Grindvíkingar leggja niður yngri flokka Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2024 17:05 Knattspyrnudeild Grindavíkur sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem greint er frá því að ekki verði unnt að starfrækja starf yngri flokka hjá félaginu í ljósi stöðunnar í bænum. „Það er með mikilli sorg sem við þurfum að gefa það út að yngri flokka starfið okkar í 7., 6., 5., og 4. flokki karla og kvenna verður aflagt frá og með 1. maí nk.“ segir í yfirlýsingunni. Rýming Grindavíkurbæjar sökum eldgoss skýri niðurstöðuna. Frá áramótum hafi æfingasókn dalað allverulega og þá hafi félagsskiptum frá félaginu fjölgað. „Þar sem forsendur okkar breyttust mikið í janúar og fjölskyldur ekki á leið aftur til Grindavíkur í vor eins og vonir stóðu til þá eru allar forsendur til að halda þessu starfi áfram brostnar,“ „Þessi ákvörðun var mjög erfið en í raun búið að taka hana fyrir okkur með síminnkandi æfingasókn,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar Grindavíkur. Jafnframt er tekið fram að starf 3. og 2. flokks haldi áfram og boðað hefur verið til foreldrafundar til að ræða næstu skref eftir páska. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild UMFG (@umfgfotbolti) Úr 160 í 80 á skotstundu Þorfinnur Gunnlaugsson, formaður barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur, tjáði sig einnig um málið á Facebook-síðu yngri flokkastarfs félagsins. Hann fer þar yfir stöðu mála síðustu mánuði en aðeins níu dögum eftir eldgosið sem hófst 10. nóvember var starf komið á fullt. „19.nóvember eða rúmri viku eftir rýmingu hefjast æfingar hjá öllum yngri flokkunum okkar sem er ótrúlegt afrek og sannaði hvað Grindavík sem klúbbur er gríðalega heppinn með fólkið sem er í kringum knattspyrnuhreyfinguna hjá okkur.“ „Við náðum að halda úti starfi þar sem um 160 iðkendur voru að sækja æfingar hjá okkur og sá maður gleðina hjá börnunum okkar við það að æfa sem Grindavík og spila sem Grindavík.“ Eftir mannskætt slys í bænum og eldgos innanbæjar í janúar hafi hlutirnir aftur á móti breyst hratt. „Árið sem byrjaði með 160 iðkendum eru komnir niður í 80 og enn fækkar hratt. Félagsskipti farin að eiga sér stað og fólk farið að færa sig um lið, nær sinni búsetu og fleira. Staðan í dag er sú að búið er að taka ákvörðun í samráði við UMFG og Grindavíkurbær að í lok apríl erum við knúin til að hætta starfsemi yngri flokkana frá 4. flokk og niður,“ segir Þorfinnur. Fleira kemur fram í færslu hans sem má sjá að neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
„Það er með mikilli sorg sem við þurfum að gefa það út að yngri flokka starfið okkar í 7., 6., 5., og 4. flokki karla og kvenna verður aflagt frá og með 1. maí nk.“ segir í yfirlýsingunni. Rýming Grindavíkurbæjar sökum eldgoss skýri niðurstöðuna. Frá áramótum hafi æfingasókn dalað allverulega og þá hafi félagsskiptum frá félaginu fjölgað. „Þar sem forsendur okkar breyttust mikið í janúar og fjölskyldur ekki á leið aftur til Grindavíkur í vor eins og vonir stóðu til þá eru allar forsendur til að halda þessu starfi áfram brostnar,“ „Þessi ákvörðun var mjög erfið en í raun búið að taka hana fyrir okkur með síminnkandi æfingasókn,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar Grindavíkur. Jafnframt er tekið fram að starf 3. og 2. flokks haldi áfram og boðað hefur verið til foreldrafundar til að ræða næstu skref eftir páska. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild UMFG (@umfgfotbolti) Úr 160 í 80 á skotstundu Þorfinnur Gunnlaugsson, formaður barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur, tjáði sig einnig um málið á Facebook-síðu yngri flokkastarfs félagsins. Hann fer þar yfir stöðu mála síðustu mánuði en aðeins níu dögum eftir eldgosið sem hófst 10. nóvember var starf komið á fullt. „19.nóvember eða rúmri viku eftir rýmingu hefjast æfingar hjá öllum yngri flokkunum okkar sem er ótrúlegt afrek og sannaði hvað Grindavík sem klúbbur er gríðalega heppinn með fólkið sem er í kringum knattspyrnuhreyfinguna hjá okkur.“ „Við náðum að halda úti starfi þar sem um 160 iðkendur voru að sækja æfingar hjá okkur og sá maður gleðina hjá börnunum okkar við það að æfa sem Grindavík og spila sem Grindavík.“ Eftir mannskætt slys í bænum og eldgos innanbæjar í janúar hafi hlutirnir aftur á móti breyst hratt. „Árið sem byrjaði með 160 iðkendum eru komnir niður í 80 og enn fækkar hratt. Félagsskipti farin að eiga sér stað og fólk farið að færa sig um lið, nær sinni búsetu og fleira. Staðan í dag er sú að búið er að taka ákvörðun í samráði við UMFG og Grindavíkurbær að í lok apríl erum við knúin til að hætta starfsemi yngri flokkana frá 4. flokk og niður,“ segir Þorfinnur. Fleira kemur fram í færslu hans sem má sjá að neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira