atvinnugrein og skilyrði sé að finna í lögum um hæfi manna til að stunda atvinnu eða fá opinbera skráningu á tiltekinni starfsemi. Við mat á því hvort unnt sé að beita hinni nýju löggjöf um háttsemi sem átti sér stað fyrir gildistöku laganna beri auk þess að líta til þess að ákvæði um atvinnubann séu ekki verulega íþyngjandi. Áhrif þeirra felist í því að missa í skamman tíma hæfi til að koma að stjórnun félags með takmarkaðri ábyrgð. Löggjafinn hafi talið að almannahagsmunir krefjist þess að fyrir það verði girt að þeir sem hafi valdið kröfuhöfum og samfélaginu öllu tjóni með skaðlegum og óverjandi viðskiptaháttum haldi áfram þeirri háttsemi. Við setningu laganna hafi samkvæmt þessu verið gætt að meðalhófi en jafnframt horft til þess að knýjandi nauðsyn beri til að sett sé löggjöf á þessu sviði sem á skjótvirkan hátt geti komið í veg fyrir tjón vegna skaðlegra viðskiptahátta. Ríkir þjóðfélagslegir hagsmunir búi að baki löggjöfinni og vernd þeirra hagsmuna verði ekki ljáð fullt inntak nema með löggjöf á þessu sviði sem einnig nær til háttsemi sem átti sér stað áður en lögin tóku gildi. Með vísan til yrði ekki fallist á að óheimilt hafi verið að líta til háttsemi mannsins fyrir gildistöku laganna við ákvörðun um að leggja á hann atvinnurekstrarbann í þrjú ár. Því var niðurstaða Landsréttar staðfest. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira