„Með Rúnar Má erum við ekki að gera kröfu á að þeir verði í Evrópubaráttu?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2024 09:31 Skagamenn fagna sigrinum á Valsmönnum í undanúrslitum Lengjubikarsins. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, finnst teikn á lofti um að ÍA falli ekki í sama pytt og áður, þegar liðið hefur komið upp úr næstefstu deild. ÍA er spáð 8. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Skagamenn unnu Lengjudeildina á síðasta tímabili. ÍA hefur gert nokkrar tilraunir til að festa sig í sessi í efstu deild á síðustu árum en alltaf fallið aftur niður í næstefstu deild. „Ef allt er eðlilegt verða þeir ekki alveg í neðsta pakkanum en ef ég væri stuðningsmaður ÍA myndi ég leyfa mér að dreyma um að búa til stöðugleika og festa félagið í sessi í efstu deild. Það hafa verið sveiflur. Þegar ÍA hefur komið upp á þessari öld hafa þeir gjarnan komið upp með miklu trukki og byrjað mótið vel en svo fjarar undan þeim,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Mér finnst þeir vera að gera þetta aðeins skynsamar núna. Þeir eru að taka færri leikmenn en betri og búa til eitthvað til framtíðar.“ Aðeins tímaspursmál virðist vera hvenær Rúnar Már Sigurjónsson skrifar undir samning við ÍA. Baldur Sigurðsson segir að koma hans myndi breyta landslaginu uppi á Akranesi og auka kröfurnar á liðið í sumar. „Fyrir Rúnar Má myndi ég alltaf segja að það yrði frábært tímabil hjá ÍA ef þeir kæmust í efri hlutann, eitthvað markmið til að stefna að því ég held þeir verði ekki í fallbaráttu. Rúnar Már kominn, erum við ekki að gera kröfu á að þeir verði í Evrópubaráttu og berjist við KA, FH, KR og þessi lið? Ég myndi segja það. Með Rúnar Má heilan og þennan hóp finnst mér við geta sett meiri kröfur á þá þrátt fyrir að þeir séu að koma upp úr Lengjudeildinni,“ sagði Baldur. „Með því að fá Rúnar Má inn, að hann geti breytt það miklu. Rúnar Már í formi, ekki Rúnar Már sem kemur inn í 12. umferð. Þá myndi ég vilja að þeir settu þessa kröfu á sjálfan sig, að þeir geti farið í þessa samkeppni, og eigi að vera fúlir ef þeir nái því ekki.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla ÍA Besta sætið Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira
ÍA er spáð 8. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Skagamenn unnu Lengjudeildina á síðasta tímabili. ÍA hefur gert nokkrar tilraunir til að festa sig í sessi í efstu deild á síðustu árum en alltaf fallið aftur niður í næstefstu deild. „Ef allt er eðlilegt verða þeir ekki alveg í neðsta pakkanum en ef ég væri stuðningsmaður ÍA myndi ég leyfa mér að dreyma um að búa til stöðugleika og festa félagið í sessi í efstu deild. Það hafa verið sveiflur. Þegar ÍA hefur komið upp á þessari öld hafa þeir gjarnan komið upp með miklu trukki og byrjað mótið vel en svo fjarar undan þeim,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Mér finnst þeir vera að gera þetta aðeins skynsamar núna. Þeir eru að taka færri leikmenn en betri og búa til eitthvað til framtíðar.“ Aðeins tímaspursmál virðist vera hvenær Rúnar Már Sigurjónsson skrifar undir samning við ÍA. Baldur Sigurðsson segir að koma hans myndi breyta landslaginu uppi á Akranesi og auka kröfurnar á liðið í sumar. „Fyrir Rúnar Má myndi ég alltaf segja að það yrði frábært tímabil hjá ÍA ef þeir kæmust í efri hlutann, eitthvað markmið til að stefna að því ég held þeir verði ekki í fallbaráttu. Rúnar Már kominn, erum við ekki að gera kröfu á að þeir verði í Evrópubaráttu og berjist við KA, FH, KR og þessi lið? Ég myndi segja það. Með Rúnar Má heilan og þennan hóp finnst mér við geta sett meiri kröfur á þá þrátt fyrir að þeir séu að koma upp úr Lengjudeildinni,“ sagði Baldur. „Með því að fá Rúnar Má inn, að hann geti breytt það miklu. Rúnar Már í formi, ekki Rúnar Már sem kemur inn í 12. umferð. Þá myndi ég vilja að þeir settu þessa kröfu á sjálfan sig, að þeir geti farið í þessa samkeppni, og eigi að vera fúlir ef þeir nái því ekki.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla ÍA Besta sætið Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira